Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 17
Kirkjan á ströndinni
E=^inu sinni spurði ég stóran barnahóp að |>ví,
hvernig væri bezt að læra landafræði. Ýmsar
uppástungur komu fram, en yfirleitt voru
“■ börnin á einu máli um það, að jafnframt því að
lesa bókina vel riði mest á því að athuga vel kortið af
landinu, sem lesið væri um. Loks kom einn með þá til-
lögu að bezta aðferðin væri, að fljúga yfir löndin og
skoða þau úr flugvélinni. Þetta þótti öllum skynsam-
leg tillaga, en þó komumst við að þeirri niðurstöðu að
lokum, að lítið gagn væri að fljúga yfir löndin, ef við
hefðum ekkert lesið og lært um þau áður. Við þessar
umræður kom það líka fram, að nauðsynlegt væri fyrir
þá sem ætluðu sér að fara til dvalar í ókunnugt hérað
eða ferðast um ókunna landshluta, að lesa áður vel um
þessa landshluta eða héruð og athuga vel landabréfið,
þá hefði maður margfalda ánægju af ferðinni.
Mig langar nú til að bjóða lesendum í smá flugferð
með mér frá Reykjavík suðaustur yfir Reykjanesskag-
ann og byrjum við þá flugferðina frá Reykjavík. Flug-
völlurinn er í Vatnsmýrinni suðaustan við bæinn, rétt
út undir Skerjafirðinum.
Við hefjum okkur til flugs á flugvellinum í björtu,
hlýju sumarveðri. Flugvélin flýgur lágt austur yfir
Skerjafjörðinn og við sitjum auðvitað við gluggana og
horfum á landið, sem við fljúgum yfir. Það fyrsta sem
vekur athygli okkar er hið forna og nýja höfuðból og
sögustaður, forsetabústaðurinn Bessastaðir. Vitanlega
ráðum við ferð flugvélarinnar, en við látum hana þó
ekki tefja við athugun á Bessastöðum í þetta sinn, og
geymum okkur þennan fræga stað þar til síðar gefst
tækifæri til að athuga hann.
Flugvélina ber hratt yfir. Við fljúgum yfir Hafnar-
fjörð. Mest ber þar á dökkri byggingu upp á háum
hamri. Það er Flensborgarskólinn, menntasetur Hafn-
arfjarðar. Nú flýgur flugvélin yfir grátt og gróðurlítið
brunahraun. Mjór bílvegur liggur yfir hraunið, og við
fljúgum í sömu stefnu yfir hraunið. Okkur sýnast bif-
reiðarnar á veginum eins og barnaleikföng. Manni vírð-
ast þær fara hægt og silalega eftir veginum, en þó eru
þær áreiðanlega á 50—60 km hraða. En flugvélin fer
fjórum til fimm sinnum hraðar, þess vegna sýnist okk-
ur bílarnir fara svona hægt.
Nú fljúgum við yfir allstórt vatn, sem fyllir djúpa
hvilft eða dalskoru í hálendinu. Við látum flugvélina
hringsóla yfir vatninu, á meðan ég rifja upp sagnir un\
þetta sérkennilega vatn og nágrenni þess. Þetta vatn
heitir Kleifarvatn og er að rnörgu leyti mjög merkilegt.
Eitt hið furðulegasta við þetta vatn er það, að yfir-
borð þess lækkar og hækkar aftur á rösklega 20 árum.
Hvergi sézt að vatnið hafi afrennsli og engin á fellur
heldur í það, en allmikil úrkoma fellur þó yfir vatnið
og heiðar og hamra árlega, en það virðist engin áhrif
hafa á vatnið. Það hvorki vex í óþurrkum eða lækkar í
því í þurrviðri, heldur smálækkar í því á tveimur ára-
tugum og þá kemur upp allstórt slétt land eða þurr-
lendi við vesturenda vatnsins. Svo byrjar aftur að
hækka í vatninu og vex vatnið þá stöðugt í næstu tvo
áratugi. Ekki held ég að neinn viti með vissu, hvemig
á þessu stendur, en til er þjóðsaga um þetta og bezt er