Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 25
Nr. 12 Heima er bezt 377 Þorvaldur Sæmundsson: B R I M H L J Þáttur úr sunnlenzkri verstöð á ii. Það var enn myrkt af nótt. Vésteinn Halldórsson var staddur úti fyrir sjóbúðardyrum sínum og horfði út á sjóinn. For- maðurinn var búinn í róður. Hann var þegar kominn í brók- ina og hafði gyrt hana að sér með brókarlinda, svo að hún var mjög í fellingum að framan- verðu, en að aftan var hún hrukkulaus og slétt og féll allvel að honum. Innan undir brókinni var hann klæddur sauðmórauð- um vaðmálsbuxum, sem gyrtar voru ofan í sokkana, en á fótum hafði hann snjóskó úr leðri. Að ofanverðu var hann í vaðmáls- jakka og með sjóhatt á höfði. Á handleggnum bar hann hempu- skinnstakk, sem hann var van- ur að steypa yfir sig, þegar hann var kominn til skips. Formaðurinn var þungbrýnn og alvarlegur á svipinn, andlitið næstum hörkulegt. Bar meira á hinum hörðu andlitsdráttum vegna þess, hve holdgrannur maðurinn var. Vésteinn var hár vexti og herðabreiður, andlitið stórskorið, nefið hátt og hvasst og liður á því miðju. Kringum munninn voru festulegir, djúpir drættir, sem bentu á viljafestu og þrótt. Augun voru gráblá og vökul undir miklum, loðnum brúnum. Allur svipur mannsins og yfirbragð bar þess órækt vitni, að hann hafði oft staðið andspænis hættum og þrekraun- um. Það var eins og hafið sjálft hefði rist rúnir sínar í svip mannsins og mótað skapgerð hans. Það duldist ekki, að hann var líklegur til þess að láta sér lítt bregða við voveiflega at- burði, en taka hverju því, sem að höndum kynni að bera, með æðrulausri karlmennsku og ró. Vésteinn gekk fram að sjó- garðinum og skyggndist um. Ekki var enn orðið sundabjart, og sá formaðurinn því eigi glöggt, hvernig sjór var utan brimgarðsins. Hann gat aðeins óljóst greint hvítfexta öldufalda úti á húmuðu hafinu, eins og ljósa depla, sem færðust óð- fluga nær og nær landi. Veðurútlitið virtist fremur uggvænlegt. Hægur andvari var af norðaustri og hrein austur- fjöll, en biksvart þykkni í suðri. Sjór virtist i afdáningi, að því er bezt varð séð, en Vésteinn vissi, að veðurútlit þetta var varasamt og gat brugðið mjög til beggja vona, hvað úr yrði, en þó líklegra að innan þriggja til fjögurra klukkustunda yrði skollinn á suðaustanstormur. Þegar formaðurinn hafði stað- ið um stund við sjógarðinn og brætt sjóinn, gekk hann allt í einu rösklega niður að flæðar- máli, en lágsjávað var. Lagðist hann þar flatur niður í sandinn, lagði eyrað við og hlustaði. Heyrði hann þá glöggt þungt sjávarhljóð í fjarska. Þessi fjar- lægi hafgnýr boðaði ekki gott. Það þekkti Vésteinn af reynslu sinnar löngu sjómannsævi. Það hlaut að vera stormur til hafs- ins. Það gat ekki hjá því farið. Undirhljóðið vissi ævinlega á storm, sem var í nánd. Skyndilega reis Vésteinn upp, snerist á hæli og gekk föstum skrefum upp til sjóbúðarinnar, sem stóð á hlaðinu skammt frá bænum. Hann stóð enn um stund við búðardyrnar og horfði athugulum augum á skýjafarið. Svo opnaði hann dyrnar hljóð- lega og gekk inn. í sjóbúðinni var dimmt. Ekk- ert hljóð rauf þögnina, sem ríkti þar inni, nema reglubundinn andardráttur sofandi mannanna, er hvíldu tveir og tveir saman í rúmfletunum. Allt í einu snaraðist Vésteinn inn í búðina og fór að kveikja á Ó Ð nítjándu öld kolunni, sem hékk þar í einni rúmstoðinni. Um leið og dauf ljóstýran lýsti upp búðarkytruna, losuðu hásetarnir svefninn. — Farið þið að fara í, piltar, mælti formaðurinn. — Ég held, að við verðum að reyna að skjót- ast út hvað líður. Það er að vísu undirhljóð, en hann er brimlít- ill enn. Við ættum að geta skol- að af línunni, ef við höfum hrað- an á. Að svo mæltu gekk hann út og hallaði hurðinni að stöf- um á eftir sér. Hásetarnir stauluðust fram úr rúmum sínum og klæddust skjótt. Síðan skinnklæddust þeir þar í búðinni. Annars sváfu þeir venjulega í öllum fötunum, þeg- ar þeir stóðu í róðrum. Skinn- klæði hvers manns héngu á nagla í stoð við rúmin, svo að fljótlegt væri að grípa til þeirra, þegar kallað var. Þeir, sem fyrstir höfðu orðið fram úr, opnuðu nú matarskrín- ur sínar, sem komið hafði verið fyrir í rúmunum, og tóku upp brauð, hangikjöt og smálka. Það veitti sannarlega ekki af því, að menn fengju sér bita, áður en farið var, því að ekki var um matfrið að ræða á sjónum, enda fæstir, sem höfðu mat með sér að jafnaði. Elzti hásetinn, Jón bóndi á Gili, hafði gengið út að vanda að gá til veðurs. Þegar hann kom inn aftur, spurðu hásetarnir hann, hvernig honum litist á veðrið. — Æ, ég held það sé ekki á að lítast, piltar, sagði gamli mað- urinn og ók sér kuldalega. — Það lyftir undir um allt austurloftið og norðrið, en til hafsins og í há- loftið er hann svartur eins og ketilbotn. Ég sé ekki betur en hann sé að ganga í skít. Það má mikið vera, ef þeir fá ekki nóg af sjóveðrinu í dag, einhverjir. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.