Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Page 4

Heima er bezt - 01.12.1953, Page 4
356 Heima er bezt Nr. 12 heitt og í alvöru ákallaður, enda hagaði hans ráð því svo til, að eldurinn komst ei þverfótar lengra en hann var fyrir emb- ættið, heldur hrúgaðist hvað of- an á annað í einum bunka.“ Þó að þessi kirkjuflutningur hafi fyrst og fremst verið mál sóknarinnar heima fyrir, er það miklu veigameira og víðtækara. Enginn, sem hugsar málið niður í kjölinn, getur varizt þeirri til- finningu, að kristninni í landinu sé vanzi og hnekkir að því, að Kirkjubær, sem nú nefnist Kirkjubæjarklaustur, er kirkju- laus. Sumt af því fólki á þeirri tíð, er sá sóknarkirkju sína brott- færða, gat illa sætt sig við þá ráðstöfun og kom það fram 1 svefni sem vöku. Hef ég undir höndum draum, ritaðan af móö- ur minni, eftir Guðríði Magnús- dóttur frá Hrauni og síðast Segl- búðum. Guðríði þótti í draumn- um, að hún væri stödd að Prests- bakka undir vesturstafni kirkj- unnar. Finnst henni þá kirkjan taka að hreyfast að baki sér og síðan sá hún hana bruna út völl og hverfa fyrir Akurhól, en sjálf þóttist hún standa eftir og horfa á þessa sýn. Sagði Guðríður Páli Jónssyni í Arnardrangi draum- inn, er réði hann svo, að kirkjan mundi aftur flytjast frá Prests- bakka að Kirkjubæjarklaustri, en ekki mundi það fyrr en að henni látinni. Guðríður er graf- in á Prestsbakka. Ég heyrði hana segja föður mínum þenn- an draum og ráðninguna, ber því saman við framanritað að öllu leyti, nema því, að mig minnir hún segja að Oddur frændi hennar í Þykkvabæ réði draum- inn, en sjálfsagt hefur það skol- azt til í minni mínu vegna ann- arra frásagna hennar um Odd. Þó að fólk það, er lifði þá tíð, að muna kirkjuna á Kirkjubæj- arklaustri, vildi hugsa sér hana aftur flutta á þann stað frá Prestsbakka, munu nútíðarmenn ekki vilja sjá hana hverfa þaðan, sem hún hefur nú staðið nálega heila öld. Væru það harðir kost- ir að reisa Kirkjubæjarkirkju að nýju með þvi að vekja upp gamla harma til að dragast með öld eftir öld. Og vitanlega eru nóg ráð til að byggja kirkju á Kirkju- bæjarklaustri án þess örþrifa- ráðs. Enda þótt saga Prestsbakka- kirkju sé að öðrum þræði harm- saga á hún einnig sínar glæsi- legu hliðar, og eins og samgöng- um er nú háttað, er hún vel í sveit sett sem sóknarkirkja. Hún stendur í fögru umhverfi, og merkilegt tákn stórhugs og dugnaðar sr. Páls prófasts og þeirra, er smíði önnuðust og að- drætti efnis höfðu til þessa Vestnrstafn með sáluhliði. reisulega og mikla guðshúss. Svo ramleg er kirkjan að viðum og frágangi, að ekki mun hún þurfa endurbyggingar við næstu öld- ina og hver veit hvenær, ef henni er vel viðhaldið. Prests- bakkakirkja er mér hugþekkust allra kirkna og er það að von- um, af henni hef ég haft mest kynni. Eigi að síður játa ég það, að beizkja settist í hug minn á unga aldri, vegna þess þótta, sem gamla fólkið hafði á niðurrifi gömlu kirkjunnar. En nú er fyr- ir löngu gróið um heilt í því efni og ég rifja með ánægju upp minningarnar frá bernskudög- unum, þegar gaman var að fara til kirkju. Ég man glöggt mína fyrstu kirkjuferð, þá hef ég verið 6—7 ára. Hávarður á Steinsmýri (síð- ar Króki) reiddi mig á Gamla- Rauð föður míns. Rauður var enginn gæðingur, en stilltur og traustur, og engin hætta var á því, að Hávarður glutraði mér úr höndum sér. Ég hafði hingað til ekki fengið að fara lengra frá bæ en svo, að kennileiti voru mér flest ókunn í heimahögum. Hægt var riðið úr hlaði og mestan hluta leiðarinnar. Fólkið var í þéttum hóp, sem var víst allt heimilis- fólkið í Þykkvabæ. Þetta var á hvítasunnunni. Mér varð starsýnt á allt nýtt, sem fyrir augun bar á leið- inni. Faðir minn sagði mér til kennileita og fannst mér mikið til þess koma að heyra nöfn á hólum og lautum. Fyrst varð fyr- ir Hestslækjargilið, en í því er þó enginn lækur og það þótti mér strax skrítið. Strax er upp úr gilinu kom varð fyrir Peninga- laut. Skyldu þar vera peningar? Lengi síðan velti ég fyrir mér þessu nafni, sem enginn veit nú uppruna að. Svo komu Hrútadal- ir. Átti ég að spyrja, hvort þar væru alltaf hrútar með stór horn og mannýgir? Þar næst voru það Vikurhæðirnar. Er nú margt að sjá. Fólk kom götuna á eftir okkur og fólk var á göt- unni á undan og svo var fólk beggja vegna til hliðar og stefndi á okkar leið — Kirkju- göturnar svo nefndu. Fleiri og fieiri bættust við í okkar hóp, frá syðri bænum í Þykkvabæ, Hraunkoti, Fagurhlíð, Dalbæ og af Víkurbæjum. Fólkið ræddist við, hógværlega og hátíðlega. Á heimleiðinni var oft meiri gleði- bragur og frekar sprett úr spori. Skaftárbrúin var mikið undur í mínum augum. Hún var þá ný- leg, trébrú, rauðmáluð með há- um burðarbogum. Hestar voru þá enn lítið vanir brúnni og þótti ógætilegt að reiða yfir hana krakka. Gengu því flestir brúna. Mér fannst ógurlegt að horfa í ána undir brúnni, en Há- varður hélt í hönd mína með sinni venjulegu, hátíðlegu ró, svo að ég lét á engu bera. Er yfir brúna kom tók við Stjórnar- sandur. Fannst mér hann mikil eyðimörk. Er þangað kom sást til allra ferða að kirkjunni. Voru þá uppi getur um, hverjir færu þar og þar. Og þegar úr því varð skorið á sínum tíma, gleymdist

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.