Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 22
hafði gripið mig. Skyldi krabbakvikindinu hafa orðið
svona mikið um að sjá mig, að hann hafi orðið bráð-
kvaddur.
Nokkuð er þarna af humar og þessum stóru kröbb-
um, sem veiddir eru til matar. Krabbinn er mjög dýr,
°g þykir Norðmönnum hann einna ljúffengasti hátíða-
matur, sem þeir eiga völ á.
\ ið fengum krabba að borða hjá ívari Orgland. Ekki
kunni ég aö meta ágæti hans, þó fannst mér fiskurinn
mnan úr klónum einna skástur.
Frá dvöl minni í Kvamstö er mér einna minnisstæð-
ast kvöldið hinn 29. júlí. Þann dag er Ólafsvakan hald-
in hátíðleg í Noregi, til minningar um Ólaf konung
helga. Skemmtanirnar eru venjulega haldnar undir ber-
um himni, og víða eru bál tendruð, líkt og hér á gaml-
árskvöld eða þrettándanum.
Niður við víkina í Kvamstö hafði verið hlaðinn stór
bálköstur, og seint um kvöldið þegar dimmt var orð-
ið var kveikt í honum. ívar Orgland, sem flest er til
lista lagt, kom með harmoniku, og þandi hana óspart.
Við sungum öll fullum hálsi við undirspil nikkunnar.
Kvöldið var stillt og milt, og söngurinn endurómaði
frá hæðunum í kring. Handan fjarðarins sáum við marg-
ar brennur, sem lýstu eins og risakyndlar úti í myrkr-
inu. Að síðustu settumst við í kringum bálið, og Magn-
hild húsfreyja steikti pylsur á teini við snarkandi eld-
inn, og gaf öllum að borða. Þetta mun vera gamall sið-
ur í sambandi við Óafsvökuna, en ekki kann ég nánar
að greina frá honum.
Bálið smádvínaði út, og við horfðum dreymandi
augum inn í glæðurnar. Ekkert rauf kyrrðina, og
myrkrið sveipaði haf og hauður sinni dökku, hlýju
blæju. Það voru alveg sérstök geðhrif sem fylgdu
þessu kvöldi, sem mér mun ekki úr minni líða.
A meðan við dvöldum í Kvamstö hringdi skólastjór-
inn í Skjold til mín, og bauð okkur heim til sín. Son-
ur hans, Jóhannes Kyvík, 13 ára gamall, hafði unnið
fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni norskra skóla-
barna um unglingabækur rnínar, sem gefnar hafa verið
út í Noregi. Verðlaunin voru íslandsferð, og var Jó-
hannes nýbúinn að dvelja hjá mér heima í Reykjavík
í rúma viku.
Við þáðum þetta vinsamlega boð, og var Orgland
svo elskulegur að aka okkur til Skjold í nýja Merccdes
Benz bílnum sínum.
Þetta er ekld mjög löng leið, nálægt ldukkutíma akst-
ur. Landslag er mjög fallegt á þessum slóðum, skógi-
vaxnar hæðir, lítil stöðuvötn, fossandi smálækir og
kristalstærar bergvatnsár. I þessum ám er silungur,
jafnvel lax. Jóhannes Kyvik keypti sér líka veiðistöng
á íslandi, sagði að þær væru ódýrari hér, en heima í
Noregi.
Okkur var vel fagnað af skólastjórahjónunum í
Skjold, og sátum við hjá þeim veizlu. Hjónin voru
ákaflega glöð yfir Islandsferð Jóhannesar, sem hafði
heppnazt vel í alla staði. Þau voru okkur innilega þakk-
lát fyrir það, sem við gerðum fyrir son þeirra. Að
Haralds-haugurinn. — Steinsúlurnar i kringum minnismerk-
ið eru 30, eða jafn margar og fylkin sem hann braut undir sig.
sjálfsögðu voru þau í fyrstu dálítið uggandi, að senda
ungan dreng, sem aldrei hafði komið út fyrir sveitina
sína, til bráðókunnugs fólks í framandi landi.
Skólastjórahjónin bjuggu í nýju húsi og var heimili
þeirra mjög myndarlegt. Þau eiga tvö yngri börn,
stúlku 12 ára og dreng 7 ára.
Um kvöldið er við héldum frá Skjold ók ívar Org-
land okkur til Haugasunds. Það er ekki nema 35—40
kílómetra vegalengd. Haugasund er allstór fiskimanna-
bær, með um 19 þúsund íbúa. Hið markverðasta sem
við skoðuðum þar var Haralds haugurinn. Það er geysi-
mikill grashóll, og á honum miðjum stendur himin-
gnæfandi steinsúla. En allt í kringum hólinn, þar sem
Haraldur konungur hárfagri á að vera heygður, standa
minni steinsúlur. Þær eru 30 að tölu, eða jafnmargar
og fylkin, sem Haraldur hárfagri braut undir sig. í
steinsúlurnar eru klöppuð nöfn fylkjanna.
Það gafst ekki tími til að stanza lengi í Haugasundi.
Við settumst upp í bílinn og ókum heimleiðis, og nú
fórum við aðra leið til baka. Það var liðið fram yfir
miðnætti þegar við komum til Kvamstö, eftir einstak-
lega viðburðaríkan og ánægjulegan dag.
Ferðaáætlunin leyfði ekki, að við dveldum lengi að
þessu sinni í Kvarnstö í Vikebygd. Þó var erfitt að slíta
sig frá hinum ágætu hjónum, Magnhildi og ívari Org-
land. Þau vildu allt fyrir okkur gera, og auk þess að
vera gestrisin og höfðingleg heim að sækja, eru þau
margfróð, en jafnframt óvenju skemmtileg og glaðvær
í daglegri umgengni. Slíkt fólk er að mínu skapi.
Undanfarna daga hafði ég siglt um bláa, sólglitrandi
firði, víkur og voga, reikað um laufgræna skóga, og
ekið um iðgræn akurlönd, og djúpa dali, en nú stefndi
hugurinn hærra, í raunverulegum skilningi. í norðaust-
urátt frá Vikebygd blöstu Harðangursfjöllin við og
Þelamörkin suður af þeim. Hæstu tindarnir eru snævi
krýndir. Mér var sagt að allgóður bílvegur lægi yfir
fjöllin. Ég hef mildnn áhuga fyrir, að taka mér far með
áætlunarbílunum, sem aka þessa leið. Enginn hefur
kynnzt Noregi neitt að ráði fyrr en hann stendur á
einhverri fjallsgnípunni.
310 Heima er bezt