Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 25
ÁTTUNDI HLUTI Geir Einarsson er ungur piltur og glæsilegur, og þar að auki búfræðingur og prestssonur. Anna húsfreyja breytir fljótt um verkaskipan eftir komu hans að Aust- urhlíð. Hún lætur dóttur sína ganga um beina í sinn stað, en dregur sig í hlé. Lilja er nú skólagengin og kann fullkomlega til allra húsverka, enda er Anna vel ánægð með frammistöðu hennar. Lilja hlýðir fyrirskipunum móður sinnar. Hún gengur að störfum sínum hljóðlát, en örugg og mistekst hvergi. Ungi prestssonurinn veitir henni brátt nána athygli. Hann hefur oft séð Lilju áður, en litla eftirtekt veitt henni fyrr en nú, og honum dylst ekki, að hún er einhver glæsilegasta unga stúlkan í sveitinni. Geir verður tíðhugsað heim til Lilju á meðan vélar hans rista sundur þúfumar í Austurhlíð. Mynd hennar verður stöðugt skýrari í vitund hans. En hugur hans eygir fleira. Austurhlíð gæti borið stórt bú með auk- inni ræktun, og heimasætan lítur út fyrir að vera efni í dugmikla sveitakonu, en vitanlega erfir hún óðal föður síns. Geir fer að ræða við Lilju, þegar honum gefst tóm til, og þau verða brátt kunningjar. En hugur hans stefn- ir að hærra marki en aðeins vináttu hennar, og varla verða hjónin í Austurhlíð mótfallin því að tengjast við séra Einar á Grund. Geir tekur sína ákvörðun. Það er nú löngu komið úr móð að biðja feðurna að gefa dætur sínar, en Geir kemur þó til hugar að slá upp á grín, en jafnframt alvöru við hjónin í Austurhlíð og biðja þau að gefa sér Lilju fyrir konu. Gangi það að óskum, er honum full alvara, en hafni þau þeirri málaleitan hans, skal hann láta þau skoða orð sín sem saklausa gaman- semi. Geir hefir sléttað stórt landflæmi í Austurhlíð, og senn er veru hans þar lokið. Ótal beiðnir um vinnu berast honum stöðugt frá bændum sveitarinnar, og hann á mikil verkefni fyrir höndum. Er hann hefir lokið starfi dagsins, gengur hann heim að Austurhlíð, og Lilja framreiðir kvöldverð fyrir hann og föður sinn og ber hann á borð inn í baðstofu. Þeir setjast að snæð- ingi, en Lilja hverfur aftur fram í eldhús til sinna starfa. Anna húsfreyja gengur til baðstofu og nemur staðar við gluggann. Hún rennir augunum yfir hið mikla dags- verk prestssonarins og segir glaðlega: — Það er falleg slétta sem þú hefir gert í dag, Geir, ég hlakka til að sjá hana fullgróna. — Geir lítur brosandi til Önnu. — Ég vona líka að þið eigið eftir að sjá þau sár, sem ég hefi gert í jörð ykkar, fullgróin og iðgræn, áður en Iangt um líður. Það eru víða miklir og góðir ræktunar- möguleikar hér í Austurhlíð. Jón hefir lokið við að borða. Hann strýkur ánægju- lega um skegg sitt og segir hálfglettnislega: — Já, Aust- urhlíð gæti borið stórt bú. Ég þarf því að eignast dug- mikinn tengdason, sem vill hagnýta sér það. Sjálfur er ég farinn að verða lélegur. Geir brosir. Nú er tilvalið tækifæri fyrir hann að skýra þeim hjónum frá hug sínum til Lilju, fyrst tal þeirra féll á þennan veg. Hann snýr sér að Jóni og segir: — Já, vitanlega þarftu að eignast þróttmikinn og hagsýnan tengdason í landbúnaði, því dóttir þín lítur út fyrir að vera efni í dugmikla sveitakonu. — Hún er tápmikil, stelpan. Glettni og alvara færist yfir svip Geirs, svo segir hann: — Ég verð kannske aldrei hagsýnn né dugmikill bóndi, en mér hefir samt komið það til hugar að biðja ykkur hjónin að gefa mér Lilju. Anna verður fyrri til að svara en Jón, og hún segir: — Enginn ráðahagur yrði okkur kærkomnari, Geir. Hefir þú fært þetta í tal við Lilju? — Nei, ekki ennþá, fyrst ætlaði ég að heyra ykkar vilja. — Um hann þurftir þú ekki að efast. Jón rís upp frá borðum og klappar á herðar prests- sonarins, og hann segir. — Ég sé ekki eftir því að hafa ráðið þig hingað til mín í vor. Lilju máttu eiga, því er ekkert til fyrirstöðu. En nú er veru þinni að verða lokið hér að þessu sinni. — Já, annað kvöld fer ég heim. Lilja kemur inn í baðstofuna til þess að taka fram af borðinu, og samtalið fellur niður. Hjónin í Austurhlíð ætla ekki að nefna bónorð prestssonarins við dóttur sína, fyrr en hann hefir sjálfur talað sínu máli við hana. Þau efast ekki um jákvætt svar hennar, þegar slíkur maður er í boði. En Geir bíður eftir tækifæri til þess að ná tali af Lilju einni. Geir hefir hreinsað moldina af vinnuvélum sínum og Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.