Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 15
bóklega námið, og skólinn útskrifaði stúdenta. Hagbart sonur minn var einn þeirra, sem gengu í þennan skóla. Þegar Islendingar voru að berjast fyrir sjálfstæði og sérstökum fána, skrifaði Georg Brandes svívirðilega háðgrein um það mál og líkti þeirri baráttu við það, að Amagerbúar vildu slíta sambandi við Danmörku og taka upp sérstakan fána — með mynd af gulrót. Þegar greinin birtist, kom nafna mín, Björg Blöndal, til mín í mjög æstu skapi og spurði, hvort ég hefði les- ið greinina. Eg játti því og taldi Brandes sízt samboðið að skrifa slíka grein. Skömmu síðar bar fundum okkar Brandesar saman af tilviljun. Fröken Adler hafði gert mér boð um að tala við sig, því að Hagbart hefði verið óþægur, sem annars hafði aldrei komið fyrir. Ég fór til hennar, og þá var Brandes þar staddur. Ég spurði fröken Adler, hvað Hagbart hefði gert af sér, en hún vildi sem minnst úr því gera og sagði, að ég gæti spurt hann sjálfan. Sannleikurinn var sá, að Hagbart hafði sagt: „Maður má ekki gera neitt í þessum stelpuskóla!“ Þetta vildi fröken Adler ekki láta Brandes heyra, því að hann var samskólanum andvígur og taldi einmitt, að það hefti eðlilega fram- komu og þroska drengja að vera í skóla með stúlkum. Ég notaði tækifærið til að þakka Brandes fyrir þessa indæiu grein, sem hann hefði skrifað, og bætti við, að Strákur af Vesturbrú hefði varla getað skrifað heimsku- legri stíl. (Vesturbrúardrengir voru taldir lélegustu nemendur í skóla). Ég spurði hann m. a., hvort hann vissi ekki, að Island væri að flatarmáli nærri þrisvar sinnum stærra en Danmörk. Brandes hafði líka sagt í greininni, að Islendingum væri nær að kemba af sér lúsina en að vera að þessu sjálfstæðisbrölti. Ég sagðist skyldu láta hann vita það, að íslenzkar mæður sæu sóma sinn í því að láta ekki börn sín fara lúsug í skóla, en í dönskum skólum væru lúsakembingar sérstakt embætti. Þegar ég var farin, spurði Brandes, hver ég hefði ver- ið, og sagði, að sér fyndist hann kannast við mig. Frök- en Adler svaraði því til, að ég hefði annazt frú Hannover, móðursystur sína. „Nú, þá held ég, að ég muni vel eftir henni,“ sagði Brandes. „Þegar við frú Hannover vorum að deila, sat hún vanalega og hlýddi glottandi á. Einu sinni sneri ég mér að henni og spurði: „Hverrar skoðunar eruð þér, ungfrú?“ Hún svaraði ekki, en stóð upp og-gekk út og söng: ,Tænk nu engang den táge er forsvundet.1 ,Þarna fékkstu svarið!‘ sagði frú Hannover við mig.“ Bráðlega kom ferðahugur í gömlu konuna. Við fór- um'til Eondon. Þar átti hún bróður, sem hún vildi sjá, því hún vissi, að dauða sinn gæti borið brátt að. Hún ætlaði sér að vera hjá honurn allan veturinn. Þessi bróð- ir var henni kærastur af systkinum hennar. Hann hefur sjálfsagt verið milljónaeigandi, því að hann átti rnargra hæða hús við eina helztu götu borgarinnar. Þar höfð- um við þjóna á hverjum fingri. Sem kunnugt er halda Gyðingar ekki jól, en til þess, að ég fyndi dagamun gaf húsmóðir mín mér ríkulegar jólagjafir: Kvengullúr, efni í svartan kjól og silkiblússu. Daginn eftir var hún ekki í jafngóðu skapi og sagði þá við mig, að ég hefði ekki átt skilið þessar gjafir. Ég sagði, að það væri satt, ég hefði aðeins þjónað henni í þrjá mánuði og hefði orðið hissa á rausn hennar. Þegar hún fór á undan mér ofan í borðsalinn greip ég tækifærið og lagði allar gjafirnar inn á borð í svefn- herbergi hennar. Hún varð undrandi, þegar hún sá þær og spurði mig hvers vegna ég gerði þetta. Ég sagði henni, að ég væri ekki vön að taka við því, sem ég ætti ekki skilið. Hún fór að gráta og sagði, að það væri verst fyrir sig, að hún gæti ekki stjórnað skapi sínu. Hún var þannig nokkuð duttlungafull, en að öðru leyti var hún mér góð. Mér leið vel hjá henni og fékk gott kaup. Gamla konan þoldi ekki þokuloftið í London, og í byrjun apríl fórum við til Edinborgar. Þar átti hún systur. Þar var gaman að dvelja og nutum við vorsins og útsýnisins í hinni fögru borg. Heimili systur henn- ar var óþvingaðra en það, sem við komum frá. Síðast í júní fórum við aftur til Danmerkur og þá til Nærum- gárd. í Danmörku vorurn við langt fram á vetur. Seinni part vetrar fóruni við til Noregs. Við dvöldum hjá ættingjum frúarinnar í Kristjaníu. Mér þótti gam- an að vera í Noregi og fann vel skyldleika Norðmanna og Islendinga. Kristján IX. átti gullbrúðkaup þetta vor, og við fór- um fyrr en ætlað var til Danmerkur. Gamla konan vildi alltaf vera þar, sem eitthvað var um að vera. í Höfn var mikið um dýrðir þennan dag og allir skemmtu sér. Við fórum í Oddfellow Palæet; þar var söngur og dans. Kristján prins, seinna Kristján X., var þar meðal annarra. Hann dansaði mest við dóttur fisksala. Hún var bæði falleg og vel klædd og bar af aðalsmeyjunum. En þær voru reiðar yfir, að hann skyldi ganga fram hjá þeim. Um sumarið voruni við á Nærumgárd. Um haustið fórum við til Svíþjóðar; það var eina landið í Evrópu, sem frú Hannover hafði ekki komið til, og vildi hún því kynnast því. Við bjuggum á Hotel Stockholm í Stokkhólmi, í sallafínum stofum; húsgögnin voru gyllt og fóðruð með bláu silki. Frú Hannóver var mjög músikölsk og spilaði á pínaó. Eftir að hún komst að því, að ég hafði söng- rödd, undurn við oft við, að hún spilaði og ég söng. Á hótelinu kynntist ég stúlku, sem var barnfóstra hjá danskri fjölskyldu. Við Vorum saman, þegar við gátum og skoðuðum borgina. Unga fólkið, sem bjó á hótelinu, kom sér saman um að halda grímuball. Ég klæddist íslenzka búningnum og enginn þekkti hann, nema Þjóðverji einn, sem hafði verið á íslandi. Ungur rnaður kom og bauð mér upp; Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.