Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 18
að segja hana á meðan flugvélin sveimar yfir vatninu. A sunnanverðu Reykjanesi eru víkur tvær. Heitir önnur Krýsuvík en hin Herdísarvík. Segja þjóðsögur að sín konan hafi numið land í hvorri vík. Er Krýsu- vík í Gullbringusýslu, en Herdísarvík í Árnessýslu. Hét sú kona Krýs, er nam land í Krísuvík, en Herdís sú, sem nam land í Herdísarvík. Þeim samdi illa þótt alllangt væri á milli bæjanna og gerðu þær hvor annarri glettingar. Aðal misklíðin var út af beit, slcegjum og veiði-vötnum. Þegar þær eltust, versnaði enn samlyndið. Sagan segir, að þær hafi eitt sinn, er þær voru orðnar gamlar, hitzt á milli bæjanna, en þó nær Herdísarvík, í hraunhólum nokkrum. Þar varð þeim mjög sundur- orða og harðnaði deilan, þar til þær heituðust hvor við' aðra. Krýs lagði það á, að allur silungur hyrfi úr ágætri veiðitjörn í túnfæti í Herdísarvík, en tjörnin fylltist aftur af loðsilungi og öfuguggum, sem enginn leggur sér til munns, en þá lagði Herdís það á, að allur sil- ungur hyrfi úr veiðivötnum í Krýsuvíkurlandi, en í stað þess fylltust vötnin af hornsílum. Herdís hafði ætíð séð ofsjónum yfir ágætu starengi, sem lá við vest- urenda Kleifarvatns og nú lagði hún svo á og mælti um að engi þetta færi í kaf á næstu 20 árum og yrði engum til nytja og kæmi svo smátt og smátt upp aftur á næstu 20 árum, þegar lækkaði í vatninu og færi svo aftur undir vatn, og svona koll af kolli. Eftir þessar heitingar og heiftarorð, féllu þær báðar dauðar niður. Eru þær dysjaðar báðar þarna í hraunhólunum, og heitir önnur dysin Krýs en hin Herdís. Er þetta á sýslu- mörkum. Ekki var hollt andrúmsloftið í kringum hinar heiftúðgu konur, því að smali frá Herdísarvík, sem var þarna nærstaddur, féll Jíka dauður til jarðar. Nú beinum við flugvélinni aftur í suðurátt. Þegar við fljúgum yfir Krýsuvík, lítum við yfir eitt mesta hverasvæði landsins. Víða eru gufustrókar upp úr jörð- inni og líka hátt uppi í hlíðunum. Einn gufustrókurinn ber þó af öllum hinum. Hann er úr borholu, sem bor- uð var fyrir nokkrum árum. Ur þessari borholu gýs gufumökkurinn hátt í loft upp með miklum drunum og hávaða. Ef til vill tekst einhvern tíma að beizla þenn- an kraft, sem virðist undra mikill. Flugvélina ber hratt yfir. Við fylgjum ströndinni austur með og nálgumst nú Selvoginn. Hvaða ljósleita bygging er þetta, sem stendur ein sér á lágum hóli á sjávarströndinni? Jú, þetta er kirkja. Þetta er hin fræga Strandarkirkja, sem nafnkenndust er af kirkjum lands- ins. Við látum nú flugvélina svífa mjúldega yfir þess- um sögulega, fornhelga stað, og á meðan rifjum við upp ágrip af sögu kirkjunnar. Á fyrstu árum íslandsbyggðar hefur þessi sveit verið gróðursæl og fögur. Skógivaxnar hlíðar fjallanna, gróð- ursæl heiðalönd, móar og vall-lendi. Enn fremur veiði- vötn, sjávargagn og ýmis hlunnindi. Síðar herjaði upp- blástur landið og gróðurlendið spilltist. Lá við borð að byggð eyddist vegna uppblásturs landsins. Sagt er að Altarið í Strandarltirkju. Strandarkirkja. 418 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.