Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 27
Nr. 12 Heíma er bezt 379 líf. Bjóð sjávarins afgrunni að opna sitt ríka skaut til að upp- fylla vorar nauðþurftir. Bjóð þínum skepnum, vindi og sjó, að granda ekki voru lífi; svo hlýða þær. Leið þú oss farsællega, svo viljum vér lofa og prísa þína gæzku, sem svo dásamlega ann- ast þín börn. En sé það þinn náðugur vilji, að þessi vor reisa sé vor dauðaganga, þá gef oss öllum vel viðbúnum að mæta voru síðasta. í þínum höndum er vort líf. Amen. Um stund drúptu hinir veður- börnu sjómenn höfðum og lásu faðirvorið hljóðlega og signdu sig. Svo settu þeir höfuðfötin aftur upp, að bæna- gerðinni lokinni, og tóku til áranna á ný. Tíu árablöðum var lostið jafnsnemma í lygnan sjóinn. Skip- ið skreið fram lónin og út á sundið fyrir jöfnum, öruggum ára togum ræðaranna. Sjóferðin var hafin. Þegar skipið var komið út úr sundinu, byrjaði það brátt að kljúfa undiröldurn- ar, sem steðjuðu upp að brimgarðinum, svo að sjórinn féll í freyðandi löðurfoss- um undan stefni og kinnungum þess. Það færðist óðfluga lengra og lengra út í húm morgunsins, unz það hvarf loks sjónum út í firðina, þar sem haf og himinn mættust. Fyrsta morgunrönd bj armaði austurfjöllin. Það var byrjað að elda af nýjum degi. Heimanför. III. Vésteinn Halldórsson og skips- höfn hans voru ekki þeir einu, sem ýttu úr vör í Hafnarvík þessa nótt. í hverri sjóbúð í þorp- inu mátti sjá ljóstýrum brugðið upp, þegar leið á nóttina. Víða voru skipshafnir komnar á stjá, og margir voru þegar lagðir af stað til skipa sinna. Hljóðbært var í næturkyrrðinni og mátti glöggt greina raddir mannanna, er þeir bjuggust brott og marrið I sandinum undir fótum þeirra. Það djarfaði óljóst fyrir skinn- klæddum mönnunum á bleikum fjörusandinum. Þeir gengu dreifðar slóðir, en komu saman að lokum við naustin, þar sem bikaðar fleyturnar biðu áhafna sinna, eins og nökkvar í steindri ró, sem dagað hefðu uppi á þess- ari hrjóstrugu strönd frammi fyrir hinum mikla útsæ. Einn yngsti formaðurinn í Hafnarvík, Jón Gunnarsson bóndi í Túni, hafði losað svefn- inn stundu eftir miðnætti og ekki getað sofnað aftur. Hann lá kyrr í rúmi sínu og hlustaði. Tif gömlu Borgundarhólms- klukkunnar var eina hljóðið, er rauf næturkyrrðina. Stundirnar Á siglingu í stormi og stórsjó. liðu löturhægt. Myrkrið virtist enn svartara en áður rétt fyrir dögunina. Loks byrjaði að grána á glugga. Næturmyrkrið greind- ist smám saman í grálita dags- skímu —- aftureldingu nýs morg- uns. Skyndilega svipti Jón sæng- inni ofan af sér og steig fram úr rúminu. Hann fór hljóðlega, svo að hann skyldi ekki vekja Her- dísi, konu sína, sem svaf fyrir ofan hann. Hann þreif fálm- andi höndum eftir borðinu, unz hann fann eldspýtustokk, og kveikti á litlum lampa, er stóð á borðinu. Dauf ljóstýran lýsti brátt upp baðstofukytruna og varpaði flöktandi, fölu skini á skarsúð og þil, Lampinn ósaði dálítið, en Jón gaf því engan gaum. Hann seildist eftir loku- buxum sínum, sem héngu aftan við rúmið, smeygði sér í þær og dró skinnskó á fætur sér. Svo gekk hann hljóðlega út úr bað- stofunni, þreifaði sig fram kol- dimm bæjargöngin, lauk upp útidyrahurðinni og gekk fram á bæjarhlaðið. Þar stóð hann um stund, gáði til veðurs og hugði að mannaferðum. Svo gekk hann til sjóbúðar sinnar og kallaði háseta sína. Þegar Jón kom aftur til bað- stofu, var Herdís vöknuð. Hún hafði ýtt sænginni dálítið ofan af sér, því að fasthlýtt var inni. Ljósið féll á hvíta, nakta arma hennar og þrýstin brjóstin, sem komu í ljós upp undan fleginni nærskyrtunni. Herdís var lagleg kona og enn á æskuskeiði. Fag- urvaxinn, ívið hold- ugur líkami hennar geislaði af heilbrigði og lífsþrótti. Stritið og fátæktin höfðu ekki enn sett mark sitt á hana, eins og svo margar alþýðu- konur, sem urðu slitn- ar og gamallegar fyrir aldur fram. — Hvernig er veðr- ið? spurði Herdís og reis upp við olnboga. — Það er útskot eins og er, en segja mætti mér, að hæg- viðrið að tarna fari af, þegar líður á daginn, sagði Jón og setti upp prjónahúfu, sem hann bar jafn- an undir sjóhattinum, þegar kalt var í veðri. — Mig langar mest til að biðja þig að vera í landi í dag, mælti Herdís. — Ég veit ekki hvernig á því stendur, en það er hálfgerður geigur í mér. Mig dreymdi svo illa í nótt. — Ekki mun ég sitja í ’andi, þegar aðrir róa, mælti Jón, og nú var rödd hans hörð og köld. — Það yrði saga til næsta bæjar eða hvað heldurðu, að hásetar mínir segðu við slíku háttalagi. Mér yrði lagt það út sem hrein og bein sjóhræðsla. — Ég hef aldrei beðið þig þessa fyrr, eins og þú veizt, mælti Her- dís. — Ég hef ekki aftrað þér frá því að róa. En stundum hef ég verið hrædd, þegar þú hefur farið frá mér út í myrkrið og storminn, þótt ég hafi ekki látið á því bera. Kannski er ég ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.