Heima er bezt - 01.08.1951, Síða 20

Heima er bezt - 01.08.1951, Síða 20
180 Heima er bezt Nr. 6 ur varla sagt, að þessir bræður hafi vel launað móður sinni at- lætið frá bernskuárunum, hvað þá reyturnar, sem þeir fengu. Þó að þetta dæmi sé kannske með þeim lakari, þá eru þau óteljandi mörg, sem eru þeim áþekk í sögunni, já, ég vil segja fram á okkar daga, sem full- orðnir erum. Og á ég þá ekki við, þegar óviðráðanleg hallæri gengu um landið og engir eða sárafáir höfðu málungi matar handa sér, hvað þá öðrum, og allir liðu skort. Þó er þetta misjafnt, eftir hjartagæðum fólksins. Sagt var það, að Guðrún gamla Páls- dóttir á Keldum, kona Guð- mundar Erlendssonar, hafi eng- an látið synjandi frá sér fara, og tók jafnvel heila fjölskyldu á bú sitt og sá fyrir henni. Voru þau hjón að vísu talin sæmilega efnuð, en við þessi góðverk hallaðist ekkert um efnahag þeirra, enda hefur svo einatt skeð, að gestrisni og góðverk hafa einatt goldist í guðsbless- un og bænum þeirra, sem fyrir þeim hafa orðið. En nú skal þetta ekki haft lengra. # # # í síðari hluta septembermán- aðar 1914(?) — ég er ekki alveg viss um árið — var ég við slátt út á engjum að vanda. Veður var rigningarúði. Kl. að ganga 8 síðd. kom unglingur að heiman til að sækja mig. Sagði að karl- maður og kvenmaður væru komin, sem vildu finna mig. Að sjálfsögðu lagði ég.frá mér orf- ið og fór með honum heim. Ég fór beina leið inn í stofu, þar sem gestirnir biðu eftir mér. Sá, sem kominn var, var Björn Bjarnarson, hreppstjóri á Brekku í Biskupstungum. Með honum var kvenmaður. Björn og ég vorum kunningjar að fornu og nýju. Spurði hann mig, hvort ég myndi ekki geta léð þessum kvenmanni hest og fylgd út að Þingvöllum á morg- un, því nú væri orðið svo fram- orðið dags, og hún væri búin að ferðast alllangt í dag. Ég bjóst við, að þetta gæti gengið. Viðstaða hjá Birni varð dá- litil að vanda, en þar sem ekki var farið að kveikja ljós, sem þá var ekki siður, var allmikið húm í stofunni. Þegar viðstaðan var búin fylgdi ég Birni til dyra og á hest að vanda. Þegar út var komið spyr Björn mig að því, hvort ég hafi séð, hvaða stúlka þetta hafi verið, sem var með honum, og kvað ég nei við, sagð- ist ekki hafa tekið eftir því. Hann sagði, að þetta væri Anna Jónína, sem ég kannaðist vel við, því hún hafði verið vinnu- kona hér í hreppnum fyrir stuttu. Einnig dró hann upp all mikið skjal og sagði það vera fylgiblað Önnu frá sýslumann- inum í Rangárvallasýslu, eða fararpassi, þar sem hún ætti að flytjast hreppstjóraflutningi alla leið frá Garðsauka í Hvol- hreppi ut í Biskupstungur í Ár- nessýslu, þar sem hún ætti sveit. En þegar þangað kom kvaðst Björn ekki hafa getað viðurkennt það, því hún hefði fæðst suður í Hafnarhreppi í Gullbringusýslu, þegar móðir hennar hefði verið þar á ferða- lagi, eins og flest systkini henn- ar hefðu gert. Og þótt foreldr- arnir hefðu oft verið flutt aust- ur í Tungur á sveit sína með nýfædd börnin,. hreppstjóra- flutningi, og Anna Jónína alist þar upp á sveitinni eins og hin börnin til 16 ára aldurs, ætti hún nú að flytjast á fæðingar- hrepp sinn, Hafnahrepp. Og því hafði hann bætt á passann. Ég vissi, að Björn sagði satt og þetta voru lög, svo réttlát sem þau voru. „En af hverju er nú verið að flytja hana alla þessa leið?“ spurði ég. „Það er vegna þess, að hún er ófrísk og komið framyfir tímann hjá henni að ala barnið. En allir vilja losna við að barnið fæðist í sínum hreppi og eigi svo á hættu að fá það aftur á fæðingarhrepp- inn, þegar það verður 16 ára, ef það þarf á hjálp að halda eins og Hafnahreppur nú,“ sagði Björn, og bjóst ég við, að þétta væri satt, en einhversstaðar yrði nú blessað barnið að fæð- ast, hvað sem hver vildi, ef ekki yrði þá áður búið að gera útaf við bæði barn og móður. Og ekki lagði ég svo mikið kapp á að losna við skylduna við blessað barnið fyrir hönd Laugardals- hrepps, þótt það fæddist hér, að ég færi að flytja hana nú í kvöld eða nótt út í Þingvallahrepp, sem var næstur. En að Þingvöll- um var 5 klukkustunda lesta- gangur héðan í þá daga. Þegar hingað var komið hafði það ekki tekið Önnu nema 2 daga að komast frá Garðsauka að Laugarvatni, með öllum þeim krókum, sem hún þurfti að fara til þess að finna hreppstjórana á þessari leið, eða þvera Rang- árvallasýslu og Árnessýslu. Fyrri daginn var dagleiðin frá Garðsauka um Rangárvelli, Kirkjubæ. Þaðan um Landsveit að Múla, þaðan um Gnúpverja- hrepp að Hlíð. Síðan um Hruna- mannahrepp að Sóleyjarbakka. Á þessum bæjum, sem til eru greindir, bjuggu hreppstjórarn- ir Grímur Sk. Thorarensen, Guðmundur Árnason, Páll Lýðs- son og Brynjólfur Einarsson. Hvort hún gisti í Hlíð eða Sól- eyjarbakka man ég nú ekki. En í Hreppunum gisti hún. Hin dagleiðin var svo útyfir Bisk- upstungur þverar að Brekku, og svo hingað að Laugarvatni. Virðist þetta allmikið ferðalag, þótt fullfrískir menn ættu í hlut, þegar allra krókanna er gætt og svo þess, að yfir mörg og stór vötn var að fara, svo sem Rangárnar báðar, Þjórsá, Hvítá, Tungufljót og Brúará, fyrir ut- an önnur smærri vatnsföll. En ekkert beit þetta ferðalag á Önnu, að hún sagði, enda munu allir hlutaðeigendur hafa fund- ið til með henni og látið hana hafa sína beztu hesta eða þægi- legustu. Þegar Björn var farinn fór ég inni til Önnu að tala betur við hana um ástæður hennar. Var hún þá háttuð í svefnherbergi, sem var nokkuð frá baðstofunni, sem heimafólkið svaf í, og spurði hana um ástæður henn- ar. Sagði hún mér þá það sama og Björn, að hún væri ófrísk og komið væri fram yfir með- göngutímann. Taldi ég þá ófært að hún svæfi ein svo langt frá öðru fólki. Það hélt hún að ekki gerði neitt til, því hún gæti bar- ið svo hátt, að fólk heyrði til sín. Þessa anzaði ég ekki og lét dóttur mína sofa í sama her-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.