Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 31
:Nr. 12
Heíma er bezt
383
sjá, ég boða yður mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllum lýðnum;
því að yður er í dag frelsari
fæddur, sem er Kristur Drottinn
í borg Davíðs“. Og það er ekki
víst, að í kirkjunum hafi verið né
sé hlustað betur en ungir og
gamlir gerðu, sem á rúmunum
sátu, hver og einn í sínum betri
fötum og sumar stúlkurnar með
sálmabók í hendi sér. Með þess-
ari hátíðlegu stund voru jólin
komin í gamla bæinn. Menn
stóðu því upp og óskuðu hver
öðrum gleðilegra jóla. Og þótt
þeirri kveðju fylgdu ekki neinar
jólagjafir, var hún jafn innileg
og hátíðleg fyrir alla. —
Auðvitað hafði verið uppi fót-
ur og fit á bænum dagana fyrir
jólin og þá fyrst og fremst í
gamla kafeldhúsinu. Það var líka
gott forðabúr. Þar héngu sauða-
krofin í röð uppi í rjáfrinu yfir
hlóðunum og voru æði lystileg
til að sjá. Nú höfðu nokkur þau
feitustu fengið að kenna á öx-
inni og haldið svo, sem leið ligg-
ur, í stóra, svarta pottinn, sem
reis upp eins og stór þúst á hlóð-
unum. Þau lágu nú soðin í stór-
um trogum á búrhillunum og
biðu síns hlutverks á jóladags-
kvöld. Það hafði líka verið sett-
ur upp annar og minni pottur
síðar á aðfangadaginn. Frá hon-
um lagði sætan ilm um allan bæ-
inn. Það hafði einnig snarkað í
pönnunni yfir gömlu hlóðunum
og eldabuskan hafði ekki við að
snúa því, sem þar var, með búr-
hnífnum. Hvílík nýjung. Þetta
skeði ekki oft á ári. Og svo kom
fyrsti jólamaturinn: Ljúffengur
rúsínugrautur borinn inn í ösk-
um og skálum, og á eftir Ijúf-
fengt og hressandi lummukaffi.
Sambýlismennirnir litu inn og
buðu gleðileg jól. Einnig hjá
þeim hafði jólaguðspjallið ver-
ið lesið og jólagleðin ljómað í
baðstofunni. Það jók á jólagleði
okkar að sjá þá, því að þeir voru
ekki daglegir gestir, þó að bæ-
irnir stæðu svo að segja hlið við
hlið. — Úti blikuðu stjörnurnar
í sinni óra fjarlægð og Ijósin
skinu svo skært á bæjunum með
fjallinu og sáust á næstu bæjum
í Landeyjum og í Fljótshlíðinni
fögru. Alls staðar voru heilög
jól. Og hvílík kyrrð í hinu mikla
jökla- og stjörnuveldi, sem hér
umlauk allt og alla og hélt þög-
ulan vörð um hina helgu hátíð
ljóssins og gleðinnar í Fjalla-
sveitinni og með öllum landsins
börnum. Vonandi gleyma íslend-
ingar aldrei gömlu baðstofujól-
unum sínum, en taka þau með
sér í hin nýju og björtu húsa-
kynni, sem vér nú búum svo
mörg í til sjávar og sveita, og
varðveitum þau þar í trú og
anda feðra okkar. Þá mun þjóð
vor megna að leysa af hendi það
mikla hlutverk, sem forsjónin
hefur falið henni á þessari jörð:
Að varðveita kristna, norræna
menningu í landi sínu nú og um
allar ókomnar aldir. Svo mikið
er það hlutverk, að það ætti að
vera stolt hvers íslendings og
kenna okkur að leggja rétt mat
á sjálfa oss og aðra, og þá án alls
ofmats. Á því mati getur líf og
framtíð þjóðar vorrar oltið. Því
að vitrir menn hafa sagt, að
skapgerð einstaklinga og þjóða
ráði mestu um líf þeirra, gæfu
eða ógæfu. Mætti svo þjóð vor
ávallt verða gæfunnar barn.
Einnig það er jólaósk allra góðra
íslendinga.
Ólafsþáttur
Framh. af bls. 316.
ar að geldast og krakkarnir
— þar á meðal hún — hafi verið
háifsvöng, sem ekki hafi þó oft
komið fyrir. Lax gekk þá 1
Tunguá, og engar hömlur voru
þá lagðar á að veiða hann hve-
nær sem var, ef hans varð vart
í Soginu eða ánni. Þetta haust
hafði lítið veiðst. Nógur lax var
í ánni, en hann var kominn upp
fyrir þá staði, sem vant var að
veiða hann í ádráttarnet, og þar
sem hann sást í ánni í þetta sinn,
var ekki hægt að koma ádrætti
við. Þá sagði hún, að Ólafur hefði
smíðað laxakistur og sett þær í
ána, og með því móti náðist lax-
inn. Laxakistur voru svo notað-
ar þar að einhverju leyti þar til
laxveiðilögin komu. En þá varð
að hætta þeirri veiði vegna þess,
að lax gengur ekki í Tunguá
fyrr en í september. En eftir lög-
unum mátti þá ekki veiða lax
nema til ágústloka. Hún sagði,
að Ólafur hefði ráðið fram úr
öllum erfiðleikum. Önnur syst-
kini sín talaði hún aldrei um.
Ég sá Ólaf tvisvar sinnum, sem
ég man eftir. Fyrra sinnið kom
hann að Hlíð til foreldra minna.
Erindið var að gera eitthvað við
klukkuna. Þegar því var lokið og
klukkan fór að ganga, man ég,
að hann sagði: „Ég set hana eft-
ir minni klukku,“ og um leið tek-
ur hann upp úr vasa sínum eitt-
hvað kringlótt, er hann hafði
fest við gylta festi, sem hann
hafði um hálsinn og lá svo
niður bringuna í tvennu lagi. Þá
hugsaði ég: Þetta er líkt því, sem
haft er við vettlingana mína,
svo að ég týni þeim ekki. Ég
hugsaði, en sagði ekkert: „Ætli
fleirum sé hætt við að týna en
mér?“ Svo var það næsta sunnu-
dag. Þá fékk ég að fara til kirkju
að Úlfljótsvatni. Kirkjan var al-
setin af fólki, en fáa þekkti ég
utan míns heimilis, nema Jón
Ögmundsson á Bíldsfelli, og milli
hans og föður míns sat Ólafur,
og þekkti ég hann af festinni,
sem hann hafði yfir hálsinn og
lá niður bringuna. Ekki man ég
að lýsa útliti hans, nema þeg-
ar þeir stóðu saman í kirkj -
unni, hvor við hliðina á öðrum,
var Jón Ögmundusson minni,
enda var hann heldur lítill vexti.
En faðir minn var stór maður.
Það sagði mér Þórður Magnús-
son frá Villingavatni, sem mundi
Ólaf vel, og var tvítugur, þegar
Ólafur fór til Ameríku, að nokk-
uð hefði hann þótt vera áber-
andi og skera sig úr fjöldanum,
t. d. við kirkju eða öðrum
mannamótum. Þá var Ólafur eini
bóndinn, sem var í vaðstígvél-
um og með úr í vasanum. Svo
bætti hann því við, að ekki hefði
Grafningshreppur þurft að
skammast sín fyrir hann út á
við. Hann hefði verið til fara eins
og meiri háttar prestur.
Kona Ólafs hét Elín Stefáns-
dóttir. Fólkið sagði, að hún hefði
verið prestsdóttir, en þjónustu-
stúlka í Hruna hjá séra Jóhanni
Briem, áður en hún kom að
Tungu. Þau Elín og Ólafur voru
gefin saman í Hrunakirkju,
sóknarkirkj u brúðurinnar, eins
og þá var siður. Það var árið,
sem Ólafur tók við búi í Tungu,
1862. Elín fékk gott orð sem hús-
móðir, var fáskiptin um hagi
Niðurl. d bls. 387.