Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 5
Nr. 12 Heima er bezt 357 Kirkjan og kirkjugaröurinn. gjarnan ekki að minna á það með orðum sem svo: „Á, vissi ég ekki? Var svo? Hafði ég ekki á réttu að standa?“ Ekki minnist ég þess í þetta sinn, að Stjórn eða Geirlandsá skyti mér skelk í bringu. En sem krakki minnist ég þess oft í vatni, að mér fannst hestarnir hálfliggja á hliðinni og bruna á fleygiferð upp á móti straumn- um. Var mér þá sagt að horfa yfir vatnið, en ekki niður í það. Þegar komið var á Geirlands- engjar, sá ég þrjá menn á dökk- um hestum hleypa inn með Merkurfjalli. Horfði ég á þá um hríð og undraðist, hve litlir menn og hestar voru. Kom mér í hug, að þetta hlytu að vera dvergar á dverghestum. Samt fannst mér vissara að spyrja að því — en þá var það Hávarð- ur. Hann myndi hlæja, ef þetta væri einhver vitleysa. Ekki var þá heldur hægt að spyrja pabba. Það var þá helzt að spyrja mömmu. Ég sá hana álengdar í söðlinum á Mána. Hún tók vel uppúr á þessum fríða og stóra gæðingi, ættuðum undan Eyjafjöllum. Ég kalla til hennar og hún játar, án þess að koma nær, bíðandi þess, að ég segi eitthvað meira. Aftur kalla ég til hennar og þá kemur hún fast að okkur. — „Var það eitt- hvað, sem þú vildir segja?“ segir hún. Hávarður mátti víst til að heyra þetta og ég svara: — „Sjáðu litlu mennina á litlu hestunum þarna uppi undir fjallinu." Mamma lítur við. — „Þetta eru venjulegir menn og venjulegir hestar, alveg eins og við og okkar hestar.“ — „Af hverju eru þeir þá svona litlir?“ — „Þeir eru ekkert litlir, þeir sýnast þar bara af því þeir eru undir svo háu fjalli.“ Og nú hlær Hávarður dillandi góðlátlegum hlátri. En ég skil ekki neitt í neinu — nema að ég hafi orðið mér til skammar! Loksins er komið heim að kirkjunni — Bakkavallarkirkju — eins og gamla fólkið sagði. í framhaldi af sjálfum kirkju- garðinum er eins hlaðinn sniddugarður til austurs og vesturs, hár og mikill og vel gró- inn. Undir garðinum er numið staðar og er þétt skipað til beggja handa á löngu svæði. Fólk vestan Geirlandsár er gjarnan á vestursvæð- inu, eins og beint liggur við, en fólk af Austur-Síðu meir til hinn- ar áttarinn- ar. Reiðskap er fyrir kom- ið undir garð inum og hest- ar heftir og sleppt á haga í Vellinum, því að það er venja á hvíta sunnu, þó að aðra tíma gegni ekki að jafnaði, þar sem Völlurinn var nytjaður til slægna Hér er kast- að yfirhöfnum og fólk býr sig til inngöngu í kirkjuna. Ég sé margt fólk, sem ég veit ekki deili á og margir koma á tal við for- eldra mína, meðan þess er beð- ið að tekið sé til. í þessum hópi manna minnist ég Magnúsar Þorlákssonar á Fossi, sem faðir minn vill að ég kannist við. Hann er lágvaxinn, hvítur fyrir hærum, öldungslegur og góð- mannlegur. En brátt er hringt til messu og fólkið þyrpist að kirkjunni. Kirkjan varð troð- full af fólki og furðaði mig á, hve mikið var til af því. Allt fannst mér stórkostlegt og furðulegt, sem fyrir augun bar. Kirkjan sjálf, þetta stóra og veglega hús, ljósahjálmarnir með öllum kertunum, altaris- taflan, presturinn sr. Magnús Bjarnarson.sem var tilkomumik- ill maður í sjón og hafði söng- rödd óvenju mikla og fagra, meðhjálparinn, sem þá var Ól- afur Jónsson í Mörtungu, prúð- mannlegur og mikill álitum og svo allir hinir kirkjugestirnir og þeirra á meðal sumir skrítnir karlar, sem ég hafði aldrei séð fyrr, einkum var það einn, sem mér varð starsýnt á. Hann spýtti mórauðu í sífellu á kirkjugólfið. En þó að margt héldi huganum opnum og vakandi lengi vel, kom þó að því, að ég þráði til- breytingu, helzt að komast út. Mér fannst ræða prestsins löng og leiðinleg og allt of þungt fóð- ur fyrir minn skilning á þeim árum. Ekki man ég neitt sögulegt eða sérstakt við ferðina heim frá þessari fyrstu kirkjuferð, sem ekki gæti eins og þó frekar verið minningar frá öðrum kirkju- ferðum bernskuáranna. Ég hef ekki rækt vel kirkju og sé að mörgu leyti eftir því, helztu minningar mínar í því sambandi eru þess vegna frá árunum fram um fermingaraldur. Auðvitað er gildi þeirra minninga ekki fyrst og fremst viðhorf hins andlega sviðs, heldur hins veraldlega, skemmtilega. Fyrsta tilhlökkunarefni kirkju- ferðarinnar var það að vera vakinn snemma að morgni til að hjálpa vinnumanninum að smala hestunum heim úr haga. Og ein meðal beztu kirkjuferða minna var sú, er ég reið rauð- blesótta folanum vinnumanns- ins. Teymdi hann undir mér, enda folinn ótaminn og aðeins þriggja vetra gamall. Reið ég á gæruskinni, sem renna vildi aftur og til beggja hliða, þó að girt væri, því að folinn var mjó- sleginn og spengilegur. Talað var um að girða mig fastari á hann, en það vildi ég ekki heyra nefnt. Þótti það vissara sökum þess, hve folinn var prjónslegur, l’as- mikill við taum og snöggur i hreyfingum. Við neitun mtna varð faðir minn snöggvast nokk- uð hugsi, eins og hann vægi at- vikin í huganum. Síðan sagði hann: „Ég læt hann ráða þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.