Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 27
inn á Grund. Hvað kom þér til að neita honum. Ég
heimta að þú segir okkur foreldrum þínum það!
— Minn eigin vilji.
Anna getur nú ekki lengur setið á sér, hún gengur
fast að dóttur sinni og segir æst: — Engin undanbrögð,
Lilja. Er það Vesturhlíðar-ómennið, sem stendur hér á
bak við?
— Ég er búin að segja ykkur, að það er minn eigin
vilji, sem þar réð, og svo er ekki meira um það .
Anna grípur í ofsalegri bræði um handlegg dóttur
sinnar og ætlar að krefja hana um skýrari svör, en
Lilja slítur sig lausa, þýtur fram úr baðstofunni og út
úr bænum. Hún ætlar ekki að skrifta fyrir foreldrum
sínum né ræða um Jónatan í Vesturhlíð að þessu sinni.
Til þess þekkir hún of vel þann hug, sem þau bera til
hans. Lilja er lömuð af skelfingu. Hún veit að foreldrar
sínir svífast einskis, þegar Vesturhlíðarfjölskyldan á
hlut að máli. En aldrei hefur hún þráð Jónatan heitar
en nú.
Lilja sezt niður í djúpa laut fyrir norðan bæinn og
grúfir andlitið í höndum sér, inn í baðstofuna ætlar
hún ekki að koma aftur, fyrr en hún er örugg um, að
foreldrar sínir séu gengnir til náða.
Hjónin í Austurhlíð horfa máttvana af reiði á eftir
dóttur sinni, og hatrið til Jónatans í Vesturhlíð svellur
æðislegra í brjóstum þeirra en nokkru sinni áður. Lilja
skal aldrei, aldrei verða konan hans, hvað sem það kost-
ar. En fleiri orð eru þýðingarlaus að þessu sinni. Þau
ganga þögul til hvíldar án þess að svipast nokkuð eftir
ferðum Lilju. I kvöld fer hún ekki á fund Jónatans í
Vesturhlíð, það eru þau örugg um, því að þau hafa
fulla heimild fyrir því, að hann er ekki heima í sveit-
inni nú sem stendur.
XIII.
Sumardýrð og vinnugleði einkennir lífið í sveitinni.
Ungi bóndasonurinn í Vesturhlíð, sem nú er orðinn
búfræðingur, gengur ötull að störfum heima á óðaliföð-
ur síns. En í sumar vinnur hann ekki einn með foreldr-
um sínum. Við hlið hans starfar ung og glæsileg stúlka,
bóndadóttir úr næstu sveit, sem faðir hans réð að Vest-
urhlíð síðastliðið vor.
Unga stúlkan heitir Elín, og hjónin í Vesturhlíð hafa
mikið dálæti á kaupakonunni og halda mjög á lofti kost-
um hennar, en Jónatan umgengst hana frjálslega og
blátt áfram, án þess að leita eftir frekari kunningsskap
við hana. Foreldrar hans vona þó hið bezta um nánari
kynni þeirra, áður en sumarið er liðið, en þeim þykir
Jónatan nokkuð hlédrægur. Bæði hafa þau vakandi
auga á ferðum hans, og þau eru þess fullviss, að hann
hefur ekki náð fundi Austurhlíðarstelpunnar, síðan
hann kom heim af búnaðarskólanum í vor. Vonandi er
hann alveg hættur að hugsa um þá stelpugálu....
Ný vinnuvika er að hefjast. Fyrra túnaslætti er lokið
í Vesturhlíð. Heimilisfólkið situr að morgunverði. Atli
bóndi snýr sér að Jónatani og segir: — Ég ætla að biðja
ykkur Elínu að ríða fram á Engjaflöt núna eftir hádeg-
ið og heyja þar þessa viku.
— Fram á Engjaflöt? Jónatan lítur undrandi á föður
sinn. — Það eru liðin mörg ár, síðan þú hefur sótt hey-
skap svo langt.
— Það skiptir ekki máli í þetta sinn.
— Okkur endist varla hálfur vinnutíminn í ferðirnar
fram og aftur, þetta er svo löng leið.
— Ég ætlast ekki til þess, að þið komið heim á
kvöldin.
— Nú, ekki það?
— Nei, ég keypti tveggja manna tjald síðast, þegar ég
fór í kaupstaðinn, og þið eigið að liggja við í því fram
frá.
— Jæja. — Jónatani finnst þetta einkennileg ný-
breytni hjá föður sínum, þar sem nógar slægjur eru til
heima við túnið í Vesturhlíð, en vitanlega er faðir hans
sjálfráður, hvar hann lætur heyja í sinni landareign.
Atli snýr sér því næst að Elínu og segir glettinn og
brosandi: — Hvað segir þú um það, Elín mín, að búa
eina viku í tjaldi með bóndasyninum í Vesturhlíð?
— Allt ágætt. Ég er ekki óvön því að liggja við í
tjaldi.
— Hann lætur þér varla líða illa hjá sér.
— Ekki kvíði ég því.
Jónatan leggur ekkert til þessara mála. Honum er
sama, þótt hann heyi eina viku fram á Engjaflöt, en
einn í tjaldi með kaupakonunni ætlar hann ekki að gista.
Það skal hvorugt þeirra bíða álitshnekki af þeim sökum.
Hann á sjálfur tjald, sem hann keypti sér fyrir mörgum
árum, og í því ætlar hann að sofa.
Að loknum morgunverði daginn eftir sækir Elín
hestana. Feðgarnir undirbúa farangur útilegunnar.
Jónatan kemur tjaldi sínu fyrir með farangrinum án
þess að faðir hans veiti því nokkra eftirtekt. Atli er
venju fremur léttur á svip og segir glaðlega við son
sinn:
— Ég kem svo fram eftir um miðja vikuna með vistir
handa ykkur. Fyrir verkum þarf ég ekki að segja þér,
þú veizt hvernig bezt er að haga þeim. —
— Ég reyni að heyja eitthvað, segir Jónatan.
Ferðafólkið er tilbúið og ríður úr hlaði. Hjónin í
Vesturhlíð standa saman heima við bæinn og horfa
brosandi á eftir syni sínum og kaupakonunni. Þau eru
bæði ung og glæsileg, dugmikil og hneigð fyrir sveita-
búskap. Þetta ferðalag þeirra hlýtur að bera tilætlaðan
árangur.
Jónatan og Elín nema staðar fram á Engjaflöt og
stíga af gæðingunum. Jónatan tekur síðan farangurinn
og sleppir síðan hestunum, en því næst reisir hann tjald
föður síns. Elín ber vistirnar inn í tjaldið og kemur
þeim þar haganlega fyrir, hún á að verða húsmóðir þar.
— Nú byrja ég á því að hita kaffi handa okkur, Jóna-
tan, segir hún og tekur upp olíuvél og kaffiketil.
— Já, það skaltu gera, en á meðan ætla ég að reisa
tjaldið mitt.
— Þitt tjald? — Er þetta ekki tjaldið okkar beggja.
Heima er bezt 427