Heima er bezt - 01.09.1960, Side 10

Heima er bezt - 01.09.1960, Side 10
— Jæja, það er þá bezt að ég þvoi mér, ef þið getið gefið mér volgt vatn. Eg ætlaði að standa upp og að- hafast strax eitthvað raunhæft, en hún ýtti mér jafn- skjótt niður í stólinn aftur. — Eg þvæ hárið. Sitjið bara rólegur. — Það er hreinasti óþarfi. Eg get þvegið mér unt hausinn sjálfur, fullyrti ég. An þess að svara mér, tók hún flösku af borðinu og hellti góðri skvettu úr henni ofan í hvirfilinn á mér. Því næst lét hún fingur beggja handa dansa um koll- inn á mér af ótrúlegum hraða og fimi og stundum fannst mér að hún hlyti að hafa hundrað fingur eða fleiri. iVlig dauðkenndi til í hársverðinum undan átök- um hennar og fannst sem fingur hennar gengju inn úr hauskúpunni á stundum. Af þessum sökum varð ég alltaf álútari og álútari og kveinkaði mér án afláts. Hár- ið var löngu horfið í sápulöður, sem alltaf hélt áfram að aukast og margfaldast svo höfuðið á mér var einna líkast hvítfextum öldutopp. En fingur stúlkunnar héldu áfram að pikka og nudda, nudda og pikka, þar til löðr- ið fór að drjúpa í stórum flyksum niður í skaut mér. Þá gat ég ekki lengur orða bundizt: — Eg held að það sé komið fullmikið af sápunni. — Því lútið þér svona? sagði hún, næstum því höst- ug. Hætti nuddinu, en strauk mesta löðrið upp í lófa sína og fór með það eitthvað afsíðis. Eg rétti mig upp og fannst sem þungu fargi væri létt af mér. Stúlkan kom aftur og bað mig að fylgja sér að vaskinum. Eg gerði það mótþróalaust. Þá bað hún mig að lúta fram yfir vaskinn, en ég bjóst við að sagan ætti að endurtaka sig (enda hafði hún hálf-snuprað mig fyr- ir að lúta áðan) og tók því af skarið og sagði: — Nú get ég. — Nei, nei, hægan bara. Eg ætla að þvo sápuna úr hárinu, sagði hún, tók mig steinbítstaki og hellti snarp- heitu vatni úr stórri könnu yfir hausinn á mér. Eg sýndi engan mótþróa, en lagði allt vald í hennar hendur, þó hún hefði hundrað fingur. Þvotturinn yfir vasldnum gekk líka greitt og án telj- andi þjáninga. Þegar honum var lokið leiddi stúlkan mig til sætis á ný og fór að þurrka mér og greiða. Síð- an spurði hún elskulega: — Er það rakstur líka? En ég var búinn að fá nóg, og ákveðinn í að gangast ekki undir neina frekari þjónustu af hennar hálfu, svar- aði ég: — Nei takk, það þarf ekki. Ég rakaði mig í fyrradag. — Gjörið þér þá svo vel, sagði hún og brosti við mér í speglinum. Ég borgaði henni það, sem hún setti upp, og hún kom með hattinn minn og þakkaði mér enn fyrir við- skiptin. Pokinn og taskan biðu mín þar sem ég hafði skilið við þau. Ég greip hvorutveggja og snaraðist út undir bert loft. Það var frísklegur og fóthvatur ferða- langur, sem fjarlægðist rakarastofuna þá. JÓH. ÁSGEIRSSON: Sönn frásögn Stundum gefur stutt frásögn meiri innsýn í sálarlíf og sögu einstaklingsins, en löng ævisaga. En fátítt mun það vera, að svo snöggum leiftrum bregði fyrir, á sálar- tjaldi manna, nema því aðeins að sérstakt sálarástand sé fyrir hendi, þegar rás viðburðanna ber að dyrum, með það efni er fellur í jarðveg augnabliksins. Fyrir svo sem 20—30 árum bjuggu fátæk hjón á rýrð- arkoti nokkru í Dölum vestur. Bóndinn var vel gefinn, eins og það er venjulega orðað, en veill á geðsmunum. Á þeim tíma er hér um ræðir var hann með allra lakasta móti. Konan var orðin hálf hrædd og uggandi um það, að hann kynni þá og þegar að taka upp á því að vinna eitthvert óhappaverk, sem ekki yrði um bætt, ef til kæmi. Og sérstaklega þegar svo var ástatt, að hún var ein með honum á heimilinu ásamt börnunum, sem öll voru þá mjög ung að árum. Þá er það einn góðan veðurdag, að hreppstjórann ber þar að garði. Berast þá veikindi bónda strax í tal við konuna. Segir hún þá við hreppstjórann eitthvað á þá leið, að hún sé nú að gefast upp á því að horfa á mann- inn sinn svona og geta ekkert hjálpað honum, sem að gagni mætti koma, og hvort hann gæti nú ekki ráðlagt sér eitthvað. Hreppstjórinn hristi höfuðið og sagðist því miður engin ráð geta gefið og við þessu væri víst ekkert hægt að gera. Én segir svo eftir litla stund: „Þú ættir að reyna að gefa honum soðið vatn.“ Á þetta samtal þeirra hlýddi bóndinn, en þagði og lét sem hann heyrði ekki. Svo líður á annað ár þar til hreppstórinn kom aftur til þeirra í kotið, þótt stutt væri á milli Staðar og Strympu, eins og orðtakið segir. Á þessu tímabili hafði bóndanum batnað, og var nú orðinn eins og hann átti að sér að vera. Þegar hreppstjórinn hafði setzt inn í baðstofu, spurði húsfreyja hann almennra frétta, eins og gengur og ger- ist. Segir hann henni þá, að nú séu erfiðar ástæður hjá sér, því konan sín sé orðin veik og verði að fara suður á sjúkrahús. Bóndinn sat hljóður út í horni og gaf ekki orð í sam- tal þeirra, þar til hreppstjóri fór að segja frá veikind- um konu sinnar, þá segir bóndinn: „Þú ættir að reyna að gefa henni soðið vatn.“ LEIÐRÉTTING. í ágúst-hefti „Heima er bezt“ (bls. 262) hefur, í þætt- inum Feigðarboði, misprentazt nafn konu Guðmund- ar bónda í Torfum. Rétta nafnið er: Guðrún Guð- mundsdóttir bónda á Krónustöðum .... 298 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.