Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 21
Nr. 12 Heima er bezt 373 Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni: ÞÁTTUR AF ÓLAFI í TUNGU Ólafur Jónsson, faðir Þor- steins, föður Ólafs, sem hér verð- ur nokkuð frá sagt, hefur flutt að Tungu stuttu fyrir 1800. Hann býr svo þar til dauðadags 1830. Þá tekur Þorsteinn sonur hans við búi í Tungu og býr þar til dauðadags 1862. Eftir manntal- inu 1816 hefur hann verið fædd- ur 1795. Ólafur er ekki talinn með bændum fyrr en 1862, sama ár sem faðir hans andast, en lík- lega hefur hann staðið fyrir bú- inu, þó að faðir hans væri talinn fyrir. Það var nokkuð algengt á þeirri tíð, að bændasynir gerðu það, ef táp var í þeim, einkum ef feður þeirra voru heilsulitlir eða gátu ekki gengið að öllum störf- um fyrir aldurs sakir. Ólafur hefur snemma þótt lík- legt mannsefni, því að eftir að Grafningshreppur skildi við Þingvallahrepp og varð sjálf- stæður hreppur 1861, þá var hann 3. maður í niðurjöfnunar- nefnd, sem þá hét fátækranefnd. En hinir voru hreppstjórinn og sóknarpresturinn. í sveitarbók- inni var presturinn oddviti þess- arar nefndar, hreppstjórinn titl- aður signor, en þriðji maðurinn, ef það var bóndi, varð að sætta sig við monsjör. En væru 2 hrepp- stjórar eða fleiri í hreppi, þá voru aðeins hreppstjórar með prestinum í þessari nefnd. Þetta breyttist með sveitarstjórnarlög- unum 1872. Ólafur átti nokkur systkini; ekki hef ég kynnt mér tölu þeirra. Sum af þeim dóu; flest fluttu suður með sjó og hurfu þar. Öll fóru þau frá Tungu um þær mundir, sem faðir þeirra dó. nema Ólafur, Snjáfríður og Sig- ríður. Þær voru hjá Ólafi á með- an hann var í Tungu. Sigríður var alla ævi böguð til vinnu og gat því aldrei unnið fyrir sér. Hún var hálfvisin öðrum megin, bæði höndin og fóturinn, en gat þó haltrað á milli bæja. En furða að gera með vinstri hendinni, sem var heilbrigð. Auk þess var var þó, hvað hún gat baslað við hún slagaveik. Eftir að Ólafur fór til Ameríku, varð hreppur- inn að ráðstafa henni og borga með henni 60—70 kr. á ári. Það var kölluð meðalmeðgjöf. Engin vandræði voru að koma henni fyrir. Hún var t. d. um 20 ár samfleytt í Tungu hjá bónda þeim, sem fór þangað eftir Ólaf. Sigríður hélt, að móðir sín hefði átt sök á því, hvernig hún var. Sér hefði verið sagt, að fram til þess að hún var á öðru ári hefði sér farið eðlilega fram og verið farin að ganga. En þá hefði það komið fyrir einu sinni, að móð- ur sinni og annarri konu hefði sinnazt í meira lagi. Þær hefðu setið á rúmum hvor á móti ann- arri og skifzt á heiftarorðum, svoað þeim ofbauð,sem á hlýddu, sem mig minnir að Sigríður segði að hefði verið vinnukona og eitt- hvað af eldri systkinum sínum. Hún sagði, að móðir sín hefði haldið á sér, á meðan rimman stóð yfir. En að henni lokinni, þegar móðir hennar hefði stað- ið upp og lagt hana frá sér, þá hefði hún verið orðin svona máttlaus hægra megin. Upp úr því krepptist höndin og visnaði, og hægri fóturinn um öklalið af- lagaðist líka og visnaði, svo að hún varð að ganga á hálfum framlestinum alla sína ævi. Þetta sagði hún að sér hefði ver- ið sagt af konu þeirri, sem var sjónar- og heyrnarvottur að því, sem fram fór. í Tungu mun oftast hafa ver- ið fremur góður búskapur, að minnsta kosti eftir að Ólaf- ur Jónsson kom þar, sem var eins og fyrr segir stuttu fyrir 1800. Um það leyti voru jarðir Skál- holtsstóls seldar.Tunga var stóls- jörð. Mér þykir því ekki ólíklegt, að hann hafi þá keypt jörðina. Áður bjó hann í Mjóanesi í Þing- vallasveit. Ættaður var hann úr Ölfusi. — Nokkuð var það, að hann var sjálfseignarbóndi, og þegar hann dó og Þorsteinn son- ur hans tók jörðina til ábúðar, var jörðinni skipt í parta milli erfingja eins og venja var. Svo keypti Þorsteinn partana af samerfingjum sínum. Og eins gekk það til, þegar Þorsteinn féll frá. Þá keypti Ólafur sonur hans jörðina af sínum systkinum. Ég kann nú ekkert að segja frá bú- skap þeirra Ólafs Jónssonar eða Þorsteins, föður Ólafs, sem síð- astur bjó þar af þeim feðgum. Þegar Ólafur Þorsteinsson tók við búi í Tungu, var túnið allt kargaþýft eins og á flestum jörð- um í því byggðarlagi í þá daga. Einstaka dugnaðarbóndi hafði samt þá sléttað tún sitt að mestu leyti, t. d. Ögmundur Jónsson á Bíldsfelli og Jón Halldórsson á Búrfelli. Ólafur byrjaði fljótt að slétta túnið og var langt kominn með það, þegar hann flutti það- an. Sömuleiðis byggði hann öll hús upp að nýju. Sérstaklega voru bæjarhúsin stærri og reisu- legri en þá gerðist almennt. Ég kom að Tungu vorið, sem kona Ólafs fór þaðan alfarin með allt sitt og annar ábúandi kom þar. Þótt ég væri þá ekki gamall, varð mér starsýnt á margt, sem ég sá þar. Sérstaklega þótti mér bær- inn að utan fallegur og ólíkur á að líta bæjum þeim, sem ég hafði séð áður. Allir veggir voru þráð- beinir og stæðilegir, heygarður- inn svo hár, að furðu gegndi, með nokkrum fláa að neðan, en beinn upp fyrir ofan miðju. Þegar ég var að skoða þetta, voru með mér tveir strákar á mínum aldri, syn- ir nýja bóndans. Þeir sýndu mér allt og skýrðu fyrir mér hlutina, því að þarna sá ég ýmislegt, sem ég hafði aldrei séð fyrr, t. d. sá ég fyrir austan bæinn lítið hús úr timbri. Ég spurði vitanlega, hvaða hús þetta væri. „Það er kamarinn,“ sögðu þeir. Ég var engu nær fyrir þessar upplýsing- ar, og þá sögðu þeir mér að koma og skoða. í hurðinni var hand- fang úr kopar, eins og ég var bú- inn að sjá í bæjarhurðinni. Áð- ur hafði ég aldrei séð koparhún, nema á stofuhurðum. Nú ljúka þeir upp hurðinni; þá er þar ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.