Heima er bezt - 01.08.1951, Side 22
182
HeiMa er bezt
Nr. 6
Framhaldssagan:
Engin augu leita mín
eftir Lars Ahlin
Niðurlag.
Óg ég þráði, að þeir finndu
mig, hópuðust að mér og létu
móðan mása:
— En sú heppni, að okkur
skyldi auðnast að finna þig,
Gústaf Andrésson! Við vorum
orðin svo hrædd og kvíðin þín
vegna, Gústaf Andrésson! Það
hefði orðið sannkallaður héraðs-
brestur, ef þín hefði ekki lengur
notið við, Gústaf! Við höfum
alltaf verið stoltir af þér, Gúst-
af. Þú varst meðal þeirra fyrstu,
sem reistu sitt eigið íbúðarhús,
Gústaf. Og sómi er þér að af-
komendum þínum, Gústaf! Og
þær eru ótaldar, stundirnar,
vörðu nokkra á einni af hæðun-
um kring um Reykjavík, þar
sem kaupmenn eru vanir að gá
til skipa. Þar hef ég oftsinnis
dáðst að því, sem opnaðist fyrir
mér á allar hliðar, oft og einatt
á kveldin kl. 11, er sólin var enn
yfir sjóndeildarhringnum og
vaggaði geislaljóma sínum á
sjónum eins og iðandi eldsúlu.
Hafið var kyrrt og aðeins hæg-
ur andblær lék í lofti og smáýfði
bárurnar bláu, sem hnigu hóg-
lega aftur, ýmist blikandi sem
á silfurslæðu sæi, eða það glitti
á þær eins og glampandi
stjörnur.
Þvers fyrir víkinni rísa grasi
vaxnar eyjar með sundum á
milli, og umhverfis getur að líta
skýháan fjallahring. Þau, sem
næst eru, skarta í einkennileg-
um bláma, sem ég hef ekki orð
til að lýsa. Hvorki fjöllin í Sviss,
sem ég hef farið um og hrifist
af í minni fyrstu æsku, né
heldur Alpafjöllin, sem ég hef
lengi haft fyrir augum, eða þá
Pyreneafjöllin, sem ég hef klif-
ið á hæstu hnúkana — þau
fjöll eiga ekki þennan iðtæra
litblæ, þessi ljómandi litar-
brigði, sem málarinn dáist að,
en getur ekki náð. Lengra í
burtu breytist fjallasýnin; að
sem þú hefur fórnað félagssam-
tökum okkar, Gústaf! Þú hefur
greitt atkvæði við hverjar ein-
ustu kosningar og aldrei brugð-
izt borgaralegri skyldu þinni,
Gústaf!
Myrkur örvæntingarinnar
birgði mér alla sýn, og nú fór ég
að hugsa á þessa leið: Þetta
getur ekki verið satt. Það er ekki
satt. Ég hvorki er né heiti Gúst-
af Andrésson. Sem slíkur ein-
staklingur hef ég aldrei verið til;
ef því hefði verið þann veg far-
ið, færi ekki hjá því, að menn
hefðu þegar veitt hvarfi mínu
athygli og væru komnir á vett-
vang í einum stórum leitarhring.
neðanverðu renna þau saman
við hafsbrúnina, en að ofan-
verðu bregður á þau purpura-
og ópallituðum blæ; þau eru
skínandi fannmötlum sveipuð,
hinar ísodduðu nybbur þeirra
verða líkt sem að demanta-
djásni, og þegar himininn er
heiður og Snæfellsjökull yzt við
flóann, hefur upp sitt eilíflega
hrímþakta höfuð undir geisla-
kringlu sólarinnar, þá gljáir á
hann sem gullský út við öldu-
brúnina.
Á slíkri stund er þetta svæði
íslands til að sjá, sem suður-
heimaland. Miðjarðarhafið er
ekki fagurblárra en þetta norð-
urheims haf, og suðurlanda
himininn er ekki þessum himni
fegri. Meðan myrkrið annars-
staðar hjúpar jörðina, ljómar
hinn brosheiðasti dagur yfir
torfbæjum íslendinga.“
Þ. „Óðinn“ 6. tbl. 1909.
Xavier Marmier — franskur
rithöfundur og fræðimaður,
fæddur 1809.
Var í leiðangri Paul Geimard,
þess er Jónas kvað til: „Þú
stóðst á tindi Heklu hám“. —
Leiðangur þessi ferðaðist hér á
landi sumarið 1836.
Mér tókst að síðustu að þvinga
augu mín til að hætta að stara
í bleikfölt gin mánans. Mér
tókst að losna úr soghvoptum
ófreskjunnar. Mér tókst að
komast heilu og höldnu ofan úr
trénu. Þegar ég fann aftur jörð
undir fótum, tók ég óðara til
fótanna. Þegar ég var kominn
niður á jafnsléttu, herti ég
hlaupin og ruddist gegn um
laufþykknið. Laufið barðist í
andlit mér eins og blautar sót-
flyksur, það var orðið niða-
myrkt af nótt og það var sem
ég æddi móti dynjandi regn-
skúr, þegar ég hljóp um skóg-
inn. En hvað var náttmyrkrið
samanborið við myrkrið hið
innra með mér? Hið innra með
mér ríkti helmyrkur örvænt-
ingarinnar.
Þegar ég nálgaðist þorpið svo,
að ég gat greint yztu húsin,
kváðu við óhugnanleg öskur og
vein. Fyrst í stað gerði ég mér
ekki grein fyrir því, að það var
ég sjálfur, sem öskraði og vein-
aði. Ég reyndi hvað ég gat að
þagga niður í mér, en samt öskr-
aði ég og veinaði hærra en
nokkru sinni fyrr. Ég æddi inn
í þorpið og öskraði. Reyndi að
þagga niður í mér, en öskraði
samt.
Flestir þorpsbúa voru þegar
gengnir til hvílu, en einstaka
maður var samt enn á rangli úti
við. Og margir vöknuðu við þessi
óhugnanlegu öskur og vein. Ég
hljóp sem fætur toguðu um að-
algötuna og inn í íbúðarhúsa-
hverfið; fólk tók að veita mér
eftirför, en ég hljóp sem mest ég
mátti; ég þráði að ná heim til
mín sem fyrst, þráði að mega
biðja mína nánustu að horfa í
augu mér og lýsa yfir því, að ég
væri til á meðal þeirra, svo að
ég ekki sogaðist út í geiminn,
inn í gapandi gin mánans. En
þegar ég hleyp fyrir götuhornið,
hleypur hann Andrés Jónsson
mig uppi.
— Staldraðu við, Gústaf!
hrópar hann. Stilltu þig, Gúst-
af!
Og hann nær taki á mér, en
ég vind mig úr höndum hans og
gef honum á kjaftinn, svo að
hann fellur um koll. Og enn tek
ég til fótanna, en nú eru þeir