Heima er bezt - 01.08.1951, Page 19
Nr. 6
Heima er bezt
179
Hreppsstjóraflutningur:
Barnshafandi stúlka, hrakin og hrjáð
hrepp úr hreppi
Eftir Böðvar Magnússon, Laugavatni
ÞETTA, sem hér verður sagt
írá, skeði á þeim árum, sem
sveitaflutningar á fátæku fólki
voru í móð, eða ef það lætur bet-
ur í eyrum að kalla það hrepp-
stjóraflutninga, eins og það var
nú vanalega kallað fínna nafni.
Ekki er ég svo fróður að ég
viti, hvað mörg ár eða aldir
þessir flutningar hafa átt sér
stað með þjóð vorri, en líklega
hefur það verið frá því land
byggðist. Að minnsta kosti úir
og grúir í sögunni af því, þegar
sveitarhöfðingj ar voru að met-
ast um það, hverjum bæri að
fyrsta skipti fór að heiman?
Það skipti ekki neinu máli, þótt
nýju heimkynnin væru bjartari
og hlýrri, torfbærinn í Hlíð var
einhvernvegin annað og meira
en venjuleg híbýli, hann var
hluti af sjálfum mér, er mér
fannst ég ekki geta verið án.
Mitt fyrsta verk er að heim-
sækja hríslurnar í garðinum og
mér til ánægju sé ég, að fann-
kyngi vetrarins hefur ekki náð
að brjóta lim þeirra, þær hafa
flestar rétt sig við og sumar
orðnar allaufgaðar. Mér finnst
hríslurnar mínar sýna tákn-
mynd af lífinu í heild. Flestar
þeirra hafa staðist raunir
vetrarins og að hausti munu
þær verða hæfari til að þola
næstu raun, og ég þykist þess
fullviss, að engin ástæða sé að
óttast um framtíð þeirra úr
þessu. Þær hafa fest rætur ör-
ugglega í frjórri moldinni og
stofn þeirra er orðinn gildur og
seigur, og því þarf sterkara afl
en íslenzkt vetrarríki, þótt misk-
unnarlaust verði, að ganga af
þeim dauðum. En syðst í horni
garðsins er hrísla, sem ekki mun
bera .barr sitt í sumar eða í
framtíðinni. Stofninn hefur
sligast undan þunganum og
halda lífinu í þessu fólki; jafn-
vel nákomnir ættingjar voru að
metast um það, hvorum eða
hverjum bæri að annast þenn-
an frænda eða þessa frænd-
konu sína. Voru þær ekki fáar
rekistefnurnar milli höfðingja
út af þessum málum fyrr á
tímum og svo milli sveitastjórna
fram undir og fram á okkar
daga, sem nú erum rosknir
menn.
Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri sagði mér eitt sinn, þeg-
ar við ræddum um þessi mál og
samvizkuleysi manna á með-
flestar greinar hennar eru
brotnar. Á stöku stað má sjá
brum að fæðast, veik tilraun að
ná til lífsins, en sárin eru of
stór til þess að það megi tak-
ast. Ég finn til með henni og
þrái að geta veitt henni lið-
veizlu, en það er óframkvæman-
legt, hún er dæmd úr leik, hún
verður aldrei hávaxið tré, er
teygir ilmandi laufkrónu mót
sólu, hana brast þrek í þolraun
vetrarins, hún er og verður kal-
viðurinn í litla trjáreitnum í
Hlíð, og þannig gengur það einn-
ig til á meðal okkar mannanna.
En hvað um það! Ég er staddur
heima í dalnum og það er vor
og hvenær rætast vonir ef ekki
að vori, er grózkuangan fyllir
loftið og blóm vagga kolli í þýð-
um blæ. Enn stígur ekki að vit-
um gróðrarilmur í Skíðadal, og
enn sézt ei nein sóley, er kætir
lundu. „Ef til vill verður sóley
vöknuð í varpanum á morgun“
mæli ég við sjálfan mig um leið
og ég skotra augunum til særðu
hríslunnar fjarst í garðinum.
„Hvað er að fást um það, þótt
ein hrísla falli í valinn.“
Sigurjón Jóhannsson
frá Hlíð.
ferð fátæks fólks og dýra, að ein
saga frá yngri árum sinum
væri sér alltaf minnsstæðust og
gæti aldrei liðið sér úr minni,
þegar minnzt væri á þessi mál.
Bræður tveir bjuggu stórbú-
um sitt á hvorri jörð. Foreldrar
þeirra höfðu verið vel efnuð og
aðeins átt þessa 2 syni, sem
skiptu á milli sín eigum for-
eldra sinna. Þegar faðir þeirra
dó, tóku bræðurnir allar eigur
foreldra sinna í sínar hendur.
Til þess nú að öllu mætti skipta
upp og sem jafnast, svo að
hvorugur þyrfti að borga út úr
búinu meira en hinn, ákváðu
þeir, að þeir skyldu hafa móð-
ur sína að jöfnu á meðan þeir
og hún lifði. Þessa skilmála
héldu þeir trúlega báðir, svo að
upp á vissan dag flutti sá bróð-
irinn, sem hafði hana, hana
heim til hins, sem átti að taka
við henni, og brást þetta aldrei
í nokkur ár.
En svo kom það -fyrir, sem
ekki hafði áður skeð, að þegar
vistaskipti áttu að fara fram,
var skollin á stórhríð, sem stóð
í nokkra daga. Nú voru góð ráð
dýr. í þrjá daga var hún búin að
vera fram yfir tímann og sam-
kvæmt samningi bar hinum
bróðurnum ekki skylda til að
borga það. Hinn ákvað því að
leggja á stað með hana út í ill-
fært veðrið til bróður síns, held-
ur en þola þetta lengur bóta-
laust. Þegar fram á daginn kom
versnaði veðrið svo, að hann
náði með naumindum í beitar-
hús, sem voru á leið hans frá
vandalausum bónda og þar
máttu þau mæðgin dvelja yfir
nóttina. Daginn eftir undir
kvöld náðu þau til hins sonar-
ins. Var móðir þeirra þá orðin
mikið veik og andaðist eftir 2
daga. Þar með var lokið því
stríði að sjá fyrir henni. Verð-