Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 30
GUÐRÚN FRÁ LUNDI
ÞRÍTUGASTI OG ÞRIÐJI HLUTI
Geirlaug var óvanalega hlýleg við Ásdísi þessa daga.
Þetta stríð var nú líka bráðum á enda. Veturinn var á
förum þá yrði ekki langt til krossmessunnar. Hún hafði
aldrei orðið jafn fegin að slíta sambúð við nokkra
manneskju og hana.
Fyrsta sunnudag í sumri var svo sonur Ásdísar bor-
inn í kirkju til skírnar. Yfirsetukonan hafði drifið í
því, útvegað skírnarkjól og hélt sjálf á honum. Ekki
var Kristján í kirkju. Konurnar þyrptust utan um barn-
ið og móður þess. Þær höfðu aldrei séð drenginn fyrr.
Þetta var myndar barn urðu þær allar að viðurkenna
og Ásdís var ekki ógeðsleg kona þegar hún var al-
mennilega til fara. Drengurinn hét Hartmann Arnald-
ur. Það voru nöfn afa og ömmu. Það var gott að það
var búið hugsaði gamla konan. Hún var eyðilögð yfir
því hvernig Kristján kom fram við þau mæðginin. En
hún var búin að sjá það fyrir löngu að það væri þýð-
ingarlaust að tala um það við hann.
Svo leið hver dagurinn af öðrurn. Enginn nefndi
ábúanda á höfuðbólið Hof. Kristján skildi ekkert í
slíkri þagmælsku. Náttúrlega datt honum ekki í hug að
spyrjast eftir slíku, en faðir hans var oft á ferð út í
kaupstaðinn en frétti aldrei neitt.
Þá var það einn morguninn þegar verið var að hella
ilmandi morgunkaffinu í pörin að hundarnir tóku til
að gelta ákaft, það hlaut einhver að vera á ferð þó slíkt
væri óvanalegt. Kristján yfirgaf kaffibollann og fór
fram í skálann til að vita hvað um væri að vera. Það
mátti nú sjá minna en það að farið var að slóðadraga
túnið í tvennu lagi. Leifi var með annan hestinn en
Mundi í Þúfum með hinn. Hestarnir voru frá Þúfum.
Það þurfti þá ekki að spyrja að því hver yrði bóndi á
Hofi næsta ár. Mest sveið Kristjáni að hann skyldi hafa
mokað úr hlössunum en það var siður hans að gera
það að haustinu. Hann fór til fjárhúss án þess að
drekka kaffið. En Hartmann gamli gekk hildaust til
Leifa og bauð góðan daginn.
„Mér þykir þú taka daginn snemma. Farinn að ham-
ast við túnaávinnslu áður en við erum búin að drekka
morgunkaffið,“ bætti hann við.
Leifi svaraði glaðhlakkalega: „Það hefur þó alltaf
verið sagt að Kristján á Hofi gæti komið fólkinu sínu
á fætur. En nú hefur hann ekkert að gera nema vinna
á Grýtubakkatúninu. Ásdís verður ekki lengi að hrista
það af.“
„Hjá hverjum vinnur þú eiginlega?“ spurði Hart-
mann. „Hver borgar þér kaup?“
„Það gerir Stefán í Þúfum, býst ég við,“ sagði Leifi
með drýgindabrosi.
„Ætlar hann þá að verða ábúandi á Hofi næsta ár?“
spurði Hartmann ákafur.
„Ekki skal ég svara því. Hann segist ekki vera orð-
inn svo mikill bóndi að Þúfur nægi sér ekki.“
„Það er svei mér veldi á honum kalla ég.“
„Já, það er veldi á bændum núna skal ég segja þér.
Því þegar ég er búinn að slóðadraga hérna fer ég að
vinna á Garðstúninu, þangað flyt ég í vor. Eg er búinn
að fá nóg af að búa á mölinni. Kofa skrattinn, sem við
höfum verið í, er ekki mannabústaður. Það verður
varla svo stór búskapur hér á Hofi að ekki sé hægt að
búa í Garði fyrir ágangi eins og þegar ég fór þaðan.“
„Það kemur varla annar eins bóndi og Kristján er,“
sagði Hartmann og flýtti sér heim til að segja frétt-
irnar.
Kristján var á sífelldu rölti allan daginn við lamb-
féð. Það var byrjaður sauðburðurinn. Hann forðaðist
að koma nærri verkafólkinu. Honum ofbauð að sjá
hverja sléttuna eftir aðra slóðadregna. Gerða og Anna
í Þúfum rökuðu rösklega á eftir slóðunum. Það yrði
ekki marga daga með túnið með þessu áframhaldi.
Náttúran var svo gjöful og greiðvikin að gefa hlýja
gróðrarskúr úr hádeginu. Það yrði fljótt að koma ið-
græn nál upp úr grassverðinum ef þessu héldi áfram.
Hann bölvaði sjálfum sér enn einu sinni fyrir að segja
lausu. „Það er bezt að fara að hugsa til að hafa sig
burtu héðan. Það er ekki eftir neinu að bíða lengur
nema því, að sjá aðra leika sér að því að slóðadraga
slétturnar mínar. Það ætlar að gera mig vitlausan. Ég
hefði átt að púla heldur minna í bölvuðum þúfnaklas-
anum þarna suður á túninu þar sem það er að vinna
núna.“
Það var farið að bera allslags klápadrasl út og hrúga
318 Heima er bezt