Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 18
370 Heima er bezt Nr. 12 TannastaÖir. Ljósra.: Þoi valdur Agústsson. Tannastaðir í Olfusi og bændur þar eftir Guðna Jónsson, magister Við þjóðveginn austan undir Ingólfsfjalli .í Ölfusi stendur vinalegur bóndabær fjallsmegin við veginn hér um bil mitt á milli Selfossvegar og Sogsbrúar. Snotur bæjarþil ber við skriðu- runna fjallshlíðina, en slétt og víðlent tún breiðist umhverfis bæinn eins og græn skikkja. Heima við bæinn ber allt vitni um sérstaka umhyggj usemi, hreinlæti og þrifnað. Hvergi sést rusl eða skran, hvergi van- kantur á steini. Vegfaranda dylst ekki, að hér hafa lengi unnið saman ræktarsamur hugur og natin hönd. Þetta þekka býli er Tannastaðir í Ölfusi, en bónd- inn, sem þar hefur lengi gert garðinn frægan, er enn á lífi hjá syni sínum, sem nú er tekinn við jörðinni. Það er hinn margfróði öldungur, Þórður Sigurðsson, sem nú er kominn á 90. aldurs- ár, en er þó svo ern, að hann hef- ur gengið að slætti á hverju sumri allt til þessa. Ætt Þórðar hefur búið óslitið á Tannastöð- um á aðra öld, og er jörðin fyrir löngu orðin óðalseign hans. í þessum línum ætla ég að gera stuttlega grein fyrir sögu jarð- arinnar, og eru heimildirnar að nokkru leyti frá Þórði sjálfum. Tannastaða er getið fyrst í sambandi við jarðakaupin árið 1520. Keypti þá Sœmundur Ei- riksson í Ási, tengdafaðir Árna sýslumanns Gíslasonar á Hlíð- arenda, jörðina fyrir 10 hundruð í lausafé. Næsti eigandi Tanna- staða, sem kunnugt er um, var Andrés lögréttumaður Finnboga- son á Kröggólfsstöðum um og eftir 1700, og má rekja eigendur óslitið síðan. Sýnilegt er, að son- ur hans, Gunnlaugur Andrésson á Þúfu, hefur erft Tannastaði eftir föður sinn, því að víst er, að dóttir hans, Anna Gunnlaugs- dóttir, húsfreyja á Þúfu, var eigandi þeirra. Anna átti fyrr Ei- rik Brynjólfsson lögréttumanns á Ölfusvatni, en síðar Odd Þor- steinsson frá Núpum. Hún missti Eirík snemma, og var búi þeirra skipt, áður en hún giftist aftur. Erfði þá dóttir þeirra, Steinunn Eiriksdóttir, Tannastaði. Stein- unn átti fyrr Gísla Sigurðsson frá Ásgarði, en síðar Magnús lögréttumann Þórðarson á Núp- um. Áður en Steinunn giftist Magnúsi, hefur dánarbúi Gísla, fyrra manns hennar, verið skipt, og hlaut þá einkasonur þeirra, Gísli Gíslason, síðar lengi merk- isbóndi og hreppstjóri á Vill- ingavatni, Tannastaði í erfða- hluta sinn. Gísli á Villingavatni átti Tannastaðina í meira en hálfa öld og þótti jafnan ágætur og mjög sannsýnn landsdrott- inn. Kona Gísla, Þjóðbjörg Guðnadóttir frá Reykjakoti, lifði mann sinn í nokkur ár. Hún gaf sonarsyni sínum, Gísla Magnús- syni í Króki í Grafningi, hálfa Tannastaði, en árið 1910 keypti Þórður bóndi á Tannastöðum helming þennan af Gísla eða þrotabúi hans, sem kallað var. Hinn helming jarðarinnar erfði Magnús Gíslason á Villingavatni eftir foreldra sína, en árið 1896 keypti Sigurður Sigurðsson bóndi á Tannastöðum þann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.