Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 19

Heima er bezt - 01.09.1956, Síða 19
rauðu loga eldfjallanna. — Ég heilsa hinum íslenzka fána og færi lýðveld- inu íslenzka hinar hlýjustu óskir norsku þjóðarinnar og óska því allr- ar gæfu á komándi árum.“ Ur ummælum blaðanna skal þetta hermt: „Ásgeir Ásgeirsson forseti kemur ekki hingað sem fulltrúi söguþjóðar. Hann kemur í vináttuheimsókn frá þjóð, sem er í örum framförum og vexti. Hin herfræðilega lega landsins og einhæfir atvinnuvegir þess hafa skapað því mörg óvenjuleg viðfangs- efni. Vér óskum eftir að efla tengslin við ísland, á líkan hátt og gert hefur verið á menningarsviðinu á undan- förnum árum. Heimsókn Ásgeirs Ás- geirssonar og ferðalag hans hér í landinu mun færa báðar þjóðirnar nær marki þessara óska. í mannsaldur hefur hann tekið virkan þátt í norrænu samstarfi með ýmsum hætti. Það samstarf var und- irstrikað með ályktun Alþingis við lýðveldisstofnunina 17. júní 1944. Þegar hann stígur á land á mið- vikudaginn ásamt forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur, verður gamall norsk- íslenzkur óskadraumur að veruleika.“ (Morgenbladet). „Norska þjóðin býður Ásgeir Ás- geirsson og Dóru Þórharllsdóttur vel- komin í dag til lands síns. Dagana, sem þau dveljast í Noregi, munu hinar hlýju tilfinningar, sem allir Norðmenn bera til landsins í vestri, streyma móti þeim. Vér bjóðum þau velkomin sem fremstu fulltrúa þjóð- ar, sem vér höfum rakið ættir til um þúsund ár. Um aldir fjarlægðust Norðmenn og íslendingar hvorir aðra, en vin- áttuböndin eru knýtt á ný, og fram- undan oss er samstarf, ef til vill miklu mikilvægara en nokkru sinni fyrr.“ (Dagbladet). „Það hrærði hjörtu Norðmanna, þegar forsetinn í ræðu sinni sagði, að Að ofan: Frá hevmsókn forsetahjónanna að Holti í Önundarfirði. í miðju: Forsetahjónin koma til Rafns- eyrar í Arnarfirði. Að neðan: Heimsókn forsetahjónanna til Seyðisfjarðar.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.