Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 26
ekið þeim heim í hlaðið í Austurhlíð. Hann er nú á förum heim. Jón er nýfarinn af stað til að sækja reið- hestana sína. Hann ætlar sjálfur að flytja Geir út að Grund, en vinnuvélarnar eiga aðeins að fara til næsta bæjar, því þar á Geir að hefja vinnu sína strax eftir helgina. Ungi prestssonurinn stendur á hlaðinu í Austurhlíð, sólbrúnn og hraustlegur, og lítur yfir vinnuafköst sín síðastliðna viku. Hann er vel ánægður með þau. En nú er hann á förum héðan, og í kvöld verður hann að segja Lilju hug sinn í einrúmi. í þetta skipti þarf hann ekkert fyrir því að hafa að ná fundi hennar. Lilja kemur út úr bænum með fötu í hendi og ætlar að ganga inn í skemm- una frammi á hlaðinu. Geir snýr sér að henni og segir brosandi: — Gott kvöld, Lilja. — Gott kvöld. Maturinn bíður þín á borðinu, Geir, gjörðu svo vel að ganga í bæinn. — Ég þakka þér fyrir, Lilja. En fyrst langar mig til að tala dálítið við þig. — Nú? — Hún nemur staðar. Geir gengur til hennar og segir brosandi: Ég skal ekki tefja þig né þreyta með löngum formála. í kvöld er ég á förum héðan, og því er bezt að Ijúka erindum sínum strax. — Viltu verða konan mín, Lilja? Hún lítur undrandi á Geir og getur engu svarað í svipinn. En svo áttar hún sig brátt og segir: — Þetta kom mér sízt til hugar. En ég get aldrei orðið konan þín, Geir. — Er annar kominn á undan? Hún roðnar ósjálfrátt, en lítur svo einarðlega á prests- soninn: — Það eru mín einkamál. — Alveg rétt, Lilja, fyrirgefðu spurningu mína. Lilja ætlar að ganga inn í skemmuna, en Geir réttir henni höndina og segir alúðlega. — Má ég taka í hönd þína, Lilja, til merkis um það, að við séum jafngóðir vinir sem áður? • — Já, Geir. Hún tekur í útrétta hönd hans. Hann horfir hlýtt á hana og segir um leið og hann þrýstir hönd hennar: — Ef til vill skyggnist ég dýpra inn í hug þinn nú, heldur en þig grunar, Lilja, og ég óska þér góðrar framtíðar. — Ég þakka þér fyrir, Geir, þess sama óska ég þér. Svo sleppir hann hönd hennar, og hún hverfur inn í skemmuna. Geir hefir lokið kvöldverði. Hann kveður þær mæðg- urnar í Austurhlíð og ríður úr hlaði ásamt Jóni. Prests- sonurinn er í léttu skapi, þrátt fyrir misheppnað bón- orð, enn er hann ungur og ótal tækifæri fram undan til þess að velja sér konu, en hann skal ætíð verða vinur Lilju í Austurhlíð. Jón og Geir ríða hljóðir út veginn. Að lokum rýfur Jón þögnina og segir: — Hvenær má ég eiga von á þér að Austurhlíð næst, Geir minn? — Það getur orðið bráðlega, Jón, en sem tengdason- ur þinn kem ég þangað ekki. — Jæja. — Blóðið þýtur fram í kinnar Jóni. — Hvað er þá í veginum fyrir því? Dóttir þín óskar ekki eftir minni samfylgd í gegnum lífið. En við erum jafngóðir vinir eftir sem áður. — Hafnaði Lilja bónorði þínu? — Já, hún gaf mér svar í fullri hreinskilni, og ég met hana mikils. — Þetta eru þungbærar fréttir fyrir mig. Rödd Jóns skelfur af geðshræringu. En Geir segir brosandi: — Við skulum aldrei nefna þetta framar, Jón, málið er útrætt, og ég vona að Lilja gjaldi þess ekki í neinu, þótt svona færi. Jón svarar þessu engu. Þeir ríða síðan út að Grund. Jón hefir skamma viðdvöl á prestssetrinu að þessu sinni. Hann heldur brátt heim aftur. Gremja og vonbrigði ólga í sál hans. Grunurinn um samband Jónatans og Lilju nær fastari tökum á huga Jóns. Skyldi Vestur- hlíðarstrákurinn vera orsök þess, að hún hafnaði bón- orði prestssonarins? Seint getur hann fyrirgefið henni það glapræði, en Jónatan skal hún aldrei fá að eiga! Jón hraðar ferð sinni heim að Austurhlíð. Fyrst ætl- ar hann að tala við konu sína, og síðan við Lilju. Unga heimasætan í Austurhlíð hefur lokið eldhús- störfunum að þessu sinni og gengur inn í baðstofu. Þar sezt hún niður og nær í spegil og greiðu og lokkar hár sitt í tilefni af helgideginum að morgni. Hugur hennar dvelur við bónorð Geirs. Hann er ágætur piltur, og vinátta hans er henni mikils virði, en hún óskar af heil- um hug, að hann hefði aldrei borið upp bónorð við sig. Hún vonar fastlega, að foreldrar sínir hafi enga hug- mynd um þetta tiltæki hans, það gæti haft miður góðar afleiðingar. Lilja hefur ekki tóm til að hugsa málið frekar. Bað- stofuhurðinni er hrundið upp, og foreldrar hennar koma bæði inn í baðstofuna. Svipur þeirra beggja lýsir æstum tilfinningum. Jón lítur hvössum augum á dóttur sína og segir: — Þú lokkar á þér hárið. Fyrir hverjum ertu að halda þér til? — Fyrir sjálfri mér fyrst og fremst. — Það er trúlegt, en svo er þér kannske kunnugt um sjónauka, sem nágrannarnir eiga til þess að geta séð feg- urð þína. — Nei, ekki er mér nú kunnugt um þá, en þeim væri víst öllum velkomið að sjá mig í sjónauka, ef þeir hefðu nokkra ánægju af því! — Já, það var svo. En það var annað, sem ég ætlaði að spyrja þig að. Hvað kom þér til að hafna bónorði prestssonarins á Grund, svaraðu mér því? Jón horfir fast.og biturlega á dóttur sína. Lilja mætir óhikandi augum föður síns og segir ró- lega: — Ég hafði bara erigá löngun til þess að giftast honum. — En veiztu hvað þú hefur gert með því að hafna bónorði hans? Þú hefur ekki einungis glatað þinni eigin lífshamingju, heldur framtíðarheill foreldra þinna líka. — Hafið þið svona mikinn áhuga fyrir því að ég fari að gifta mig? — Látum það liggja á milli hluta, en þér býðst áreið- anlega aldrei betra gjaforð á lífsleiðinni en prestssonur- 426 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.