Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 4
HANNES J. MAGNÚSSON, SKÓLASTJÓRI: ^Bernskujólin mín i. töku sinnum, þegar allt er kyrrt og hljótt, skýt- ur upp í vitund minni gamalli minningu, — un- aðslegri minningu, sem ber af öllum öðrum. Henni fylgir einhver undursamleg birta, dásam- legur hjartafriður og öryggiskennd. Ég sagði minn- ingu. — Ég veit ekki einu sinni, hvort þetta er endur- minning, en sé svo í raun og veru, og sé hún af þessum heimi, tel ég engan vafa á, að hún eigi rætur sínar að rekja til einhverra hinna fyrstu jóla, sem ég lifði. Kannske þessi undursamlega birta, sem getur enn leik- ið um sál mína á hljóðum stundum, hafi aðeins verið bjarmi frá litlu kerti á rúmstuðlinum. Kannske jóla- helgin í litlu og lágu baðstofunni hafi seytlað svo inn í unga og opna sál, að hún varð gagntekin af annarleg- um friði og öryggiskennd, sem hálf öld hefur ekki get- að máð burt með öllu? — Ég veit það ekki. Kannske okkur dauðlegum mönnum sé líka stundum gefið það, að sjá himnana opnast og finna dýrð guðs streyma inn í sálir okkar? En ef slík undur gerast nokkurn tíma í lífi okkar, þá er það á jólunum, og það af þeirri ein- földu ástæðu, að þá eru sálir okkar opnari en venjulega fyrir áhrifum að ofan. Við erum þá næst himninum. Og ef nokkrir lifa slíkar stundir, þá eru það hrifnæm og saklaus börn. Þegar ég fer að rifja upp minningar frá bernskujól- um mínum, og ekki sízt, þegar ég á að segja frá þeim, kemst ég að raun um, að þar er á almennan mælikvarða ekki frá neinu að segja. Það gerðist í raun og veru ekk- ert, sem í frásögur er færandi. Allur jólaviðbúnaður og allt jólahald var svo fábrotið og fátæklegt, að það get- ur tæplega jafnazt á við venjulegt nútíma sunnudaga- hald. Og ef bernskujól mín hefðu ekki verið neitt ann- að en þetta fátæklega hátíðahald, þessi litli dagamunur, hefði ég aldrei átt nein bernskujól, sem væru þess verð að minnast þeirra, hvað þá að skrifa um þau. En guði sé lof fyrir, að þau voru annað og meira. Þess vegna geymdi ég minningarnar um þau í helgum sjóði, minn- ingar, sem aldrei munu fyrnast. Og þess vegna legg ég út á þá vafasömu braut að færa þessar minningar í let- ur. En ég geri það með hálfum huga, því að ég óttast, að þær hafi ekki gildi fyrir neinn nema mig sjálfan, og skal þó á það hætt. Ég hef oft hugsað um það síðar á ævinni, hvað það hafi verið, sem gerði bernskujólin mín svona dásamleg, þrátt fyrir allt. Síðan hef ég lifað mörg jól. Mörg þeirra hafa verið yndisleg, bæði þau, sem ég hef haldið meðal ýmissa vina minna og kunningja, og þá ekki sízt þau, er ég hef haldið með fjölskyldu minni. Það hafa verið jól allsnægta og stundum íburðar, jól ljósadýrðar og alls konar þæginda, jól vinagjafa og veizluhalda. En engin þeirra hafa þó jafnazt á við jólin heirna í allri fátækt- inni, fábreytninni og því umkomuleysi, er fylgir slíkri aðstöðu í þjóðfélaginu. Og þó lifði ég þessi jól í lélegu moldarhreysi, sem ekki myndi þykja hæfur mannabú- staður nú á dögum, í djúpri þögn hinnar íslenzku vetr- arnætur. Já, kannske var það ekki hvað sízt þögnin, friðurinn og hin djúpa kyrrð, sem gerði bernskujólin mín að helgum stundum, að ógleymdu því, að ég var barn, sem kunni að hlakka til. Sú guðsgjöf fylgir hinu fábreytta lífi, að eiga alltaf einhver tilhlökkunarefni. Það þarf svo rniklu minna til að gleðja þær sálir, ^em alizt hafa upp í skóla nægjuseminnar. II. Ég gat þess hér að framan, að á bernskuheimili mínu hefði ekki verið mikill jólaviðbúnaður. Foreldrar mínir áttu þess ekki kost. Efnahagur þeirra leyfði þvi ekki jólahald í líkingu við það, sem nú tíðkast. Þó býst ég við, að það hafi verið svipað og á öðrum fátækum heim- ilum í minni sveit. Með fyrsta sunnudegi í aðventu má segja, að jólin minni örlítið á komu sína. Þá byrjuðum við systkinin sem sé á því, að skrifa hjá okkur alla gesti, sem til okk- ar komu, og héldurn því áfram alla jólaföstuna. Karlar voru nefndir jólasveinar, en konur jólameyjar. Þær urðu jafnan miklu færri, og því úr litlu að velja. Var svo dregið um þetta fólk á jólunum. Móðir mín og systur drógu jólasveinana, en við feðgar jólameyjarnar. Þetta var tilbreyting og vakti gleði. Skömmu fyrir jólin fór faðir minn ætíð í kaupstað- inn. Heimkoma hans var okkur systkinunum ætíð mik- ið tilhlökkunarefni. Og þó var jólavarningur þessi næsta fátæklegur, nálega ekkert annað en brýnustu lífsnauð- synjar, svo sem kaffi, sykur, hveiti, lítið eitt af rúsín- um og púðursykri. Þá var ýmislegt smávegis, svo sem eldspýtur, lampaglas til vara, og eitt sápustykki. Kannske var svo einhvers staðar í pokahorninu eitt súkkulaðistykki, kertapakki og spil. Það var allur mun- aðurinn. En allt slíkt var vandlega geymt til jólanna. En þó að jólavarningurinn væri ekki fjölbreyttari en þetta, vakti hann þó tilhlökkun og gleði, þegar hann kom. Litla baðstofan fylltist af einhverri framandi lykt. Það var fylgzt með hverjum hlut, hverjum smáböggli, sem kom upp úr pokanum hans pabba. Rauður kandís- moli, sem mamma stakk að okkur, jók enn á gleðina. Þessi fátæklegi og fábreytti varningur vakti einhverja öryggiskennd og varð í mínum augum að allsnægtum. Nú var þetta allt til á heimilinu, og þá fyrst og fremst 404 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.