Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 14
 Æviminningar BJARGAR SIGURÐARDÓTTUR DAHLMAN ÍÓRA frá ingjaldsstöðum JONSDOTTIR (Framhald). Þessi hjón voru mjög rík. Maðurinn var Andreas Petersen, bróðir Holger Petersen og áttu |>cir einhverja stærstu verzlun í Höfn. Hjónin ferðuðust til Ítalíu, vegna heilsu frúarinnar. Móðursystir hennar sá um hús- stjórn á meðan, og hafði stúlku til aðstoðar. Ibúðin voru níu herbergi, ríkulega búin, og hafði ég setustofu og svefnherbergi fyrir mig og barnið. Ég átti ekkert annað að gera, en að sjá um mig og telpuna, sem var hálfs þriðja árs. Ég hafði því nógan tíma til að kvelj- ast af heimþrá eftir þessu „voðalega landi“, sem ég hafði flúið. Þegar birti af degi, hugsaði ég oft: Guð minn góður, á ég eftir að lifa þennan dag til enda. Ég sagði frk. Helgasen frá þessu og sagði hún þá: „Þetta þekki ég.“ Annars leið mér vel í barnfóstrustöðunni. Innivið klæddist ég í hvítt frá hvirfli til ilja, en úti var ég í ís- lenzkum búningi. Einn dag var ég úti með barnið og var hún þá rétt búin að læra að hneigja sig, og notaði hvert tækifæri til að sýna það. Við settumst á bekk í skemmtigarði, þar sem heldra fólk kom aðallega. Roskinn maður gekk fram hjá, og telpan stóð á fætur og hneigði sig. „Hún kann sig, þótt lítil sé,“ sagði hann, síðan sneri hann sér að mér: „Ég sé, að þér eruð frá íslandi, hvernig líður ykkur þar uppi?“ „Okkur líður vel,“ svaraði ég. „Þið viljið vera sjálfstæð?“ „Já. Það var að vísu mikil bót í máli, þegar Kristján IX. kom með stjórnarskrána, og nú bindum við vonir okkar við krónprins Friðrik, þegar hann sezt að völd- um.“ „Svo þið gerið það,“ svaraði hann. Hann tók síðan ofan og fór sína leið. Kona, sem sat á næsta bekk kom til mín með mildu írafári og spurði, hvort ég vissi við hvern ég hefði talað. „Nei,“ svaraði ég, „ég þekkti hann ekki, en það var viðkunnanlegur maður með háan silkihatt.“ „Það var Friðrik krónprins,“ svaraði hún. „Það var svei mér heppilegt,“ svaraði ég og hló. Ég sagði konunni hvað okkur hafði farið á milli og var hún viss um, að orð mín hefðu áhrif, „því,“ sagði hún, „Friðrik krónprins veit hvað hann vill.“ Þegar heim kom, sagði ég „tante Ida“ frá þessu at- viki og var hún upp með sér af litlu frænku sinni. Hjónin komu heim í maímánuði. Ég fór aftur á spít- alann, en vann á annarri deild en fyrr. Ég ætlaði að vera þar árið út, því þá var námstíminn ekki lengri. Þegar ég var nýlega byrjuð, kom læknir á spítalann og spurði eftir stúlku, sem vildi hjúkra og ferðast með roskinni konu. Hún væri Gyðingur og vel efnuð, en gengi með krabbamein og væri nokkuð erfið, annars væri hún góð þeirn, sem í þjónustu hennar væru. Hún héldi ekkert heimili og væri sífellt á ferðalagi. „Þá er bezt að hún fái fröken Dahlman. Hún er svo geðgóð, að hún hlær burtu erfiðleikana,“ sagði yfir- læknirinn. Frk. Helgasen ráðlagði mér að taka starfið að mér, og daginn eftir fór ég til konunnar. Hún dvaldi þá hjá systur sinni á Nærumgárd, sem var stórhýsi fyrir utan bæinn, með skemmtigarði. Systir hennar dvaldi þar að- eins á sumrin, hún átti einnig hús inni í borginni. Húsmóðir mín, frú Hannover, gekk með krabba- mein í móðurlífi. Hún var mjög sjaldan lasin, og þakk- aði það köldum böðum, sem hún tók á hverjum morgni; hún trúði, að þau héldu meininu í skefjum. Frú Hannover var mágkona Emils Hannover, prófessors. Systurdóttir frú Hannover var amma Niels Bohr, og hann og systkini hans komu oft til Nærumgárd. Um haustið var flutt inn í bæinn aftur. Ég og hús- móðir mín bjuggum á Hótel d’Angleterre, eins og vandi hennar var, þegar hún ekki dvaldi á Nærumgárd. Þegar frú Hannover bjó á Hótel d’Angleterre, komu oft gestir til hennar, og meðal þeirra, sem voru þar tíð- ir gestir, var Georg Brandes. Þau deildu oft um trúar- brögð, því að Brandes trúði á mátt sinn og megin, en hún á guð, og Gyðingar eru trúmenn mildir. Systurdóttir frú Hannover, ungfrú Hanna Adler frá Nærumgárd, var fyrsta konan, sem tók magisterpróf frá Hafnarháskóla. Hún ásetti sér að stofna skóla með nýju móti í Danmörku, samskóla telpna og drengja. Hún fór til Ameríku í því skyni að kynna sér rekstur slíkra skóla, og þegar hún kom heim, keypti hún hús- eign og hóf starfsemina. Börnin komu í skólann 6 ára og voru fyrsta árið í eins konar leikskóla, og síðan hófst 414 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.