Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 6
358 Heima er bezt Nr. 12 Ég þykist nú vita, hvað faðir minn vó í huga sínum. Vinnu- maðurinn, Magnús Oddsson, eig- andi Blesa litla, var harðsterk- ur maður, sem ekki var líklegt að sleppti taki, á hverju sem gekk, en vildi samt svo til af einhverj- um ástæðum, var hættan marg- föld, að ég væri fastur við fol- ann, sama ef hann kollhnyti. Ég kunni vel við mig á þessum friða fola, þótt valtur væri ég í setinu og þreyttur að halda mér í faxið. Það var í þessari ferð, að faðir minn reiddi yngstu systur mína á Grána. Á heimleiðinni vildi Gráni hafa forustuna á Geirlandsengjunum og dró sig fram fyrir á götuna á löngu og háu valhoppi, sem öðrum hest- um reyndist ofraun að fylgja til lengdar, þó að Grána væri það sem ekkert. Fáir munu hafa ætl- að allvænt eða auðsótt að taka af Grána forustuna, þegar hann var kominn af stað, því að er komið var á bóg við hann, var sem hann gæti alltaf í einu framtaki aukið hraða sinn. En allt í einu heyrðist hvinur og Blesi hrökk í kút og jafnsnöggt prjónaði hann áfram. En öllu var óhætt í hendi Magnúsar, sem reið mínum hesti að kallað var, en það var Lynga-Stjarni, stilltur hestur og þjáll. Við lítum aftur. Utan við götuna bak við okkur kemur Eiríkur Þorgeirs- son á fleygiferð á Mótoppu. Hann hafði blakað keyrinu all- snöggt, svipu með skapti úr koparpípu og járnkrók á enda og ól, sem nam við jörðu. Toppa hafði skilið bendinguna, að nú væri ætlazt til nokkurs, enda fipuðust henni ekki tökin, og ætlaði sjáanlega engu að leifa. Hún var viljahörð, frisk og þolin og skeiðhross eitt hið mesta sinnar tíðar þar um sveit- ir. Tilkomumikið og ógleyman- legt var að sjá Eirík strjúkast fram hjá, vörpulegan og allt að því feiknlegan, vel farinn í and- liti með skegg mikið og klippt um höku á vísu Kristjáns kon- ungs IX., lotinn í herðum, blín- andi fram á leið til Grána. Toppa lagðist unaðslega á skeiðinu og þaut áfram flug- hratt. Brátt bar hana hlið- hallt við Grána og tók stökkið. Ekki var unnt fyrir þá, sem á eftir voru, að greina, hvort bet- ur mátti, Gráni eða Toppa. Syðst á Geirlandsengjum voru vaðlar, sló þar upp vatnsreyk, svo að hvorki sást til manna né hesta. Hljóðaði þá upp eitthvað af kvenfólki af ótta um barnið, er faðir minn reiddi og þótti þetta grálega leikið eins og á stóð. En kunnugir mæltu því í gegn. Grána mundi ekki fatast fótur og ekki muna svo um krakkann, að hann héldi ekki heiðri sínum í þessum skiptum, sem venja hans var. Ekki veit ég, hvernig þessari kappreið lauk, má og vera, að áin Stjórn hafi tak- markað sprettinn áður séð yrði, hvorum betur vegnaði. En fet- gang fóru karlarnir Stjórnar- sandinn, þar til hópurinn náði þeim aftur og ræddust við hinir beztu. Fyrir kom það, að Geirlandsá var „Þrándur í Götu“ kirkju- fólks. Minnist ég þess einu sinni á hvítasunnu, að áin var í mikl- um vexti. Venja var að fara hana austur af Geirlandi, en öðrum kosti inni á aurum fyrir innan Prestsbakka, þegar mest var í henni. Hikað var við ána suðurfrá til skrafs og ráða- gjörðar. Snaraðist þá Eyjólfur Davíðsson í Fagurhlíð til að reyna ána. Hann reið þá Díla, rauðskjóttum hesti, stórum og þrekmiklum. Reið hann brotið sniðhallt á strauminn — eins og fyrir lá — hátt á herðakamb. Er hann kom aftur, taldi hann ána reiða. Þá varð fyrst fyrir svör- um Agnes Þorláksdóttir í Dal- bæ: — „Hér eru hross misjöfn og þótt Eyfa sé fært á stólpa- gripnum, er þetta mörgum ófært og hrakningur vís. Hér er fjöldi barna og seinlegt og ótryggt að koma þeim öllum hér yfir.“ — Tóku þá fleiri í sama strenginn og var frá horfið inn á aura. Var þar farið yfir ána í mörgum ál- um á ýmissa vegu eftir því, sem vatnið lá. Var það tafsamt, en gekk þó af slysalaust. Fermingarárið er mér, sem að líkum lætur, minnisstæðast í sambandi við kirkjuna. Þá var oft glatt á hjalla til og frá spurningunum, sem hófust á gó- unni. Fyrir kom það, að mánu- dagar eftir messudaga voru allir teknir til spurninganna. Þá voru gefin frí og þá fórum við i leiki. Vísaði prófastur okkur þá í útjaðar túnsins og hafði hann glöggt auga með því, að túnið hlyti ekki skemmdir af sparki okkar, en ekki skipti hann sér að öðru leyti af háttum okkar I fríunum, sem oft voru all-löng. Spurningarnar voru ýmist heima í stofum prófastsins eða í kirkjunni. Voru þau prófastur- inn, sr. Magnús Bjarnarson og frú Ingibjörg Brynjólfsdóttir, okkur spurningakrökkunum við- mótshlý og huguisöm, Heimilið var með miklum myndarbrag utan húss og innan. Falleg voru stofublómin hjá frú Ingibjörgu og voru húsin full af ilman þeirra. Stóð þá hamingja þessa heimilis í fullum blóma, en syrti brátt að upp úr því vegna veik- inda. Gestrisni var mikil hjá þeim hjónum og gestkvæmt, ekki aðeins vegna embættis prófasts- ins, heldur áttu þar dvöl og gisting fjöldi ferðamanna, er leið áttu um Síðuna, bæði inn- lendir og erlendir. Við munum hafa verið ellefu fermingarbörnin þetta vor. Drengirnir voru auk mín: Gunn- ar Jónsson í Hraunkoti, frændi minn og leikfélagi. Hann lauk prófi við Samvinnuskólann og lézt rúmlega tvítugur, Ingólfur Bjarnason á Breiðabólstað, á nú heima í Reykjavík, og Helgi Ei- ríksson, bóndi á Fossi. Stúlkurnar voru: Gróa Bjarnadóttir, Efri- Vík, nú húsfreyja á Rangárvöll- um, Elín Magnúsd., Hátúnum, nú til heimilis í Reykjavík, Þóranna Jónsdóttir, Ásgarði, nú hús- freyja í Sæmundarhlíð í Skaga- firði, Magnea Magnúsdóttir, Eystri-Tungu, húsfreyja í Efri- Vík, Sigríður Jónsdóttir, Efri- Mörk, dó skömmu eftir ferm- ingu, Jóhanna Magnúsdóttir, Prestsbakka, lézt á æskuskeiði. og Þóranna Magnúsdóttir, Múla- koti, gift og búsett í Reykjavík. Góðar minningar ber ég um öll þessi fermingarsystkin, og nokkuð máttum við læra af spurningunum, þó að kverinu sé sleppt. Margar góðar dæmisög- ur sagði prófasturinn okkur úr sínu lífi og annarra, og man ég það flest nokkuð vel enn, að ég hygg. Eina sögu sagði hann okk- ur af Sunnevu Þorgeirsdóttur, systur Eiríks, er fyrr er nefndur, harma ég mjög að hafa gleymt sögu þeirri og þau fermingar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.