Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 17
Nr. 12 Heima er bezt 369 Bóndinn á Stóruvöllum voru þessi högg? Hvað táknuðu þau? Hvers eðlis voru þau? Voru þau misheyrn okkar beggja? Er það mögulegt, að hugaráhrif gömlu konunnar á dauðastund- inni hafi verið svo sterk, að hún gæti látið heyra til sín á þennan hátt? VIII. Óskiljanleg hugaráhrif. Ég átti heima í litlu þorpi í Saskatchewan. Átta mílum það- an var annað þorp, og þar var enskur læknir. Okkar héruð lágu saman, við hittumst oft og unn- um hvor með öðrum. Einhverju sinni bar það við, að ung kona kom til mín, sem ég þekkti ekkert. Hún kvaðst eiga von á fjölgun og bað mig að líta eftir sér. Ég spurði hana ýmissa spurn- inga, þar á meðal, hvar hún ætti heima. Það kom þá í ljós, að heimili hennar var í miðju þorpinu, þar sem hinn læknir- inn var. Ég spurði hana hvers vegna hún leitaði ekki til hans. „Ég mundi ekki trúa honum fyrir því að líta eftir hundinum mínum, ef hann væri veikur," svaraði hún. „Hann hefur ekki vit á neinu.“ Mér fannst þetta skrýtið, því að ég vissi, að hann var ágætur læknir. Ég bað konuna að bíða stundarkorn og fór út til þess að tala við hinn lækninn í síma. Ég sagði honum, að þessi kona væri inni hjá mér og í hvaða erindum hún hefði komið. Ég sagði hon- um ekki, hvað hún hefði sagt um hann, heldur aðeins, að ég hefði ekki viljað sinna henni án þess að tala við hann, þar sem hún væri nágranni hans. Þegar ég hafði lokið máli mínu, skellihló læknirinn og sagði: „Blessaður, gerðu fyrir hana, hvað sem þú getur! Ég skal segja þér, hvernig í öllu liggur, þegar við finnumst næst.“ Ég fór inn aftur og talaði við konuna á ný og lofaðist til þess að líta eftir henni. Að þvi búnu skoðaði ég hana, en þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að hún væri alls ekki þunguð. Hún sagði mér, að hún væri komin sex mánuði áleiðis, og hún var mátulega gild til þess, að það gæti verið, auk þess sagði hún mér frá ýmsu, sem benti til þess. Pdll Hermann Jónsson. Ævisögur einstakra manna, sem skarað hafa fram úr að ein- hverju leyti, eru hollur lestur. Sögur einstakra býla um lengri tíma hafa mikla þýðingu sem heimildir, þegar fram líða stund- ir, sem þættir úr sögu þjóðar- innar. Bók sú, sem hér verður minnzt á með nokkrum orð- um, er sagáa býlis og ættar, sem þar hefur búið hátt á aðra öld, en er að öðru leyti ævisögu- þættir Páls Hermanns Jónsson- ar, bónda á Stóruvöllum í Bárð- ardal. Hefur Jón Sigurðsson í Yztafelli fært ævisöguna í letur eftir frásögn Páls sjálfs. Hann er nú 93ja ára að aldri. Ævisaga þessi er fróðleg á margan hátt. Hún lýsir tímabili, sem nú er orðið hálfgleymt, menningu og búnaðarháttum þar nyrðra á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar, þegar þjóð- Ég sagði henni eins og var, en hún varð ofsareið, óskaði þess, að hún væri komin austur til Toronto til reglulegra lækna, en sem lengst í burtu frá þessum bölvuðu bjánum hérna í Vestur- Canada, sem kölluðu sig lækna. Svo fór hún án þess að kveðja mig og skellti á eftir sér hurð- inni. Hinn læknirinn sagði mér sams konar sögu af sinni reynslu af þessari konu. Hann grennsl- aðist eftir því á bak við tjöldin, hvernig hún hefðist við. Hún vitjaði hans aldrei oftar og einskis læknis, eftir því sem hann bezt vissi, þangað til á réttum tíma — eftir hennar reikningi —, en þá veiktist hún og virtist hafa reglulega léttasótt. Hún lét þá flytja sig langt í burt í stærri in var að vakna til dáða eftir margra alda svefn framtaksleys- isins. Þeir menn, sem þá tóku að sér forustuna, lögðu grundvöll- inn að þeim hraðstígu framför- um, sem síðar hafa orðið. Mitt í hörmungum hörðu áranna kringum 1880, þegar fólk þyrpt- ist til Vesturheims, áttu þeir næga bjartsýni og trú á landið til þess að gefast ekki upp. Með því hafa þeir gert þjóð sinni meira gagn en þá óraði fyrir. í bók þessari er margvíslegan fróðleik að finna um þjóðhætti og félagslíf nyrðra á þessu tíma- bili. Verður um það ekki betur komizt að orði en skrásetjari bókarinnar gerir í formála, en þar segir hann: „Saga þessarar ættar getur verið raunhæf mynd og táknræn af menning- arþróun í héraðinu á mestu um- byltingartímum, sem gengið hafa yfir þjóðina." Bókin er lipurt samin, eins og skrásetjara hennar var von og vísa. Nokkrar góðar myndir prýða hana og allur frágangur er góður. Er ekki að efa, að bók- in um bóndann á Stóruvöllum verður vinsæl. Þegar fram líða stundir, mun það verða ljósara en nú, hvílíkt nytjaverk þeir vinna, sem skrásetja fróðleik af þessu tagi, og eftirtíminn mun verða þeim mönnum þakklátur, sem unnu að því að forða slíkum verðmætum frá gleymsku. bæ, þar sem spítali var. Þar var hún tekin inn í sjúkrastofu og skoðuð. Hún var eðlilega gild, eins og kona, sem hafði gengið með fullan tíma og hafði öll ein- kenni þess, að hún væri að ala barn, fékk t. d. kvalaköst með jöfnu millibili, svo svæsin, að hún hljóðaði hástöfum, en þeg- ar hún var skoðuð, komust læknarnir þar að sömu niður- stöðu og við. Ég mundi eftir því, að yfir- setukennarinn okkar á lækna- skólanum, hafði sagt okkur, að þess konar ímyndun ætti sér stað. Við hlógum að því eins og hverri annarri skrítlu. En ég geri það ekki lengur, — pseudocy- esis er eflaust sjaldgæft, en svo sannarlega á það sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.