Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 19
í kaþólskri tíð hafi engin kirkja verið í þessari af- skekktu byggð og þótti mönnum það mikið mein. Ekki geta þjóðsögur þess á hvaða öld það var, er sá atburður gerðist, sem hér segir frá, en þó mun það hafa verið fyrir siðaskiptin, á meðan kaþólska kirkjan var við völd á landi hér. Eru þá liðnar að minnsta kosti fjórar til fimm aldir síðan. En aðalefni þjóðsögunnar ■er þannig: Það var á koldimmu haustkvöldi í suðvestan hroða og ofsaroki, að skip, sem var að koma frá Noregi, með íslenzka áhöfn, var statt í sjávarháska og hafvillu sunn- an Reykjaness. Bar skipið óðum undir landið, en ekki vissi skipshöfnin neitt, hvar þeir voru að landi komnir. Sáu skipverjar ekki annað framundan en opinn dauð- an. Skipstjórinn var flugríkur, ungur maður, og öll var skipshöfnin valið lið ungra, vaskra sveina. Þegar allt virtist vonlaust og skipið var nær gengið tindir í stórsjóum, er þeir nálguðust landið, gerðu skip- verjar það heit, að reisa kirkju þar sem þeir kæmu að landi, ef þeir björguðust lífs á land. Var þá niðdimmt af nótt og fjallhár brimgarðurinn fram undan, svo að hvergi virtist lendandi. Strax og sltipverjar höfðu gert heitið, rofaði nokkuð til og þeim virtist eins og birtu leggði frá landi út yfir brimgarðinn. Var þá eins og opnaðist hlið í löðrandi brimgarðinn, og þeir sáu inn í litla vík, en í víkinni virtist þeim standa hvítklædd vera, sem benti þeim á lendingarstað. Lendingin tókst vel, og allir komust lífs á land, en þegar þeir komu að landi, var hvíta veran á ströndinni horfin. Saga þessi um björgun skipshafnar- innar og byggingu kirkjunnar hefur lifað í munnmæl- um og enn heitir víkin Engilvík. Skipshöfnin stóð við heit sitt, og kirkjan var byggð á ströndinni upp undan Engilvík og þar hefur hún haldið velli að minnsta kosti í fjórar til fimm aldir. A 18. og 19. öld fór fólki enn fækkandi í Selvogi og landið blés upp. Var þá oft áætlað að rífa Strandar- kirkju og leggja prestakallið niður, en þá var sem hulin hönd verndaði þessa afskekktu, litlu kirkju á upp- blásnu hólbarði, og aldrei varð af því að kirkjan yrði lögð niður. Enn stendur kirkjan þarna ein sér á ströndinni, en nú er verið að græða örfoka landið í kringum kirkjuna, en sjálf er kirkjan snyrtileg í útliti að utan og innan og margt er þar góðra gripa og líklegast er þessi litla kirkja ein ríkasta kirkja landsins. En hvernig stendur á því? Um margar aldir hefur það verið trú á Islandi að gott væri að heita á menn eða stofnanir sér til heilla og hamingju. Strandarkirkja er reist fyrir áheit og má búast við því, að vegna þess hafi hún verið valin til áheita. Fjöldi manns, um allt land, hefur um marga áratugi og ef til vill aldir heitið á Strandarkirkju sér til hamingju og heilla og eins til styrktar einhverju góðu málefni. En áheitin eru þannig, að sá sem gerir heit ákveður með sjálfum sér að gefa þurfandi manni eða einhverri stofnun vissa fjárupphæð, ef eitthvað sem hann þráir rætist, eða eitthvað, sem hann hefur hugsað Myndastyttan Landsýn. Myndin var tekin við afhjúpun styttunnar. Listakonan Gunnfríður Jónsdóttir stendur við fótstallinn. Bók og bikar A fótstallinum eru gjafir, sem bnrust StrandarJiirkju þennan dag. sér að framkvæma tekst giftusamlega. Venjulega er valið til áheita bágstatt fólk eða kirkjur. Strandarkirkja hefur verið valin til áheita meira en flestar aðrar kirltj- ur og hafa þannig streymt gjafir til kirkjunnar. Nokk- ur hluti þess fjár er nú notaður til að græða örfoka landið í kringum kirkjuna og til viðhalds og endurbóta á þessu guðshúsi. Kirkjan er örskammt frá þjóðvegi, er nefnist Krýsuvíkurleið, og heimsækir hana mikill fjöldi manna árlega. Hvílir mikil helgi yfir þessari litlu, lát- lausu, afskekktu kirkju. Við getum hugsað okkur að flugvélin hafi sveimað yfir kirkjunni, á meðan ég sagði ágrip af sögu hennar, en nú fer sögunni að verða lokið. En ef þið, lesendur mínir, hefðuð verið með í flugvélinni, þá mynduð þið hafa tekið eftir ljósleitri myndastyttu á hólbrún rétt hjá kirkjunni. Þessi myndastytta er gerð úr Ijósum granit af Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara. Hún hefur nefnt listaverkið Landsýn. Þessi höggmynd á að tákna engilinn, sem vísaði hinum nauðstöddu sjómönn- um á lendingu í Engilvík, og er myndastyttan staðsett, að tillögu listakonunnar, á hólbrún rétt upp undan Engijvik. Mér finnst myndastyttan jafnframt geta ver- Heima er bezt 419

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.