Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 37
Hann varð hálfu geðstirðari en áður. Talaði varla orð við kvenfólkið, nerna ónot og aðfinnslur. Það var dauflegur heimilisbragur orðinn á höfuðból- inu. Svo rann upp sá mikli hamingjudagur í lífi Asdísar, þegar Gunnar hreppstjóri kom til að yfirlíta heybirgð- imar og skepnuhöldin. Hann sagðist hvergi hafa skoðað eins vel fóðraðar ær og hjá Asdísi. „Þú hefur ekki týnt því niður, hvernig á að gefa á garða, Asdís mín, þó þú sért flutt úr fjöllunum,“ sagði hann við Ásdísi, sem sat kafrjóð og brosandi á móti honum. „Nei, þú getur sagt foreldrum mínum það, að ég hafi staðið mig vel í vetur,“ sagði Ásdís. „Ég bið kærlega að heilsa þeim.“ Hann lofaði að skila því. Það lá óvenjulega vel á Kristjáni. Hann sagði Geir- laugu að baka lummur handa þeim fjármönnunum. Alinna mætti það ekki vera. Það lá svo vel á Ásdísi, að hún skellihló að hverju orði, sem Kristján sagði. Það var svo óvenjulegt, að hann talaði notalega við heimafólk sitt. Það leið heldur ekki á löngu, þar til lummudiskur var kominn á borðið og kaffi í bollana. „Þetta eru, svei mér, álitlegar lummur hjá þér, Geir- laug,“ sagði Ásdís. „Ekki getur þú búið til svona góðar lummur,“ sagði Bogga. „Jú, það gæti ég, því að ég bakaði þær úr hrossafeiti, og þá eru þær langbeztar,“ sagði Ásdís. „Reyndu að halda þér saman,“ sagði Geirlaug, „ann- ars missi ég alla lyst á kaffinu.“ Ásdís skellihló. „Þér er nú svei mér óhætt að fara að líta heim til fjall- anna, Ásdís,“ sagði Kristján. „Ég get hugsað um ærnar þessar vikur, sem eftir eru af vetrinum. Þær eru eltki svo margar.“ „Það er nú ekki allt búið, þó að sumarmálin komi,“ sagði Ásdís. „Það þarf að hugsa um skepnurnar um sauðburðinn hefur mér reynzt þar frammi á Giljum. Líklega er það svipað hér, býst ég við. Mig langar til að líta eftir því fram úr.“ „Ég er búinn að fá mér vikastrák mér til hjálpar yfir sauðburðinn, svo að þú getur nú farið að hafa það ró- legt heima hjá mömmu þinni,“ sagði Kristján. „Ég er ekki vön því, að draga mig í hlé þegar mest á reynir. Ég hef alltaf gengið í erfiðustu verkin heima, svo að mér bregður ekkert við, þó að ég sofi ekki úr höfðinu á mér öll augun um sauðburðinn. Það yrði lík- lega heldur mikið fyrir þig að snúast við féð með strák, sem ekki þekkir nokkra skepnu.“ „Það varð ég að hafa í fyrravor, og datt víst engum í hug að vorkenna mér,“ sagði hann. „Það er nú bara ekkert vit í því, að þræla svoleiðis á sjálfum sér,“ sagði Ásdís. „Að minnsta kosti tek ég það ekki í mál að fara frá svoleiðis kringumstæðum.“ Svo fékk þessi rösklega stúlka sér kaffi í bollann og þóttist hafa staðið vel fyrir sínu máli. Kristján var jafn ráðþrota og áður. Hann sá engin ráð til að komast gegnum þessa erfiðleika önnur en þau, að biðja Rósu að koma norður. Hann þyrfti svo margt við hana að tala, sem ekki væri hægt að setja á pappír. Ekki var ómögulegt að hún féllist á það, að Ásdís yrði kyrr á heimilinu, því hún var óneitanlega búmannsþing. Og Rósa hafði alltaf verið góð við hjúin sín. En að fara suður og tala við hana þar, gat hann ekki hugsað til. Þar myndi það verða móðir hennar, sem svaraði fyrir hana. Hann ætti að þekkja svörin hennar, konunnar þeirrar, og hennar mikla stálvilja, sem allir urðu að beygja sig fyrir. Kristján settist niður um kvöldið og skrifaði konu sinni langt bréf. Sagði hann henni frá því, hvað búskap- urinn gengi vel. Skoðunarmaðurinn hafði sagt, að hvergi í hreppnum væri eins vel fóðrað og hjá sér. Það væri Ásdísi mest og bezt að þakka. Hún væri einstök mann- eskja við útiverkin. Og Geirlaug héldi öllu í sama horf- inu innan húss. Á þessu gæti hún séð, að það yrði ekki leiðinlegt fyrir hana að koma heim. Hér ætti hún tvö unghross á fóðrum, sem hún hefði aldrei séð. Hann sagðist telja dagana, þangað til þau kæmu. Rósa vissi hreint ekki, hvað hún átti að hugsa, þegar hún las þetta bréf. Var bréf Ásdísar eintómur uppspuni, sem einhver hafði stílað undir hennar nafni af eintóm- um ótugtarhætti? Hún gat engum trúað til þess heima í sveitinni, og sízt Stefáni í Þúfurn, þó að hans hönd væri utan á umslaginu. Lauga hafði náttúrlega skrifað henni, eins og hún hafði beðið hana, en hún vildi ekki segja henni neitt um Ásdísi. Það væri svo margt ruglað, sem ekki væri eftir hafandi. Rósa sýndi móður sinni bréfið og bað hana að ráða fram úr þessu vandamáli. Hún gæti það ekki sjálf. Karen las bréfið með kuldabrosi á vörum. „Það er svo sem ekki ólag á búskapnum hjá honum, bóndanum á Hofi,“ sagði hún að lestrinum loknum. „Og hann hlakkar svona mikið til að fá þig norður. En lík- lega er það ■samt svo, að hann sárkvíðir fyrir því, en er bara að reyna að fá þig og drenginn norður, ofan í þetta geðslega hreiður. Þá finnst honum hann muni hafa bæði töglin og hagldirnar. En við sjáum nú til.“ Karen pantaði læknisfrúna á Hvalseyri í síma, en lét ekki Rósu vita um það. Ekki löngu seinna kom bréf frá frúnni, sem hún fékk Rósu til að lesa. Þar stóð, að það væri víst enginn vafi á því, að Ásdís væri ekki kona ein- sömul og það efaðist enginn um, hver faðirinn væri, enda drægi hún víst engar dulur á það. „Þarna geturðu séð sannleikann, barnið mitt,“ sagði hún hálf-raunaleg á svip, því að hún kenndi í brjósti um Rósu að þurfa að lesa annað eins og þetta á eftir hinum fagurgalanum. „Það er víst enginn efi á, að þetta er sannleikur, þó hann ljótur sé,“ sagði Rósa. „Ég fer líklega ekki langt norður í vor, fyrst svona er.“ Heima er bezt 437

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.