Heima er bezt - 01.08.1951, Page 17
176
Heijía er bezt
Nr. 6
Nr. 6
Heima er bezt
177
FYRSTI JÚNÍ. — Og ég ætla
heim í dag. Ég rölti í hægðum
mínum suður Hríseyjargötu á
Akureyri á leið upp í miðbæinn.
Næturþokan er grisjuð sundur
og sólin vermir frá heitum
himni og silfrar lygnan fjörð-
inn. Vinaleg Vaðlaheiðin í hvít-
um möttli í miðjar hlíðar, göt-
óttum að vísu, laðar augað sem
fyrr og við rætur hennar blasa
bændabýlin við sjónum, girt
grænu túni, snotur spegilmynd
af því, er barn sveitanna þráir.
Og það bezta er, að í faðmi
minnar eigin sveitar mun ég
hvílast í kvöld. Ég beygi upp
Eiðsvallagötu, þar eru verka-
menn við gatnagerð, ungir menn
og gamlir. Og nú verður ekkert
verkfall hér, annars hefði það
hafizt í dag. Mundi vera hægt
að sjá það í svip þessara verka-
manna, að þeir voru sigurveg-
arar? Myndu þeir ekki finna til
stolts yfir mætti samtaka
sinna? Ég reyni að skynja í
svip þeirra svar við hugdett-
um mínum, en verð einskis á-
skynja. Gamall maður linar
takið á skóflunni og réttir
úr sér, en auðséð er, að það eitt
veldur sársauka, svo grípa verð-
ur hönd um bak. Hann lítur á
vegfarandann án áhuga, því
hvað er jafn dapurlegt í
augum verkamannsins og uppá-
færður maður, er leggur gang-
stéttir bæjarins undir fót? Svo
er takið hert á nýjan leik um
skóflunna. Eiðsvallagata þarf
lagfæringar og brauðstrits hins
aldraða manns hefst á ný. Einu
augnabliki var eytt til að rétta
úr lúnu baki, og þó er hann
sigurvegari.
Enn eru vegamót og ég tek
Strikið suður Norðurgötu,
skammt á undan mér gengur
kona, settleg og virðuleg í fasi,
og á augabragcii þekki ég frúna.
Hér fer Hugrún frænka mín,
hnarreist að vanda og engin
leið er að sjá aö nokkur ritdóm-
ari hafi skert á nokkurn hátt
framavon hennar. Nú er hún
bráðlega á förum út yfir poll-
inn til að kynnast Svíum og
og bókmenntum þeirra. Það er
nærri mér að óska, að ég hefði
skrifað „Úlfhildi“ og þolað á-
vítur, aðeins ef sá verknaður
hefði stuðlað að því, að ég hefði
getað heimsótt land Selmu
Lagerlöf.
Brátt hverfur Hugrún út á
Strandgötu, ég, frændi henn-
ar, lötra á eftir með tösku mína,
hálf öfundsjúkur, því að ég er
ekkert skáld. Strandgata er að
Hlið i Skiðadal frá norðvestri. Séð yfir að Þverá og i Þverárdal.
Ferðalag um sveit og bæ
á fyrstai vordegi
Eftir Sigurjón Jónannsson frá Hlíð
Cráni, aðalhjálparhellan i fönnum ' Búkolla i Hlið, „Stóllinn" i baksýn.
vetrarins.
þeirra frá síðastliðnum vetri,
er þeir glímdu ótrauðir við fann-
kyngið og bylinn til að ná settu
marki. En nú er vorið komið og
aurbleytan að mestu liðin undir
lok, og nú mun klukkutími end-
ast til að ná til Dalvíkur, þótt
í vetur rynni heill sólarhringur
sitt skeið og byggist á annan áð-
ur en náð var leiðarenda. En
enginn skal samt ætla, að þeir
geti slegið slöku við í vorblíð-
unni. Starfið er erilsamt. Kl. 7
að morgni leggja þeir af stað
með mjólkina frá Dalvík. Kl.
12 y2 er svo lagt frá Akureyri til
baka og frá Dalvík liggur svo
leiðin fram Svarfaðardal til
mjólkurtöku, og sama hring-
rásin hefst aftur að morgni.
Með þessari stuttu lýsingu, er
ekki allt sagt, auk aðalstarfans
er virðist ærið nógur, bætist við
kvabb fólksins í sveitinni.
Bændur, húsfreyjur, lausamenn
og heimasætur eiga oft erindi
við Svein og Jóhann, og margir
koma oft sama daginn og beið-
ast úrlausnar, og er lagt er af
stað að morgni, er það oftast
svo, að staðirnir eru margir, er
koma þarf á, ef sinna á bænum
fólksins. Fyrir húsfreyjuna átti
að kaupa 2 tegundir blóma í
blómabúð K.E.A., efni í skyrtu,
er átti að vera með ákveðnum
lit, o. fl. o. fl. Bóndinn bað um
lambabóluefni, kalk í nautpen-
ing og annað varðandi rekstur
búsins. Lausamaðurinn bað fyr-
ir föt í hreinsun og hvort hann
vildi nú vera svo góður og koma
við í kjallaranum í Strandgótu
og taka eina flösku af „Svarta-
dauða“, og heimasætan biður
einnig með blíðu brosi um eitt-
hvað smávegis. Þannig gengur
það dag frá degi. „Helduröu að
þú vildir vera svo góður að gera
þetta fyrir mig?“ klingir í eyr-
um bílstjóranna, og þeir reyna
af kostgæfni að vera „svo góðir"
ef tími vinnst til. Já, þetta var
nú aðeins örlítil innsýn í starfs-
sögu svarfdælsku mjólkurbíl-
stjóranna.
Ég fæ far með Jóhanni — og
brátt er Akureyri að baki. „Gul-
ur“ Jóhanns flýtir för sinni út
Kræklingahlíð og fyrr en varir,
er Moldhaugnahálsi náð og
Hörgárdalur birtist sýnum og
höfuðbólið Möðruvellir í frægð-
arljóma fyrri tíma heilsar ferða-
manninum jafn aðlaðandi sem
fyrr. Hörgárbrú gengur í bylgj-
um undan þunga bílsins, en áin
blökk á lit í blíðu vorsins er til-
búin með votan hramm að veita
viðtöku „Gul“ og okkur Jóhanni
ef skeð gæti að gamla hengi-
brúin bilaði. Það er sem hún viti
af því, hún gamla Hörgá, að
hún hefur löngum þótt illskeytt
baki og við tekur hið ráðhús-
lausa Ráðhústorg. Hví ekki að
breyta nafninu í Landsbanka-
torg eftir að stórhýsi hins
snauða Landsbanka vors er
risið af grunni?Á torginu standa
gljáfægðar bifreiðar bílastöðv-
anna, en ökuþórar sóla sig á
bekkjum úti. Lítill akstur á
þessum sólskinsdegi. Verður
rýrt sumar á eftir dauðum vetri
fyrir bílstjóra á Akureyri? Og
ekki kannski að undra, því þeir,
sem aðallega geta ferðast, eiga
sjálfir bíla. Hafnarstræti —
hjarta Akureyrar — tíguleg hús
og verzlanir hlið við hlið með
gnægð af vörum, er augað girn-
ist, en mig vantar gull, sem
fleiri, og því bezt að varast þá
freistingu að horfa inn um
spegilfægða búðarglugga. Nú er
komið að leiðarlokum í bili, því
náð er Kaupvangstorgi, og þar
á ég von á aö hitta mjólkurbíl-
stjórana úr Svarfaðardal. Hótel
K. E. A. gnæfir skammt frá, ris-
mikið og tignarlegt. Uppi á
brekkunni rís Matthíasar kirkja
með arma til himins og lengra
í burtu Gagnfræðaskólinn með
gyllta glugga í skínandi morg-
unsól. Með rykstybbu í nefi
verður mér það ennþá einu
sinni á að 'dást að höfuðstað
Norðurlands, hann á ítök í mér,
en þó er sú taugin sterkari, er
veldur ferðalagi mínu í dag.
Æskusveit mín kallar. Á tröpp-
um Hótel K.E.A. sé ég mjólkur-
bílstjórana birtast, Svein og
Jóhann, góðkunningja allra
Svarfdælinga, hraustlega og úti-
tekna. Hún er óskráð sagan
Séð fram Skiðadal um sumarkvöld.