Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 8
360 Heima er bezt Nr. 12 þeim búið. Mætti slíkt vera gleðiefni þeim, er ungmennið ól. Æskan í dag lifir á örari breyt- inga- og byltingatímum en þeir sem fyrr voru á ferð, þar af leið- andi fleira sem freistingu veld- ur. Einhverjum verður villu- gjarnt en átta sig aftur. Ein- hverjir farast á blindskerjum eða sigla beint 1 bjargið, en svo hefur jafnan verið og mun verða. Hverjir eiga að reisa leiðarmerk- in? Er það ekki sú kynslóð, sem á undan gengur. Ég sef rólega nótt, í trú á þróttmikla lifandi æsku, vax- andi fólk, sem skapar þjóð sinni betri og bjartari framtíð. Þó við eldumst að árum og hár okkar gráni og gisni, þá þurfum við sem allra lengst að eiga ungt hjarta í barmi, bæði vegna okk- ar sjálfra og þá ekki sízt þeirrar æsku sem gengur á okkar vegum. Sunnudagur. Ég sé það í svefnrofunum að sólin skín, en kannske er þetta aðeins „haf- glenna“. Mér er sjálfsagt óhætt að leyfa draumgyðjunni að láta blítt við mig örlítið lengur, því án efa sefur fólkið sem var að dansa í gærkvöldi. Fjöldinn af karlmönnum úr kauptúninu er fjarverandi, flest- ir eru á síldveiðum. Mér er nú um og ó að heimsækja konurn- ar, en þær taka mér mjög elsku- lega. Frá því ég var lítill drengur og lék mér að leggjum og skelj- um hefi ég alltaf verið vel séður hjá þeim konum sem komnar eru á ömmualdurinn. Þeirrar hylli vona ég að njóta, ekki sízt nú þegar ég sjálfur er rétt að ná þeim. Og ennþá er þoka. Ég fer að trúa því, sem stóð í landafræð- inni hans Karls Finnbogasonar, þótt mér, Vestfirðingnum, sem ekkert þekkti utan minna sól- ríku átthaga, fyndist það á þeim tíma ótrúlegt. Leið mín liggur um Helgu- staðahrepp til Vaðlavíkur. í Helgustaðafjalli eru silfurbergs- námur, en fremur erfiðlega hef- ur gengið að vinna það. Á síð- asta ári fengust ca. 6 kg. af hreinu silfurbergi. Málmurinn er mjög verðmætur. í Vaðlavík mun vera fallegt, þegar útsýnis nýtur, en nú er regn og þoka svo að litið sést. Áður en vegur kom til Eskifjarð- ar hefur byggð þessi verið mjög afskekkt. Á ströndinni út með Eskifirði og norðan Reyðarfjarð- ar stunda menn jöfnum höndum landbúskap og útgerð. Á svo til hverjum bæ eru vélbátar fyrir landi eða dregnir í naust. Bónd- inn á Sellátrum, Halldór Guð- mundsson, ungur öldungur. Einn þeirra manna, sem horfir fram á veginn og vill helst ekki líta um öxl, jafnvel gleyma fortíð- inni til þess að öruggt sé að hún skyggi ekki á framtíðina. Hann er ákveðinn í skoðunum en þó hvergi þröngsýnn eða tillitslaus. Mér er ánægja að ræða við þenn- an aldna ungling og þiggja hjá honum rausnarlegar veitingar. Inn frá botni Eskifjarðar gengur lítill dalur fram í hálend- ið, eftir honum fellur á, sem í er nokkur silungsveiði. Ég renndi hýrum og ekki með öllu öfundarlausum augum til veiðimannsins, sem kom með ell- efu gullfallegar bleikjur sem hann hafði nælt upp á stöngina sína rétt innan við árósinn. Togarinn Austfirðingur hefur aðsetur á Eskifirði, annars er hann sameign þriggja sveitarfé- laga, virðist það gefast vel og að því mikil atvinnubót fyrir við- komandi byggðir. Kaupfélag er hér í þorpinu og eru hús verzlunarinnar gömul orðin, en kaupfélagsstjórinn, Jón Stefánsson, segir mér, að í ráði sé að reisa hér nýjar byggingar fyr- ir starfsemina. Verið er að vinna við endurbætur á hraðfrystihúsi staðarins. Dvöl mín á Eskifirði er á- nægjuleg. Viðmót fólksins er geðfellt og aðbúnaður allur mjög góður. Hvergi á leið minni þar sem ég greiddi fyrir veitta þjón- ustu fékk ég jafngóðan beina á jafnlitlu verði. Síðasta kvöldið. Regnið drýp- ur niður gluggarúðuna, dagskrá Reykj avíkurútvarpsins er á enda. Og nú hljómar rödd frændþjóð- arinnar austan við hafið og bjartur söngur fyllir stofuna. Mér virðist, sem íslenzka röddin frá Reykjavík eigi erfiðara með að skila réttum hlj óm austur yfir hálendið en norska röddin vest- ur um hafið, og ósjálfrátt fæ ég þá hugmynd að sú rödd sé heim- ilisvinur hér engu síður en hin sem kallar Útvarp Reykjavík. Húm næturinnar er orðið dökkt. Þykk regnský liggja um brúnir fjallanna. Lognalda bær- ist örhægt við ströndina. Önn dagsins er liðin hjá og blundur sígur um brá hinna starfsömu manna. Ég loka dagbókinni og fel mig í örmum næturinnar. Að morgni ris nýr dagur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.