Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 4
356 Heima er bezt Nr. 12 heitt og í alvöru ákallaður, enda hagaði hans ráð því svo til, að eldurinn komst ei þverfótar lengra en hann var fyrir emb- ættið, heldur hrúgaðist hvað of- an á annað í einum bunka.“ Þó að þessi kirkjuflutningur hafi fyrst og fremst verið mál sóknarinnar heima fyrir, er það miklu veigameira og víðtækara. Enginn, sem hugsar málið niður í kjölinn, getur varizt þeirri til- finningu, að kristninni í landinu sé vanzi og hnekkir að því, að Kirkjubær, sem nú nefnist Kirkjubæjarklaustur, er kirkju- laus. Sumt af því fólki á þeirri tíð, er sá sóknarkirkju sína brott- færða, gat illa sætt sig við þá ráðstöfun og kom það fram 1 svefni sem vöku. Hef ég undir höndum draum, ritaðan af móö- ur minni, eftir Guðríði Magnús- dóttur frá Hrauni og síðast Segl- búðum. Guðríði þótti í draumn- um, að hún væri stödd að Prests- bakka undir vesturstafni kirkj- unnar. Finnst henni þá kirkjan taka að hreyfast að baki sér og síðan sá hún hana bruna út völl og hverfa fyrir Akurhól, en sjálf þóttist hún standa eftir og horfa á þessa sýn. Sagði Guðríður Páli Jónssyni í Arnardrangi draum- inn, er réði hann svo, að kirkjan mundi aftur flytjast frá Prests- bakka að Kirkjubæjarklaustri, en ekki mundi það fyrr en að henni látinni. Guðríður er graf- in á Prestsbakka. Ég heyrði hana segja föður mínum þenn- an draum og ráðninguna, ber því saman við framanritað að öllu leyti, nema því, að mig minnir hún segja að Oddur frændi hennar í Þykkvabæ réði draum- inn, en sjálfsagt hefur það skol- azt til í minni mínu vegna ann- arra frásagna hennar um Odd. Þó að fólk það, er lifði þá tíð, að muna kirkjuna á Kirkjubæj- arklaustri, vildi hugsa sér hana aftur flutta á þann stað frá Prestsbakka, munu nútíðarmenn ekki vilja sjá hana hverfa þaðan, sem hún hefur nú staðið nálega heila öld. Væru það harðir kost- ir að reisa Kirkjubæjarkirkju að nýju með þvi að vekja upp gamla harma til að dragast með öld eftir öld. Og vitanlega eru nóg ráð til að byggja kirkju á Kirkju- bæjarklaustri án þess örþrifa- ráðs. Enda þótt saga Prestsbakka- kirkju sé að öðrum þræði harm- saga á hún einnig sínar glæsi- legu hliðar, og eins og samgöng- um er nú háttað, er hún vel í sveit sett sem sóknarkirkja. Hún stendur í fögru umhverfi, og merkilegt tákn stórhugs og dugnaðar sr. Páls prófasts og þeirra, er smíði önnuðust og að- drætti efnis höfðu til þessa Vestnrstafn með sáluhliði. reisulega og mikla guðshúss. Svo ramleg er kirkjan að viðum og frágangi, að ekki mun hún þurfa endurbyggingar við næstu öld- ina og hver veit hvenær, ef henni er vel viðhaldið. Prests- bakkakirkja er mér hugþekkust allra kirkna og er það að von- um, af henni hef ég haft mest kynni. Eigi að síður játa ég það, að beizkja settist í hug minn á unga aldri, vegna þess þótta, sem gamla fólkið hafði á niðurrifi gömlu kirkjunnar. En nú er fyr- ir löngu gróið um heilt í því efni og ég rifja með ánægju upp minningarnar frá bernskudög- unum, þegar gaman var að fara til kirkju. Ég man glöggt mína fyrstu kirkjuferð, þá hef ég verið 6—7 ára. Hávarður á Steinsmýri (síð- ar Króki) reiddi mig á Gamla- Rauð föður míns. Rauður var enginn gæðingur, en stilltur og traustur, og engin hætta var á því, að Hávarður glutraði mér úr höndum sér. Ég hafði hingað til ekki fengið að fara lengra frá bæ en svo, að kennileiti voru mér flest ókunn í heimahögum. Hægt var riðið úr hlaði og mestan hluta leiðarinnar. Fólkið var í þéttum hóp, sem var víst allt heimilis- fólkið í Þykkvabæ. Þetta var á hvítasunnunni. Mér varð starsýnt á allt nýtt, sem fyrir augun bar á leið- inni. Faðir minn sagði mér til kennileita og fannst mér mikið til þess koma að heyra nöfn á hólum og lautum. Fyrst varð fyr- ir Hestslækjargilið, en í því er þó enginn lækur og það þótti mér strax skrítið. Strax er upp úr gilinu kom varð fyrir Peninga- laut. Skyldu þar vera peningar? Lengi síðan velti ég fyrir mér þessu nafni, sem enginn veit nú uppruna að. Svo komu Hrútadal- ir. Átti ég að spyrja, hvort þar væru alltaf hrútar með stór horn og mannýgir? Þar næst voru það Vikurhæðirnar. Er nú margt að sjá. Fólk kom götuna á eftir okkur og fólk var á göt- unni á undan og svo var fólk beggja vegna til hliðar og stefndi á okkar leið — Kirkju- göturnar svo nefndu. Fleiri og fieiri bættust við í okkar hóp, frá syðri bænum í Þykkvabæ, Hraunkoti, Fagurhlíð, Dalbæ og af Víkurbæjum. Fólkið ræddist við, hógværlega og hátíðlega. Á heimleiðinni var oft meiri gleði- bragur og frekar sprett úr spori. Skaftárbrúin var mikið undur í mínum augum. Hún var þá ný- leg, trébrú, rauðmáluð með há- um burðarbogum. Hestar voru þá enn lítið vanir brúnni og þótti ógætilegt að reiða yfir hana krakka. Gengu því flestir brúna. Mér fannst ógurlegt að horfa í ána undir brúnni, en Há- varður hélt í hönd mína með sinni venjulegu, hátíðlegu ró, svo að ég lét á engu bera. Er yfir brúna kom tók við Stjórnar- sandur. Fannst mér hann mikil eyðimörk. Er þangað kom sást til allra ferða að kirkjunni. Voru þá uppi getur um, hverjir færu þar og þar. Og þegar úr því varð skorið á sínum tíma, gleymdist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.