Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 38
„Jú, þú ferð norður til að skilja við þennan mann, um annað er ekki að ræða.“ „En skepnurnar mínar? Þær fæ ég aldrei að sjá fram- __ U . ar. „Því ekki það. Þú getur farið fram á að þær verði fóðraðar fyrir þig næsta vetur. Það getur komið upp í eftirgjaldið af jörðinni. Svo reyni ég líklega að koma honum burtu frá Hofi næsta vor.“ sagði sú ráðagóða kona, maddama Karen. Rósa stundi þungan. Henni duldist ekki, að framund- an voru erfiðir dagar, kannske lítið léttbærari kjör á komandi vori en því, sem nú var liðið og hafði það þó gengið nærri henni. Það leið að sumarmálum án þess fleiri bréf færu milli hjónanna. Kristján var orðinn órólegur yfir þessari ó- viðkunnanlegu þögn. Hvað skyldi hún afráða, sú kona? var spurning, sem hann lagði fyrir sjálfan sig aftur og aftur. Skyldi hún ætla að koma norður til hans og láta sem ekkert hefði í skorizt? Eða ætlaði hún að forsmá hann og láta hann aldrei heyra frá sér framar né drengn- um. Það var ekkert að því, að fá að sitja í búinu og þurfa ekkert um þau að hugsa. En það var ólíkt henni móður hennar að líða slíkt. Loksins kom þó þunnt bréf með rithönd Rósu utan á. Hann fór með það inn í skrifstofu og læsti að sér, meðan hann var að lesa það, svo hann yrði ekki ónáðað- ur. En þess hefði hann ekki þurft. Það voru bara nokkr- ar línur, — hvorki heilsa eða kveðja. Aðeins þetta: Ég kem norður í vor til að fá skilnað. Öðru vísi getur þetta ekki endað — og nafnið hennar neðan undir. Ekki einu sinni kveðja frá drengnum. Hann sat lengi og horfði á þessar fáu en þýðingar- miklu línur. Það var svo sem auðvitað, að svona myndi hún snúast við þessu, fyrst hún hefði ekki komizt norð- ur áður en hún hafði fengið fréttir af því, sem gerzt hafði á þessum óheillavetri. En hún skyldi aldrei fá skilnaðinn. Ásdís var á vakki fyrir framan skrifstofudyrnar. Hún hafði þekkt utanáskriftina, og var forvitin að heyra, hvort Rósa væri væntanleg norður bráðlega. En svo leiddist henni að bíða, því úti var verið að stinga út úr húsunum, og hún hafði haft það verk að kljúfa hnaus- ana eftir að Leifi frá Garði var búinn að flytja þá frá húsunum til hennar í hjólbörum. Hún kom við í hlóða- eldhúsinu hjá Geirlaugu, sem var að þvo, og sagði bros- leit: „Ég sá að Kristján var að fá bréf frá Rósu, og ætlaði að fá fréttir úr því, en hann er þá svo lengi að lesa það, að ég nenni ekki að bíða lengur. Það þarf að drífa þetta af, svo hægt sé að fara að vinna á túninu áður en sauð- burðurinn byrjar.“ Geirlaug var heldur stutt í spuna eins og vanalega, þegar minnzt var á Rósu, og svaraði: „Svo þér dettur í hug, að Rósa fari kannske að koma hingað heim aftur, eins og allt er í pottinn búið hjá ykkur Kristjáni?“ Ásdís hló og tók upp eftir henni: „Eins og allt er í pottinn búið. Þetta var þó nokkuð sniðugt hjá þér. Hann sagði það í vetur, að hún ætlaði að fara að koma. En ég er nú ekki trúuð á að hún geti yfirgefið fínheitin þarna fyrir sunnan.“ Framhald Bókahillan Framhald af bls. 433. ------------------------- í kvæðinu ura Kastor er engin uppgerð. Og ef til vill er það sterk- asti þátturinn í ljóðum Hallgríms, hversu einlæg þau eru. Ádeilur tekst honum miður með en þegar hann yrkir af samúð og hlýju eða lýsir undrum móður járðar. Kveðandi er snjöll, og kann höf- undurinn vel skil á íslenzku rími, enda leikur hann sér víða að háttum. Það er bjart yfir hugsun höfundar og miðlar lesandanum af þeirri birtu. St. Std. Breiðamerkursandur Framhald af bls. 432. ----------------------- merkurjökull svo mjög fram, að heita mátti að hann gengi í sjó, og munaði aðeins 200 metrum, að hann næði fram í fjöruborð, þegar hann var stytztur. Nú skiptir bilið milli sjávar og jökuls kílómetrum, því að jökullinn hefur gengið ákaft til baka á undanförnum áratugum og hefur myndazt hyldjúpt lón framan við jökulsporðinn og ofan við upptök Jökulsár. Dýpi lóns- ins nær langt niður fyrir sjávarborð og á fjöru flæðir sjór inn í lónið. Það má því með nokkrum sanni segja, að Breiðamerkurjökull gangi — fyrstur allra íslenzkra jökla — í sjó fram, og uppi í lóninu er saltur sær og ýmiss sjávargróður eða sjávarlíf. í þjóðsögum kemur Breiðamerkursandur einnig við sögu, m. a. í þjóðsögum Jóns Þorkelssonar, þar sem sagt er frá séra Magnúsi presti á Hörgslandi, nafn- kenndum kunnáttumanni á forna vísu. Ætlaði hann að hjálpa nafna sínum, Magnúsi á Glúmsstöðum, sem leit- aði til hans hrjáður og hraktur, og bað hann ásjár gegn ofsóknum illra anda á leið sinni austur á firði. Prestur tók málaleitan nafna síns vel, en bað hann líta aldrei aftur á Breiðamerkursandi, því að þá mundi sandurinn gnötra og ódæmi hin mestu ske. Svo fór samt, að Glúmsstaða-Magnúsi varð litið aftur á austanverðum Breiðamerkursandi, þegar honum fannst fádæmin fyrir aftan sig magnast svo að úr hófi keyrði. Sá hann drauga fljúgast á bak við sig og heyrði ömurlegt væl þeirra. Voru tveir þeirra þá sokknir undir hendur. En við það að Alagnús leit aftur, brá þeim svo, að þeir rifu sig upp úr jörðinni og fylgdu Magnúsi eftir. Og hvort munu nú ekki óvættir, draugar og illir andar fylgja þeim eftir, sem yfir Breiðamerkursand fara! Þar hefur jafnan óhreint verið sökum sviplegra dauðsfalla og þannig mun enn verða um aldir. 438 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.