Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 32
„En hitt eru bara tilgátur, að við flytjum hingað. Þúf- urnar bera okkur eins og þær hafa gert“. „Því eruð þið þá að láta vinna á túninu?“ spurði Kristján. „Karen bað Stefán þess. Sagði að ábúandinn gæti ekki flutt strax“. Kristjáni létti fyrir brjósti við þessa fregn. Honum hafði sviðið það, að Stefán byggi á tveimur ágætis jörðum, en hann sjálfur á harðbalaskrokk, sem fátt hafði til síns ágætis. Asdís var bálreið yfir því, að Lauga var farin að snúast í maskínuhúsinu með Geirlaugu. Hún rausaði við Amdísi gömlu: „Þetta er líkt hennar ótuktarhætti við mig. Skyldi ég ekki geta borið kaffi, heldur að fara að fá stelpugæsina frá Þúfum til að hjálpa“. „Kristján hefur nú líklega viljað láta „hann“ sjá, að hér væri ekkert ómyndarheimili, ef ég þeldd hann rétt. Láttu þér bara hægt. Bráðum tekur þú sjálfsagt við, og þá skaltu bara láta sjá, að þú getir soðið mat og borið hann fyrri gesti. Þar verður ekki Geirlaug til að ráða yfir þér. Ég gæti trúað, að bæði þér og öðrum brygði við“. „Ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ásdís. Hún vafði drenginn innan í yfirsæng og þaut með hann út úr bænum og upp að Bala. Þar ætlaði hún að vera með hann þennan daginn. Kristján rakaði sig og fór í betri fötin. Það gerði faðir hans líka. Á hádegi reið hreppstjórinn í hlaðið og Þorsteinn í Hlíð með honum. Hann var hinn úttektarmaðurinn. Kristján tók þeim vingjamlega. Hann brann í skinn- inu eftir að vita hver tæki við jörðinni. Það vissi hrepp- stjórinn ekld fyrr en lögfræðingurinn kæmi. Það leið heldur ekki á löngu, fyrr en hann reið í hlaðið með þrjá til reiðar. Bráðmyndarlegur maður, dálítið merkilegur á svip. Feðgarnir stóðu úti. Þeir vora báðir málkunnugir honum. Það vom liðin 11 ár síðan hann hafði ráðið Kristján sem ráðsmann að Hofi. Nú sáust þeir aftur. Sá austfirzki var svipaður útlits og þá, en Kristján hafði tekið þeim breytingum, að það var varla hægt að trúa því, að hann væri sami myndarmaðurinn, sem þá hafði horft vonglaður á framtíðarbrautina. „Þá sjáumst við aftur, Kristján minn,“ sagði svihnn að austan. „En langt þykir mér vera hingað norður landveginn. Ég hef einu sinni komið hingað, en þá fór ég sjóleiðina.“ „Það er það óneitanlega“, sagði Kristján. Hartmann karlinn tók við hestunum. Tengdabræð- urnir gengu til skrifstofu. Þar sátu hinir. Þeir heilsuðu þeim lögfróða virðulega. Hreppstjórinn tók upp stóra bók og skriffæri. „Það er þá líklega bezt að fara að byrja“, sagði hann og setti upp gleraugun. „Hver er það, sem tekur við jörðinni?“ Kristján beið með óþreyju eftir svarinu. „Það er Karen Þorsteinsdóttir, en hverjum hún ætlar að byggja hana veit ég ekki“, svaraði sá lögfróði. Svo sneri hann máli sínu til Kristjáns: „Hún bað mig að segja þér, að sér kæmi það mjög vel, að þú létir kú í eitt kúgildið. Hann er sjálfsagt búlaus, þessi landseti hennar“. Hann tók bréf upp úr vasa sínum og rétti Kristjáni. „Hér er bréf frá Rósu til þín. Það er eitthvað viðvíkj- andi skepnum hennar hér.“ Lauga kom inn og dúkaði borðið og bar inn kaffi handa þeim áður en tekið var til starfa. Kristján sá, að sá austfirzki aðgætti hana mikið. Líklega bjóst við, að þetta væri barnsmóðirin, sem allt ólánið stafaði af. Ef það hefði nú verið svo lánlegt. Þegar farið var að virða húsin, bættust þrír sjálf- boðnir úttektarmenn í hópinn. Það vom Hartmann, Leifi og Grímsi gamli á Bala. Þeir fylgdust með út og inn, svo það var sjö manna flokkur, sem gengu hús úr húsi innan bæjar og utan. Úttektarmennirnir voru bún- ir að kvíða þessum degi. Þeir þekktu, að Kristján var óþjáll í lund og ágengur í viðskiptum. En nú leit út fyrir að svili hans hefði mikil og góð áhrif á hann, enda var auðheyrt, að hann var honum velviljaður. „Það verður nú sjálfsagt að taka það með í reikning- inn, sem sonur minn hefur gert fyrir túnið hérna“, sagði Hartmann við lögfræðinginn. „Það leit öðru vísi út þegar hann kom hingað. Allt kargaþýft.“ „Ég hef komið hingað áður, Hartmann", svaraði hann. „Sjón er sögu ríkari. Það vora margar sléttur í túninu. En samt hefur hann gert jörðinni mikið til góða. Hún tók það líka fram í bréfi til mín, hún tengdamóðir okkar, að hann fengi verk sín vel borg- uð. Þú þarft engu að kvíða“. „Ég veit að hann er mjög óánægður yfir að standa upp af annarri eins jörð“, sagði gamli maðurinn tals- vert hressari. „En forlög engin flýja má, stendur þar. En það eru víst engir ánægðir yfir öllu því, sem hér hefur gerzt. Eða hvað heldurðu um Rósu? Ætli hún sé ekki úrvinda út af því, að geta ekki búið saman við annan eins mann?“ „Ég hef ekki talað við hana nú í seinni tíð. En hvar er þessi barnungi, sem orsakar þetta allt saman?“ spurði sá lögfróði, ekki laus við forvitni. „Hún fór með hann hérna í eitt hjáleigukotið í morg- un“. „Nú, ég hélt það væri hún, sem bar okkur kaffið“. „Nei, það er allt annar kvenmaður,“ sagði Hartmann. Kristján truflaði samtalið með því að segja að nú væri kvenfólkið að hugsa um að láta þá hafa mat. Það gæti verið nógu erfitt að rölta og þæfa allan daginn þó maður væri ekki svangur. Það var borið á borð fyrir úttektarmennina og tengdabræðurna í skrifstofunni. Hartmann og Leifi borðuðu í maskínuhúsinu. Grímsi gamli fór heim. Hann fann að fætumir þoldu ekki meira þennan daginn. Geirlaug vildi láta hann borða, en hann var ekki sníkinn maður og þáði það ekki. „Það er auðséð að þú hefur einhvern tíma séð eitt- hvað fyrir þér Geirlaug,“ sagði Hartmann. „Þvílíkt lostæti sem hangikjötið er, og svo sætsúpa á eftir. Alveg 320 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.