Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 3

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 3
Nr. 12 Heima er bezt 355 ÞÓRARINN HELGASON: PRESTSBAKKAKIRKJA Á SÍÐU - Ur sókn séra Jóns Steingrímssonar - Nýi tíminn ryður sér til rúms. Gamlar venjur og þjóðhættir líða undir lok, eða taka á sig nýja mynd. Nú gefast fólki fleiri tæki- færi til þess að lyfta sér upp en áður þekktist. Greiðari sam- göngur og betri samgöngutæki — bílar og flugvélar — stækka umhverfi einstaklingsins, auka hraðann 1 lífinu og finna útþrá unglinganna veg i allar áttir. Tíminn og tæknin hafa sett sinn svip á alla umferðina í landinu, hvort sem hún er í þágu atvinnu- lífs þjóðarinnar, félagslífs eða ferðalaga til fróðleiks og skemmtunar eða allt þetta í senn. Það fólk, sem lifað hefur 20. öldina frá byrjun, svo að ekki sé lengra tiltekið aftur í tímann, man tvenna tímana. Aðaltil- breyting þess, minnsta kosti í sveitunum, frá hversdagsleikan- um voru kirkjuferðirnar. Rangt væri þó að ætla, að upplyftingin — að sýna sig og sj á aðra — hafi aðallega dregið fólkið tU kirkj- unnar, enda þótt svo kunni að hafa verið öðrum þræði. Og mik- ið lagði fólk að sér áður fyrr, til þéss að sækja kirkju, yfir ó- brúuð vötn um vegleysur, oftast gangandi nema um hásumarið, meðan hver svitadropi á hest unum vay ekki reiknaður til fóð- urkostnaðar að vetrinum. Er ekki að efa, að allur þorri fólks sótti kirkju af trúarlegum á- stæðum og fannstíþað var- ið aðleggjanokk uð að sér í því skyni. Strax á fyrsta tug þess- arar aldar mun þó áhugi al- mennings tekin að dvína á reglu- bundnum kirkjugöngum. Kirkjurnar hafa fylgt landinu og þjóðinni frá kristnitökunni eða 9—10 aldir og lengur þó. Þannig má fullvíst telja, að á Kirkjubæ á Síðu hafi kirkja staðið frá landnámstíð til ársins 1859. Að líkindum er þar fyrsta kirkja reist á landinu. Ketill fíflski, er land nam í Kirkjubæ, er maður kristinn. í Landnáma- bók segir: ,,Ketill bjó í Kirkju- bæ, þar höfðu áðr setið Papar ok eigi máttu þar heiðnir menn búa“. Var ef til vill kirkja á Kirkjubæ eftir Papana og hét bærinn þessu nafni áður Ketill nam þar land? Um það verður aldrei sagt með vissu, en víst er hitt, að staðurinn ber frá önd- verðu nafn sitt af kirkju. Það er raunalegt og sárt, að kirkja skuli hafa verið niður lögð á þessum stað og alls enginn skyn- samleg ástæða til slíks. Prests- bakkakirkja er byggð 1859 og þar með hefst hennar saga, en Kirkjubæjarkirkja er þá rifin og Sera Magnús Bjarnason. af lögð. Þessi kirkjuflutningur var mjög beizkjublandinn og er mér í barnsminni, hve eldra fólk var harmi slegið vegna þeirrar ráðstöfunar. Forgöngu- maður að byggingu Prestsbakka- kirkju var sr. Páll prófastur í Hörgsdal. Gera má ráð fyrir, að Kirkjubæjarkirkja hafi verið orðin hrörleg og endurbygging nauðsynleg og það viðhorf notað til brottflutningsins. Þó er þess að minnast, að viðir úr gömlu Kirkjubæjarkirkjunni hafa ver- ið í húsum á Síðu fram á daga núlifandi manna. Þá er ljóst, að búseta sóknarprestsins austan Geirlandsár var honum í hag að fá kirkjuna flutta að Prests- bakka, enda varð þar prestsset- ur fljótt úr því. Þá má gera ráð fyrir, að allt fólk í austurhluta sóknarinnar hafi fylgt prófasti vel í þessu máli. Aftur á móti er ég vantrúaður á að sr. Jón Stein- grímsson hafi átt í þessu nokk- urn þátt, þótt svo sé látið heita. En mælt er, að hann hafi svo fyrirlagt, að þar sem líkhestur- inn hnyti, er hann væri flutt- ur til grafar, skyldi kirkju reisa í Bakka- velli. Likara þyk ir mér að til- viljunin hafi ver ið gripin hér I þjónustu áróð- ursins fyrir flutningi kirkj- unnar. Ótrúlegt er, að sr. Jón hafi viljað kirkj una frá Kirkju- bæjarklaustri, þar sem hann sjálfur hugði til að hvíla og þar sem hann flutti sína eftirminni- legu eldmessu. Sr. Jón segir i ævisögu sinni svo: „Var þá guð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.