Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 27
Nr. 12
Heíma er bezt
379
líf. Bjóð sjávarins afgrunni að
opna sitt ríka skaut til að upp-
fylla vorar nauðþurftir. Bjóð
þínum skepnum, vindi og sjó, að
granda ekki voru lífi; svo hlýða
þær. Leið þú oss farsællega, svo
viljum vér lofa og prísa þína
gæzku, sem svo dásamlega ann-
ast þín börn. En sé það þinn
náðugur vilji, að þessi vor reisa
sé vor dauðaganga, þá gef oss
öllum vel viðbúnum að mæta
voru síðasta. í þínum höndum
er vort líf. Amen.
Um stund drúptu hinir veður-
börnu sjómenn höfðum og lásu
faðirvorið hljóðlega og signdu
sig. Svo settu þeir höfuðfötin
aftur upp, að bæna-
gerðinni lokinni, og
tóku til áranna á ný.
Tíu árablöðum var
lostið jafnsnemma í
lygnan sjóinn. Skip-
ið skreið fram lónin
og út á sundið fyrir
jöfnum, öruggum ára
togum ræðaranna.
Sjóferðin var hafin.
Þegar skipið var
komið út úr sundinu,
byrjaði það brátt að
kljúfa undiröldurn-
ar, sem steðjuðu upp
að brimgarðinum,
svo að sjórinn féll í
freyðandi löðurfoss-
um undan stefni og
kinnungum þess. Það færðist
óðfluga lengra og lengra út í
húm morgunsins, unz það hvarf
loks sjónum út í firðina, þar
sem haf og himinn mættust.
Fyrsta morgunrönd bj armaði
austurfjöllin. Það var byrjað að
elda af nýjum degi.
Heimanför.
III.
Vésteinn Halldórsson og skips-
höfn hans voru ekki þeir einu,
sem ýttu úr vör í Hafnarvík
þessa nótt. í hverri sjóbúð í þorp-
inu mátti sjá ljóstýrum brugðið
upp, þegar leið á nóttina. Víða
voru skipshafnir komnar á stjá,
og margir voru þegar lagðir af
stað til skipa sinna. Hljóðbært
var í næturkyrrðinni og mátti
glöggt greina raddir mannanna,
er þeir bjuggust brott og marrið
I sandinum undir fótum þeirra.
Það djarfaði óljóst fyrir skinn-
klæddum mönnunum á bleikum
fjörusandinum. Þeir gengu
dreifðar slóðir, en komu saman
að lokum við naustin, þar sem
bikaðar fleyturnar biðu áhafna
sinna, eins og nökkvar í steindri
ró, sem dagað hefðu uppi á þess-
ari hrjóstrugu strönd frammi
fyrir hinum mikla útsæ.
Einn yngsti formaðurinn í
Hafnarvík, Jón Gunnarsson
bóndi í Túni, hafði losað svefn-
inn stundu eftir miðnætti og
ekki getað sofnað aftur. Hann
lá kyrr í rúmi sínu og hlustaði.
Tif gömlu Borgundarhólms-
klukkunnar var eina hljóðið, er
rauf næturkyrrðina. Stundirnar
Á siglingu í stormi og stórsjó.
liðu löturhægt. Myrkrið virtist
enn svartara en áður rétt fyrir
dögunina. Loks byrjaði að grána
á glugga. Næturmyrkrið greind-
ist smám saman í grálita dags-
skímu —- aftureldingu nýs morg-
uns.
Skyndilega svipti Jón sæng-
inni ofan af sér og steig fram úr
rúminu. Hann fór hljóðlega, svo
að hann skyldi ekki vekja Her-
dísi, konu sína, sem svaf fyrir
ofan hann. Hann þreif fálm-
andi höndum eftir borðinu, unz
hann fann eldspýtustokk, og
kveikti á litlum lampa, er stóð
á borðinu. Dauf ljóstýran lýsti
brátt upp baðstofukytruna og
varpaði flöktandi, fölu skini á
skarsúð og þil, Lampinn ósaði
dálítið, en Jón gaf því engan
gaum. Hann seildist eftir loku-
buxum sínum, sem héngu aftan
við rúmið, smeygði sér í þær og
dró skinnskó á fætur sér. Svo
gekk hann hljóðlega út úr bað-
stofunni, þreifaði sig fram kol-
dimm bæjargöngin, lauk upp
útidyrahurðinni og gekk fram á
bæjarhlaðið. Þar stóð hann um
stund, gáði til veðurs og hugði
að mannaferðum. Svo gekk hann
til sjóbúðar sinnar og kallaði
háseta sína.
Þegar Jón kom aftur til bað-
stofu, var Herdís vöknuð. Hún
hafði ýtt sænginni dálítið ofan
af sér, því að fasthlýtt var inni.
Ljósið féll á hvíta, nakta arma
hennar og þrýstin brjóstin, sem
komu í ljós upp undan fleginni
nærskyrtunni. Herdís var lagleg
kona og enn á æskuskeiði. Fag-
urvaxinn, ívið hold-
ugur líkami hennar
geislaði af heilbrigði
og lífsþrótti. Stritið
og fátæktin höfðu
ekki enn sett mark
sitt á hana, eins og
svo margar alþýðu-
konur, sem urðu slitn-
ar og gamallegar fyrir
aldur fram.
— Hvernig er veðr-
ið? spurði Herdís og
reis upp við olnboga.
— Það er útskot
eins og er, en segja
mætti mér, að hæg-
viðrið að tarna fari af,
þegar líður á daginn,
sagði Jón og setti upp
prjónahúfu, sem hann bar jafn-
an undir sjóhattinum, þegar
kalt var í veðri.
— Mig langar mest til að biðja
þig að vera í landi í dag, mælti
Herdís. — Ég veit ekki hvernig á
því stendur, en það er hálfgerður
geigur í mér. Mig dreymdi svo
illa í nótt.
— Ekki mun ég sitja í ’andi,
þegar aðrir róa, mælti Jón, og
nú var rödd hans hörð og köld.
— Það yrði saga til næsta bæjar
eða hvað heldurðu, að hásetar
mínir segðu við slíku háttalagi.
Mér yrði lagt það út sem hrein
og bein sjóhræðsla.
— Ég hef aldrei beðið þig þessa
fyrr, eins og þú veizt, mælti Her-
dís. — Ég hef ekki aftrað þér
frá því að róa. En stundum hef
ég verið hrædd, þegar þú hefur
farið frá mér út í myrkrið og
storminn, þótt ég hafi ekki látið
á því bera. Kannski er ég ekki