Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 16
368
Heima er bezt
Nr. 12
þorpi, sem Clarkleigh heitir, kom
hundur hlaupandi og geltandi á
móti okkur og hljóp beint fyrir
vagninn. En sökum þess hve
léttur vagninn'var og hve hratt
var farið, hrökk hann út af
járnbrautinni, um leið og hjólin
fóru yfir hundinn. Vagninn lenti
langt úti á sléttu með okkur
báða, vagnstjórann og mig. Við
urðum báðir fyrir svo miklum
hristingi, að við vorum meðvit-
undarlausir um tíma. Vagn-
stjórinn raknaði við á undan
mér, en ég vaknaði við það, að
hann skvetti framan í mig gusu
af ísköldu vatni.
Við vorum báðir dálítið hrufl-
aðir og marðir, en hvorugur
skaðlega meiddur. Við stauluð-
umst heim í þorpið, vöktum upp
fólk, sem við þekktum og hvíld-
um okkur þar, á meðan hitað
var á katlinum. Að lokinni kaffi-
drykkju vorum við talsvert
hressari, en þorðum þó ekki ann-
að en að fá mann til að fylgja
okkur.
Það fannst okkur ganga
kraftaverki næst, að hundurinn
skyldi ekki verða okkur báðum
að bana.
V.
Hugboð.
Ég sat einu sinni í litlu starfs-
stofunni minni og var að lesa
bók. Það var drepið á dyr. „Kom
inn!“ sagði ég. Dyrnar voru opn-
aðar og inn kom maður, sem ég
þekkti vel. Ég hafði verið heim-
ilislæknir hans í mörg ár.
„Ég kem nú í skrýtnum er-
indum í þetta skipti,“ sagði
hann, eftir að hann hafði heils-
að mér.
Ég horfði framan í hann,
reiðubúinn að hlusta á hann.
„Það er viðvíkjandi konunni
minni,“ sagði hann. „Eins og þú
veizt, eigum við von á fjölgun,
og konan einhvern veginn bitið
sig fast i það, að eitthvað hræði-
legt verði að barninu. Ég er al-
veg í vandræðum með hana. Ég
er dauðhræddur um, að hún sé
að missa vitið. Ég kom til þess
að tala um þetta við þig og biðja
þig að reyna að koma vitinu
fyrir hana.“
Við komum okkur saman um,
að hún kæmi til mín næsta dag,
og ég lofaði manninum að gera
eins og bezt ég gæti.
Daginn eftir kom hún á til-
það sama oog maðurinn hafði
sagt. Hún sagðist hafa það á til-
finningunni, að eitthvað skelfi-
legt yrði að barninu, þegar það
fæddist. „Ég hef reynt og reynt
að hrinda þessari hugsun frá
mér,“ sagði hún, „en mér hefur
verið það alveg ómögulegt.“
Ég reyndi að sýna henni fram
á, hversu mikil fjarstæða þetta
væri: Ég hafði tekið á móti
tveimur börnum þeirra hjóna.
Þau voru bæði vel gefin að öllu
leyti andlega og líkamlega. Það
var enginn vanskapningur til í
ættum hennar og ekki heldur
mannsins hennar. Allt þetta
reyndi ég að skýra fyrir henni
og ýmislegt fleira.
Hún virtist sannfærast um
það, sem ég sagði henni, og var
svo nokkurn veginn laus við
þessa ímyndun, það sem eftir
var af meðgöngutímanum.
Svo veiktist hún á réttum
tíma; ég fór með hana á spítala
og var þar hjá henni, þangað til
barnið var fætt.
En viti menn! Barnið var svo
vanskapað, að á því var tæpast
nokkur mannsmynd: Það var
tvíkynja, vantaði allan efri part-
inn af höfðinu, hafði engan háls
og fleira var að.
Ég vissi ekki, hvað ég átti að
gera. Líklega hefði ég átt að
kalla annan lækni og ráða það
af með honum, hvað gera skyldi.
En mér datt það ekki í hug þá,
heldur klippti ég naflastrenginn
umsvifalaust, án þess að binda
fyrir og lét þessum vesalings
vanskapning blæða út. Og ég
mundi óhikað gera það sama
enn, ef sams konar tilfelli bæri
að höndum.
Ég sagði konunni, þegar hún
vaknaði, að barnið hefði fæðzt
andvana, en sendi eftir mann-
inum og sýndi honum, hvernig
allt var og sagði honum, hvað ég
hefði gert.
Hvað olli þessum vanskapn-
aði?
Hvernig stóð á því, að móðirin
skyldi hafa þetta hugboð eða
hvað á að kalla það?
Hvers konar sálræn fyrirbrigði
voru það?
VI.
Óráðin gáta.
Það var að kvöldi dags á áliðnu
sumri. Unglingspiltur kom á
reiðhjóli tólf mílur utan af landi
inn í þorpið, þar sem ég átti
heima. Hann flutti skilaboð frá
fjörgamalli konu þess efnis að
biðja mig að koma við, ef ég ætti
leið um þar í grenndinni, áður
en langt um liði. Hún bað hann
að segja mér, að hún hefði kvef
og vondan hósta.
Ég var ekki við neitt sérstakt
bundinn og ákvað því að fara
þá þegar og sjá gömlu konuna.
Ég lagði af stað á gamalli bif-
reið, sem ég átti, og tólf ára
gömul dóttir mín með mér.
Þegar komið var rúma mílu út
frá þorpinu, varð eitthvað að
bifreiðinni, svo að við komumst
ekki lengra. Við gengum því
heim aftur, og ég. hugsaði með
mér að fara næsta morgun.
Klukkan fimm um nóttina vökn-
uðum við bæði, konan mín og
ég, við það, að barið var á húsið
að utan, rétt við gluggann á her-
berginu, þar sem við sváfum. Ég
fót út, gekk allt í kringum hús-
ið, en sá ekki nokkra lifandi
mannveru. Ég fór því aftur inn,
upp í rúm og sofnaði.
Klukkan átta um morguninn
var búið að gera við bifreiðina
og ég vár að búa mig til ferðar.
En skömmu áður en ég lagði af
stað, kom sonur gömlu konunn-
ar, sem átti heima anars staðar
í byggðinni. Hann sagðist hafa
fengið boð um það, að móðir sin
væri veik og vera kominn til að
biðja mig að koma með sér til
að sjá hana.
Ég sagði honum alla söguna.
og svo lögðum við af stað. En
þegar þangað kom, sem gamla
konan átti heima, var hún látin,
— hafði verið veik af lungna-
bólgu.
í hálfgerðu óráði hafði hún
hvað eftir annað verið að spyrja
um, hvernig á því stæði, að ég
kæmi ekki, — hana minnti þá,
að hún hefði sagt drengnum að
biðja mig að koma sem allra
fyrst. En hún hafði sagt honum,
að ekkert lægi á, koma bara við,
ef ég væri á ferð í grenndinni.
Ég spurði, hvenær hún hefði
dáið. „Klukkan fimm,“ svaraði
húsmóðirin. Höggin á húsið
vöktu okkur nákvæmlega á sama
tima og gamla konan andaðist.
Hvernig stóð á þessu? Hvað