Heima er bezt - 01.08.1951, Qupperneq 18
178
Heim'a er bekt
Nr. 6
og viðsjál og mörgum hefur hún
í gegnum aldirnar byrlað bana-
ráð.
Hof, Hvammur, Reystará,
birtast og um leið liggja að baki,
því „Gulur“ er heimfús og Jó-
hann þekkir leiðina. Fagriskóg-
ur, vagga Davíðs Stefánssonar
höfuðskálds Eyj afj arðar, er
framundan. Stórt, grænkandi
tún til beggja handa, hallandi
rennslétt að lognsléttum firð-
inum og handan hans rís Aust-
urland með snætyppt fjöll
frá æskuheimili Davíðs — Ár-
sveipuð blámóðu. Fagurt og
stórbrotið umhverfi blasir við
skógsströnd er á enda og „Gul-
ur“ rennur ákveðinn upp Há-
mundarstaðarháls og Svarfað-
ardalur, sveitin mín, heilsar,
böðuð heitu sólskini hins fyrsta
júnídags. „Svarfaðardalur kæri
ég kveðju sendi þér.“ Ósjálfrátt
rifjast upp kvæði í huga mér, er
ungur Svarfdælingur orti til
sveitar sinnar, er hann háði
erfiða og tvísýna baráttu við
„Hvíta dauða“ inni á Kristnesi.
Það var ástaróður til dalsins
hans, þrunginn trega og þrá. En
sem betur fór varð „Hvíti dauði“
að hopa af hólmi og ungi mað-
urinn er nú bóndid á bernsku-
heimili sínu.
Dalurinn er að klæðast græn-
um vorbúningi, en enn eru
merki vetrarins auðsæ, því snjó-
skafla má líta við bæi og fjöll
eru að mestu hulin snjó og inn
á milli fjallanna liggur Skíða-
dalurinn, bernskustöðvar mínar,
og mér er ljóst, að þar eru menj-
ar harðindavetrarins enn stór-
kostlegri en niður við sjóinn, en
það fæ ég brátt að líta eigin
augum.
Ég er kominn í Skíðadal. Jó-
hann rennir í hlaðið á Dæli, yzta
bæ dalsins, vestanmegin árinn-
ar, en á móti blasa Syðra-
Hvarf og Hjallastaðir, en upp
af þeim rís hlíðin brött og enn
snævi hulin en Dælismegin
gnæfir „Stóllinn“, konungur
skíðdælskra fjalla, hár og hrika-
legur, með sín einstæðu kletta-
belti hlið .við hlið. Og inn dal-
inn tekur hvert fjallið við af
öðru, svipmikil og tignarleg og
innst inni skartar Gljúfurárjök-
ull, ein mesta prýði dalsins að
sumarlagi. Nú er einmanaleik-
inn og auönin horfin, sem ein-
kenndi dalinn minn í gjörn-
ingaveðrum hins nýliðna vet-
urs, nú er það friður og ró, sem
liggur í loftinu, er verkar öfugt
og betur, en ys og hávaði bæj-
arlífsins. Hver finnur sjálfan
sig, ef ekki í því umhverfi er
Skíðadalurinn veitir að sumar-
lagi? Kannski er þetta barnaleg
skoðun, eða blind átthagadýrk-
un? En hvað um það, ég varð á-
nægður með sjálfsrannsókn
mína eða niðurstöður þeirrar
rannsóknar, ég fann, að fimbul-
vetur þorrans og góunnar höfðu
ekki breytt skoðun minni á
bernskustöðvum mínum. Snjó-
breiðurnar, er enn huldu engjar
og tún, minntu að vísu á hildar-
leik vetrarins og ógnir, en nú
var engin auðn í Skíðadal, er
minnti á dauðann, nú var það
lífið er átti leikinn og þrátt
myndi sóley og fífill skjóta upp
kollinum sunnanundir bænum
heima. Og var ekki einmitt ynd-
islegt að finna sömu kendir bær-
ast í brjósti sér við þá tilhugs-
un og áður fyrr er lífið var að-
eins leikur í augum lítils strák-
hnokka?
Geilin liggur fram Dæliseyrar
og nú er hægt farið, því vegur-
inn er ósléttur og sumstaðar
undir vatni. Austanmegin ár-
innar blasa við húsatóftir á
grænum hól, þar var bærinn
Sæla, en nú vill enginn „Sæl-
una“ byggja eftir að öldruðu
hjónin, er þar höfðu búið lengst
af búskapartíð sinni, neyddust
til að yfirgefa jörðina fyrir 3 ár-
um. Þar voru þung spor stigin
og mun það ekki vera svo, að
hinar yfirgefnu bæjarrústir, er
sjá má í flestum sveitum lands-
ins, hafi verið kvaddar með tár
á hvarmi eða duldan harm í
brjósti?
Hver vill kynna sér hug bónd-
ans sem hefur þurft að flýja af
hólmi frá jörðinni inni í daln-
um, en reikar nú á mölinni, út-
lagi í sínu eigin föðurlandi?
„Hann þráir æskudalinn •
og gamlan sveitasið
og söng og lækjarnið.
Svo ásækir hann eitthvað,
sem engum kemur við,
sem rífur upp með rótum
hans ró og sálarfrið.“
Var hann einn í þessum hópi,
aldraði verkamaðurinn, er ég sá
á Eiðsvallagötunni á Akureyri
í dag? Spurning, er dettur í
hug minn, en fæ sennilega
aldrei svarað — og rústir bæj-
arins í Sælu sjást ekki lengur
gegnum bílgluggann. Þá er Más-
stöðum náð, þar búa ung hjón,
innflytj endur i dalinn, eg vona
að þau taki ástfóstri við jörðina
og dalinn. Rétt innan við Más-
staði er för bílsins heft af snjó-
skafli, hér mun því endastöð
hans vera að þessu sinni, enda
eru þar komnir bændur framan
úr dalnum með mjólk sína. Og
nú er stutt heim, handan ár-
innar er Hlíð, gamla góða Hlíð,
fegursti staðurinn í augum
barnsins fyrrum og staðurinn,
sem ennþá yljar mér fyrir
brjósti öðru fremur. Hver stað-
ur á sögu út af fyrir sig, er vekj a
minningar, sem geta enn látið
mig gleyma stund og stað. Nú
var „stekkjarmelurinn“ orðinn
alauður og „Stóri steinn“ hafði
varpað huliðshjúpnum. Lóa
söng „dýrðin dí“ handan ár-
innar, betri kveðju gat ég ekki
fengið frá bernskuheimili mínu.
Ég skrönglast upp á vagninn til
mjólkurbrúsanna og „Gráni“
vinur minn leggur ótrauður í
ána, stæltur sem fyrr, og ekki er
að sjá, að hinar erfiðu Dalvíkur-
ferðir vetrarins hafi gengið
nærri honum, en í vetur var
Gráni mesta hjálparhella heim-
ilisins. Eyrarnar eru enn huldar
krapi og snjó, en nýræktirnar
niðri á bakkanum eru orðnar
auðar og grænar. Þarna voru
stórþýfðir móar áður fyrr, en
var breytt í eggslétt tún. Oían
frá bænum kemur hundurinn
heima á harða spretti. Hann
hefur eflaust þekkt gestinn sem
að garði bar, og viljað flýta sér
að sýna honum falslaus vinar-
hót. Þá er bænum náð. Gamli
torfbærinn, með skekkta timb-
urhúsið framan við, er vinaleg-
ur sem fyrr. Hann hafði verið
heimilið mitt eins lengi og ég
mundi eftir mér. Hve sárt hafði
ég ekki saknað hans, er ég í