Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 11
Þegar hópurinn kom út á Hvolsvöll, var þá þegar
komið vonzkuveður, rokstormur með sandbyl miklum
og hörkufrosti. Versnaði veður eftir því sem utar kom,
og mátti þar heita ofsaveður, gaddbylur og sandbylur
svo mikill, að ekki sá út úr augunum. Hlóðst mjög fyrir
vit manna og hesta klaki, snjór og sandur, og var því
ákaflega erfitt að halda í móti veðrinu.
Menn reyndu af fremsta megni að halda hópinn og
gættu þess vel, að enginn drægist aftur úr, því að þá gat
illa farið. Þannig var haldið áfram góða stund. Marga
var farið að kala nokkuð og þreytan að segja til sín hjá
mönnum og skepnum. Magnús Knútur hrópaði þá og
Það menn nema staðar og ráðgast um, hvað gera skyldi.
Voru allir sammála um það, að ekki væru tiltök að
halda iengur áfram, og yrði því að leita bæja. Var
ákvcðið að skipta sér og fara að Selalæk og Varmadal.
Skyldi stærri hópurinn fara að Varmadal en hinn að
Seíalæk.
Fram að Selalæk héldu þeir Þórður Stefánsson, Torfi
Einarsson, Jón Stefánsson, Páll Einarsson og Eyjólfur
Grímsson í Nikhóli í Mýrdal. Héldu þeir þegar af stað
undan veðrinu, og var veðurofsinn þá orðinn svo mikill,
að þeir hömdu sig ekki á hestunum og réðu ekki við
neitt. Ekki fundu þeir Selalæk þrátt fyrir mikla leit, og
leizt þeim því ekki á horfurnar á því að ná til bæja.
Þórður Stefánsson sagði, að þetta þýddi ekkert. Þeir
myndu aldrei finna bæinn, og fyndist sér vitlegast að
snúa við og reyna að finna leiðina til baka. Væru þá
meiri líkur fyrir að þeir kæmust til bæja, en þetta hring-
sól bæri sýnilega engan árangur. Þetta samþykktu allir.
Fannst þeim tillaga Þórðar rökrétt, þótt hann væri að-
eins sextán ára óreyndur unglingur í slíkum hamförum
veðursins. Þeir sneru því við og héldu móti veðrinu,
sem ekkert lát. var á. Sóttist ferðin seint að vonum, og
voru þeir orðnir mjög aðþrengdir af vosbúð og kulda,
þegar þeir loks hittu fjárhús frá Varmadal. Þar var þá
fyrir Magnús Knútur með sinn hóp. Urðu hinir mestu
fagnaðarfundir, því menn höfðu búizt við hinu versta.
Fóru allir af baki við húsin og leituðu skjóls inni.
Magnús Knútur var á rauðskjóttum hesti, er Hem-
ingur var nefndur. Þegar hesturinn sá húsið, lagðist
Séð frá Ægisiðu austur yfir Rangárvelli. Varmidalur til vinstri.
Þessi mynd er tekin frá tóftunum á Gömlu-Gaddstöðum yfir
Rangárvelli. Varmadal ber i Eyjafjallajökul.
hann á hnén við dyrnar, sem voru mjög lágar, og reyndi
þannig að komast í húsaskjólið. Svo mjög var skepnan
illa haldin, og voru þó aðrir hestarnir enn verr hraktir.
Er þar af hægt að skapa sér nokkra hugmynd um líðan
mannanna. Var hún vægast sagt mjög slæm, þeir aðfram
komnir vegna kulda og þreytu, meira og minna kalnir
í andliti og útlimum, sandroknir og fannbarðir. Hest-
arnir voru t. d. þannig út leiknir, að eklti var hægt að
sjá lit þeirra. Voru þeir allir svartir vegna sandsins og
þykk klakabrynja þar yfir.
Magnús Knútur vildi reyna að halda áfram og finna
bæinn í Varmadal. Sá hann, að þeim var það lífsnauð-
syn, ef nokkur kostur væri að koma mönnunum af stað
aftur. Var auðséð, að þeim var bráð nauðsyn að komast
þá þegar í umsjá og aðhlynningu fólks, ef vel átti að
fara. Taldi hann kjark í og seiddi fram þrek hjá hverj-
um manni, svo að allir samþykktu að halda af stað aftur
og leita Varmadals. \'ar þetta ekki álitlegt vegna veður-
ofsans og þess, að mjög var farið að draga af mönnum
og hestum. Stúlkurnar báru sig vel, en nærri má geta,
að líðan þeirra hefur verið afar slæm, enda höfðu menn
miklar áhyggjur af þeim. Þær voru mjög vel búnar að
ldæðum og vörðu andlit sín vel, hraustar og líflegar, og
gerðu sitt til þess að létta erfiðleikana.
Ekkert lát varð á veðrinu og seint sóttist ferðin. Loks
komust þau þó að bænum í Varmadal og hefði það ekki
mátt dragast öllu lengur, því mjög var fólkið orðið að--
þrengt og alls við þurfandi.
I Varmadal var tekið sérlega vel á móti þessum stóra
hópi hrakningsmanna. Nutu þau þar hvers konar umönn-
unar af miklum kærleika og gestrisni, svo að ekki varð
betur gert. Þá bjó þar Vigdís Þorvarðardóttir, Guðs-
mundssonar frá Litlu-Sandvík, ekkja eftir Sveinbjörn frá
Stekkum, orðlögð dugnaðar- og myndarkona.
Mennirnir reyndust allir meira og minna kalnir í and-
liti, höndum og fótum. Einn þeirra, Kort Elísson frá Fit,
missti t. d. hálf eyrun vegna kals. Verið var með kalda
bakstra við mennina alla nóttina og fram á morgun, og
var líðan þeirra slæm að vonum. En allt var gert fyrir þá,
Heima er bezt 411