Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 21
þau tungu okkar ágætlega. í hinu íbúðarhúsinu býr ráðsmaðurinn í Kvamstö, ásamt konu sinni og börn- um. Þetta eru myndarleg hjón á miðjum aldri og eiga stóran hóp mannvænlegra barna. Þó eiga þau líklega fleiri ketti en börn. Eitt sinn taldi ég sjö ketti, sem þutu undan húströppunum hvæsandi í allar áttir. Vel getur átt sér stað, að þeir hafi verið fleiri. Okkur var tekið opnum örmum í Kvamstö, og dvöld- um við þar í bezta yfirlæti í nokkra daga. Við vorum fyrstu Islendingarnir, sem heimsóttum Ivar Orgland í Kvamstö. Við vorum svo stálheppin að sól ljómaði frá heiðum himni dag hvern, en hitinn varð samt aldrei mjög mikill. Dagarnir liðu undra fljótt, enda nóg að taka sér fyr- ir hendur, t. d. gönguferðir um skóginn eða sundiðk- anir í ylvolgum sjónum. Sérstaklega er mér minnisstæð gönguferð inn í skóg- inn, þegar Orgland var sjálfur með í förinni sem leið- sögumaður okkar. Áður en við lögðum upp fékk hann okkur mikla birkistafi til að ganga við. Eg skildi ekki í fyrstu þessa hugulsemi, því satt að segja hélt ég að við værum ekkert sérstaklega fótfúin. En skýringin kom. í skóginum leyndust mannskæðir höggormar, og bezta ráðið til að bana þeim var að slá þá í rot með stafpriki. Þessi kvikindi gátu orðið allt að metri á lengd, og lágu í gjótum eða skorningum, eða földu sig í hávöxnu grasi. Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds, og það lá við að kona mín og dóttir hættu við förina. Við lögðum nú samt af stað inn í skóginn, en öðru hvoru fannst okkur við vera að stíga á eitt- hvað skreipt, en snákarnir eru verstir viðureignar, ef þeim er gert ónæði í bæli sínu. Oft reyndi ég fyrir mér með stafnum, ef ég gekk yfir gjótur eða gras- flækjur, og jafnan hafði ég hann tilbúinn til höggs. Sem betur fór sluppum við við alla höggorma í skóg- arferðinni. En svona eftir á, saknaði ég þess, að hafa ekki komizt í kast við eitt einasta eiturkvikindi. Hugs- ið ykkur! bardagi við höggorma. Það hefði nú verið í frásögn færandi. Heimili Nordals Grieg. Frá Vikebygd. — Það er hressandi að busla i ylvolgum sjónum. Stærsta tréð sem við sáum í skóginum var fura. Stofninn var svo gildur, að tveir fullorðnir geta með naumindum náð saman með höndunum umhverfis hann. Innan um í barrskóginum eru lauftré á stöku stað, svo sem björk og ösp. Trén standa óvíða svo þétt að sólar njóti ekki, enda er gróðurinn fjölbreytilegur og mikið blómskrúð milli trjánna. Allmikið fuglalíf er í skóginum, og margraddaður söngkliðurinn ómar þýtt í eyrum. Þótt ég slyppi við höggormana í skógarferðinni tók lítið betra við þegar ég stakk mér til sunds í víkinni fyrir neðan Kvamstö. Ekki svo að skilja að þarna sé síæm aðstaða til sundiðkana síður en svo. Þetta er ein- mitt hinn ákjósanlegasti baðstaður, hvítur sléttur skelja- sandur í botni, og blátær sjórinn vermdur af sólinni, svo hann er hæfilega volgur. Þessi ágæta baðströnd er líka óspart notuð af ungum og gömlum í Kvamstö. Já, sem sagt, ég fékk mér ærlegt sjóbað í víkinni. Eg var hinn sprækasti og synti og óð til skiptis, því þarna er fremur aðgrunnt. En dýrðin stóð skamma stund. Ég komst brátt að því, að krabbar sveimuðu um á þess- um slóðum. Eitt sinn er mér varð litið niður í sjóinn, sé ég stærðar krabba skríða eftir botninum. Og ekki nóg með það, ég gat ekki betur séð, en skepnan ætlaði að skella gripörmunum utan um fótinn á mér. Mín fyrsta hugsun var sú, að reyna að forða mér á sundi undan ófreskjunni, og þá hefði ég sjálfsagt sett nýtt íslandsmet í hraðsundi. En í staðinn fyrir að ná sund- tökunum, sem mér hefur aldrei áður brugðizt, brá nú svo við að ég sökk eins og steinn. Ég þóttist þess full- viss að dagar mínir væru þegar taldir, því nú þurfti ófreskjan ekki annað en grípa utan um hálsinn á mér. Sem betur fór lokaði ég ekki augunum, og nú sá ég mér til mikillar furðu að krabbinn lá steindauður þarna á sjávarbotninum. Ég gerðist svo djarfur, að sparka í krabbann. Nei, hann hreyfði sig ekki. Ég gat ekki ann- að en farið að skellihlæja, þrátt fyrir hræðsluna, sem Heima er bezt 309

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.