Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 34
386 Heima er bezt Nr. 12 skap. — Góði guð hjálpaðu mér! hað hún í hugan- um. Þau voru nú komin niður að vatninu og Geir- mundur hratt bátnum á flot. Hún sat á aftur- þóftunni og horfði á hann, meðan hann reri. Hann þagði. Þá datt henni allt í einu nokkuð hræðilegt í hug. Var það aðeins af því að nú voru neyðarár og hungur, að Geirmundur var svona skapi farinn? Eða var ástæðan sú, að hann — hann væri orðinn leiður á henni? Elskaði hann hana ef til vill alls ekki? Það hafði farið öðruvísi en þau vonuðu fyrir ári, þegar þau reistu litla húsið sitt. Nei, það varð að vera neyðin, sem hafði þessi áhrif á hann. Ein- hverntíma myndi þetta lagast. Hún bað til guðs í hljóði. í kvöld verður að vera fiskur á önglunum. Eitthvað matarkynns að minnsta kosti. En bezt væri ef það væri spikfeitur urriði----— Hún bað Faðirvor, en þegar hún kom að orðunum „gef oss í dag vort daglegt brauð“ fip- aðist henni. Brauð! Brauð! Þetta eina orð límdist inn í hugskot henar og hún sá fyrir sér stórar brauðhleifar. Brauð var dásamlegt orð. Munninn fullan af brauði — tyggja brauð — kingja brauði. En ekki barkarbrauð! Reglulegt brauð! Þau drógu inn færi. Öngullinn var auður. Sömuleiðis gekk með hið næsta. En í þriðja skiptið-----ó, drottinn hafði bæn- heyrt hana, því að nú var fiskur á önglinum. Guði sé lof og þökk! Geirmundur dró færið inn. hægt og gætilega, dró og gaf, þegar fiskurinn var of ó- þekkur. — Kannske er þetta urriði? hvíslar hún. En innst inni var hún viss um, hvað það var. En ef guð bænheyrði hana á annað borð, því þá ekki að láta þetta vera urriða! Hún leit til himins. — Kæri guð, gefðu okkur nú urriða! Góði — góði guð — . Nú er fiskurinn við borðstokkinn. Geirmundur segir milli samanbitinna tannanna: — Hver fjandinn! Hann teygir sig út yfir borð- stokkinn. Stendur svo upp tómhe.ntur. Þá gat hún ekki meira. Hún bar svuntuhornið upp að augunum og fór að gráta. Var þetta ekki refsidómur drottins? Var það ekki af því að hún var allt of ódugleg til að aðstoða Geirmund? Geirmundur sagði ekki orð. Hann varpaði færinu út aftur og gekk frá því. Svo reri hann til lands. Hún sat grátandi á afturþóftunni. Þá var það að hann gat ekki stillt sig lengur. — Hvað er þetta! hreytti hann út úr sér. Sittu ekki þarna skælandi út af þessu! Hún gekk á land og var grátandi. — Ertu svona svöng? spurði hann meðan hann var að ganga frá bátnum. — Ne-ei----- — Hvað er það þá? Geturðu ekki sagt það? Það leið stutt stund. Hún reyndi að vera róleg, en það var engu líkara en að tilfinningar hennar hefðu algerlega fengið vald yfir henni. Eitthvað, sem hún hafði byrgt inni lengi, varð að fá útrás. — Þú — þú ert ekki eins og þú varst áður! stamaði hún. — Ekki eins og áður? — Nei — að minnsta kosti ekki gagnvart mér. Ef þú vissir hvernig það er, að vera alltaf ein dag eftir dag, og vera alltaf að vonast eftir að þú farir nú að koma. Og; þegar þú kemur loksins — þá sérðu mig ekki. Ég heyri þig aldrei segja eitt vin- gjarnlegt orð. Og sé þig aldrei brosa. Geirmundur hnusaði hæðnislega. — Þvaður og vitleysa! Eða gat hún búist við að hann væri syngjandi og dansandi þegar sulturinn var að gera út af við hann? Komdu nú, við borðum rjúpuna í kvöld! Og Geirmundur og Geirþrúður gengu þegjandi inn í myrkrið, hann á undan með árarnar um öxl sér. Á eftir honum gekk hún og hélt svuntu- horninu upp að andlitinu. Hávaxinn maður og lítill strákhvolpur í skinn- úlpu komu út úr viðjukjarrinu við vatnsbakkann. Þeir stóðu dálitla stund og horfði á eftir hjóna- kornunum. — Aumingja manneskjurnar! sagði Jens. — Ein rjúpa til að skipta á milli sín, sagði Ingólf- ur. Það verður ekki mikið á mann. Hann greip- i bakpoka félaga síns og Jens kinkaði kolli. Þeir gengu inn á stíginn, sem lá heim að húsmanns- býlinu. Þegar Geirþrúður fór niður að læknum til að sækja vatn skömmu síðar, varð henni illa við, því að eitthvað var á hreyfingu inni á milli runnanna. Björn! Hugsaði hún. En svo var það bara skinn- klæddi hnokkinn úr Svartadjúpi! Hann bar boga um öxl sér og örvahylki á bakinu. Hann brosti yfir allt andlitið, þar sem hann gekk til hennar. Hún setti frá sér fötuna og beið. Bara að Geirmundur fari nú ekki að kalla! hugsaði hún. — Góðan daginn! sagði hnokkinn og nam stað- ar. Hann bar sig mannalega. — Nú, slíkir gestir eru þá á ferðinni? — Ja. Hann leit snöggt í kringum sig. Það leit nærri því út eins og hann væri hræddur um að hann fengi ekki að ljúka erindi sínu einn. — Gott veður í dag. — Ja-a, víst er gott veður. Hann stendur dálitla stund og tvístígur og finn- ur engin orð. — Ætlarðu ekki að koma lengra fram í dalinn? spyr hann svo. — Nei-----hún svarar með semingi. — Það var svo gaman þegar þú komst, sagði hann og roðnaði. — Ingólfur! var kallað inni í kjarrinu. — Já, já, þaö er satt, sagði drengurinn. Við höfum tvær rjúpur handa þér hérna inni í skógin- um. En þú ættir að nálgast þær án þess að maður- inn þinn verði var við. Geirþrúður lítur upp að húsinu, svo skautzt hún kringum runnann suður fyrir. Drengurinn var með henni. Þar stóð Jens og beið. Hann hélt á þremur rjúpum, sem hann gaf henni. Hana sundlaði. Þrjár spikfeitar rjúpur! Hún þakkaði honum með handabandi. Og þakkaði litla manninum líka. Augu hans ljómuðu svo að hún gat ekki stillt sig um að kyssa á kinnina. Svo hljóp hún heimleiðis. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.