Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 23
aldrei hef ég eins
augnaljóma séð.
Björn fær hlaupahjól,
Halla nýjan kjól,
Sigga brúðu sína við
syngur, — Heims um ból.
Og að lokum er hér lítið jólaljóð sem heitir: Hvít
jól. Höfundur er Fríða Sæmundsdóttir. Haukur
Morthens hefur líka sungið þetta litla ljóð inn á hljóm-
plötu. Sýnir það, að hinn vinsæli dægurlaga- og dans-
lagasöngvari hefur líka ánægju af að syngja falleg jóla-
ljóð fyrir íslenzka æsku.
Mig dreymir um mín æskujól,
ómana fögru, „Heims um ból“.
Og um bjöllunnar hljóm
og barnanna róm,
sem biðja um hækkandi sól.
Mig dreymir horfna dýrð og ró,
dúnmjúkan, hvítan jólasnjó
og um klukknanna ómfagra klið,
sem að kveikir von um líf og frið.
Líklega kemur þetta jólablað til lesenda nokkru fyrir
jólin, eða í þann mund, sem mestu jólaannirnar eru að
hefjast.
Þegar rætt var um jólaannir fyrir fjórum til fimm
áratugum, var einkum átt við hinar miklu annir hús-
mæðra við hreinlætisstörf og matargerð. Var það geysi-
leg vinna að þrífa og skreyta léleg bæjarhús og sjóða
og baka mat fyrir alla hátíðisdagana.
Þessar annir húsmæðra eru nú mjög breyttar, en þó
eru enn miklar annir hjá öllum fyrir jólin, eins og fyrr
á árum.
I önn dagsins má þó helgihald jólanna ekki gleymast.
Ljósadýrð og sálmasöngur hefur ætíð einkennt helgi-
hald jólanna, og svo mun enn verða um aldaraðir.
GLEÐILEG JÓL!
Stefán Jónsson.
Pren tvil I upúkin n
Krakkar mínir.
Nú eru allir draugar fyrir löngu kveðnir niður —
írafellsmóri, Hleiðargarðsskotta, Þorgeirsboli og allir
hinir — nema einn, — það er aldrei hægt að kveða hann
niður, hvernig sem reynt er, og hann fylgir öllum
prentsmiðjum og heitir prentvillnpúki. Þessi vondi púki
er með nefið niðri í öllu, en reynir þó að láta engan
sjá sig. Við erum álltaf að eltast við þann leiða púka,
en í prentsmiðjum eru mörg skot til að fela sig í, og
hann þekkir öll þessi skot miklu betur en við, og getur
þess vegna stundum leikið á okkur. En miklu oftar er
það þó, að við náum í þrælinn og lokum hann niðri í
sterkum járnkassa. En prentvillupúkinn er rammgöldr-
óttur og segir bara: „Hókus, pókus, lokið upp“ og þá
sprettur lokið af og hann er stokkinn upp úr kassanum
áður en við getum snúið okkur við, og er þá búinn að
gera af sér eitthvert skammarstrikið, sem við komum
ekki auga á.
Eitt af því versta sem hann hefur lengi gert, gerði
hann hérna um daginn, þegar við vorum að prenta
september-blaðið af „Heima er bezt“, þá gerði hann
sér lítið fyrir, stökk upp úr kassanum og hreinlega stal
einu t — téi — úr orðinu hvatskeytlegur í barnagetraun-
inni, þannig að orðið var prentað skakkt, svona:
„Hvatskeylegur“, en átti auðvitað að vera „Hvatskeyt-
legur“.
Hann er svo ógurlega snar í snúningum þessi prent-
villupúki, að það er stundum ekki nokkur leið að koma
auga á það sem hann gerir, og svo var það í þetta sinn.
En ég get sagt ykkur það, að hann fékk ærlega hýð-
ingu með fjalldrapavendi á eftir, enda hefur hann ekki
bært á sér síðan. En drottinn má vita, nema hann sé bú-
inn að gleyma hýðingunni, og noti nú tækifærið á
meðan ég er að skrifa þetta, til þess að gera af sér eitt
skammarstrikið enn. Munið: Rétt skrifað er orðið:
Hvatskeytlegur.
En vegna þess, að eðlilega hafa mörg ykkar flaskað
á þessu, þá höfum við ákveðið, að kippa orðinu hvat-
skeytlegur úr getrauninni, og láta það engin áhrif hafa,
þegar dregið verður úr réttum svörum.
Gleðileg jól, allir krakkar.
Ykkar
Sigurður O. Björnsson.
Bréfaskipti
Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Kirkjubóli, Vopnafirði, N.-Múla-
sýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða
stúlku á aldrinum 15—17 ára.
Ingólfur Sigurjónsson, Grímsstöðum, V.-Landeyjum, Rang.,
óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlkur á aldr-
inum 17—18 ára.
Sigrún Hákonardóttir, Hjarðarlandi, Biskupstungum, Ar-
nessýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða
stúlku á aldrinum 14—16 ára.
Heiðrun Þorsteinsdóttir, Ásbrandsstöðum, Vopnafirði, N.-
Múlasýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta
og stúlkur á aldrinum 17—22 ára. Mynd fylgi bréfi.
Elinborg Ásmundsdóttir, Hólakoti, Hrunamannahreppi,
Árnessýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta
á aldrinum 15—17 ára.
Heima er bezt 423