Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 8
RÓSBERG G. SNÆDAL: Kli ipping oi höfuéb a< Raiv.vhas'iofa er ekki mikið furðuverk í sjálfu sér. Það þarf engan heimsborgara til, að snarast þar inn, henda hatti sínum á snagann, setjast í auðan stól, ef hann er fyrir hendi, og segja: rakstur takk, eða: ldipping takk. Nei, nei. En sveitadreng, norðan úr landi, sem aldrei hefur komizt í tæri við flóknari snyrtitæki en bitlausa skæra- garma, sem jafnframt voru notaðir til að klippa fax og skella af stertum stóðmeranna á vorin, getur orðið bæði orð- og siðavant, þegar hann í fyrsta skipti rekur sinn lubbakoll inn á rakarastofu í höfuðborginni. Vegna þess arna hef ég lengi ætlað mér að færa í letur örstutta frásögn af því þegar ég komst í kynni við almennileg- an rakara fyrsta sinni. Ekki dettur mér í hug að þessi saga mín sé neitt einsdæmi. Hitt mun sanni nær að hún sé saga fjölmargra annarra, eins konar samnefnari í sinni grein, það er að segja: reisubók sveitamanna í Reykja- vík. Það má vel vera að ég verði til athlægis fyrir þessa frásögn, en um það hirði ég ekki. Hitt veit ég, að marg- ir verða mér þakklátir í hjarta sínu, fyrir hreinskilnina, vegna þess að hún kollvarpar því hystoriska áliti sjálfra þeirra, að engir hafi orðið sér til minnkunar á rakara- stofu, — nema þeir. Þessi formáli skal svo ekki hafður miklu lengri, enda er það meining mín að láta staðreyndirnar tala meira en vífilengjurnar. Það eru enn til menn með þessari þjóð, já meira að segja gamlir menn, sem aldrei hafa komið til Reykjavíkur, (en þeir eiga það kannski eftir). Sumir þessara manna, já, og tiltölulega margir þeirra, eru þrátt fyrir þetta taldir menn með mönnum í sinni sveit, og dæmi eru til, að þeir hafa þótt hlutgengir, og þykja enn, í kynbótanefnd og jafnvel stjórnir evangel- iskra safnaða. En kvað sem því líður, eru það þó ótví- ræð meðmæli með hverjum og einum, að hann hafi siglt til Reykjavíkur á flokksþing eða sauðfjárpestar- ráðstefnu og komið aftur með ráð undir hverju rifi, — enda er tiltölulega lítil hætta á, að ókunnugur eyði þar ráðum sínum í óhófi. Þar ríður ráðaleysið venjulega við einteyming á slempilukkunni, — og kemst þó allt af með láni og lofi. Ég kom með Laxfossi ofan úr Borgarnesi, eins og lög gerðu ráð fyrir á þeim árum. Það var að morgni dags og því gott fyrir ferðalanginn að eiga bjartan dag framundan til að skoða borgina og koma málum sínum fyrir. Eftir að ég hafði gengið svo sem húsaveg upp í bæinn, tók ég eftir áberandi skilti á einu húsinu, en þar var skráð með flannastórum stöfum: RAKARI. Ég stakk við fótum. Ekki af því mig vantaði svo til- finnanlega rakstur þarna á slaginu, heldur vegna hins, að ég hafði heitið sjáfum mér því, að láta klippa mig um leið og ég kæmi til höfuðstaðarins, enda engin van- þörf, því hár mitt hafði fengið að vera óáreitt í missiri eða meira. Þótt ég þættist ekki hafa borðleggjandi sann- anir fyrir því, að rakarinn þarna kynni að klippa, taldi ég svo miklar líkur fyrir því, að ég áræddi að ganga inn, þegar ég sá annan fara út. Ég kom inn í talsvert stórt herbergi. Þar sátu þrír eða fjórir menn í bakháum armstólum og keyrðu höf- uðin aftur á hnakka, þannig að barkakýlið varð sá líkamshlutinn, sem mesta athygli vakti. Mér datt í hug hvort þeir væru allir að reyna „að kyssa kóngsdóttur“. En í kringum þá, að baki stólunum, snerust hvítklæddir menn og enda konur líka, með hnífa og skæri. Heldur þótti mér sumt þetta fólk fara ógætilega með eggjárnin. Ég horfði gáttaður í kringum mig góða stund og hugsaði margt. Eitt með því fyrsta, sem mér flaug í hug, var það, að þetta væru læknar og hjúkrunarkon- ur og verið væri að skera úr hálsinum á mönnunum í stólunum eða þá að draga úr þeim tennur. Það gerði mig líka ringlaðan og hikandi, að ég sá næstum alla hluti sem þarna voru inni tvöfalda og þrefalda vegna stórra og margra spegla, sem þöktu þar veggi og borð. Ég átti oft í löngu og tvísýnu stríði við að ákveða hvort þessi kona eða þessi maður væri spegilmynd eða veruleiki og oft var ég í hreinustu vandræðum að ákveða hvar ég var staddur sjálfur. Ef ég leit upp, var ég þar, kannski uppi á borði, og horfði á sjálfan mig feiminn og vandræðalegur. Ekki veit ég hve lengi ég stóð og góndi áður en ég aðhafðist nokkuð raunhæft, en það hefur sjálfsagt ver- ið góð stund og meira en nógu löng til þess að gera mig fyrirfram að fífli í augum þeirra, sem inni voru, — enda sá ég áreiðanlega bregða fyrir munnvikjabrosi á sumum spegilmyndunum. Fljótlega sló ég þó hugdettunni um lækningastofuna frá mér, með því að ég þóttist greina nokkur merki þess að hvítklædda fólkið beitti tólum sínum að hári 296 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.