Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 34
þurftu að fá eld í pott og fara með hann suður að stekk. „Það þarf nú líklega að brennimerkja þennan hóp,“ sagði Leifi. „Ég hef nú aldrei séð önnur eins ósköp, sem maðurinn verður að láta af hendi til kon- unnar og svo náttúrlega kvígildið. Með þessum líka fallegu lömbum. Hann hefur ekki svo margar ein- lembdar, svo Stefán tekur bara veturgamlar, segir það sé ekki hægt annað.“ „Það er nú meiri hópurinn, en það er nú bara sumt af því sem hann tók við eins og kvígildi og þessar sem henni voru gefnar. Það er eitt af því sem er betra að taka á móti en láta það af hendi aftur,“ sagði Hartmann og gleypti í sig kaffi, sem hann hafði skammtað sér sálfur. „Honum ætlar ekki að farast neitt illa við konu sína. En það er mikið að láta þetta af hendi.“ „Það þýðir nú sjálfsagt ekki mikið fyrir hann að hafa á móti því, sem hann er dæmdur til að greiða,“ sagði Leifi. „Hvað svo sem ætlar hún að gera með ær, Reykja- víkurdaman?“ sagði Ásdís. „Það er meira hvernig hann ætlar að láta fara með sig.“ „Það minnkar bústofninn handa þér, Ásdís,“ hlakk- aði í Leifa. „En það fæðast nú líka nokkrir lambakollar á hverj- um degi. Hún ætlar náttúrlega að gera hann búfæran þennan nýja bónda. Kannske er það einhver kaupstaðar- gepill, sem ekkert á til. Ég gæti hugsað mér að það setti niður á Hofi eftir annan eins búmann og Kristján hefur verið.“ „Ég hélt að Rósa væri almennilegri manneskja en hún er,“ sagði Ásdís eftir að hafa horft á eftir karl- mönnunum með rjúkandi glóðarpottinn á milli sín. „Fyrst fer hún að skilja við hann og svo lætur hann hana féfletta sig. Það eru víst líka allir á sama máli og ég, að hún hagi sér eins og bjáni.“ „Þú ættir að reyna að hafa sem fæst orð um þetta, þar sem þú ert sjálf orsök í allri þeirra mæðu,“ sagði Arndís gamla, talsvert svipmikil. „Það á að minnsta kosti illa við að þú dæmir Rósu.“ Ásdís var alveg hissa á þessari skörulegu ræðu, sem gamla konan hélt allt í einu. „Ég var búin að hlakka til að fá þetta allt saman, sem hún átti, söðulinn og Bleik og allan bústofninn,“ játaði Ásdís, raunaleg á svip. „Þú getur líklega keypt þér bæði söðul og fleira, þar sem sagt er að þú eigir inni í verzluninni. Hvað ætlarðu svo sem að gera með það, þar sem þú átt ekki einu sinni söðulpútu undir þig og ekki að drengurinn eigi fötin utan á sig. Þú ætlar víst að flytja hann hálfstríp- aðan þarna inn eftir. Svona manneskjur get ég varla búizt við að verði miklar húsmæður.“ En rausið í kerlingargarminum, hugsaði Ásdís. Hún ranglaði út úr bænum og upp að hliðinu, sem farið var um að Bala. Henni var of þungt í skapi til þess að langa til að fara heim til Stínu gömlu. Það var svo óvanalesrt að Arndís gamla kastaði til hennar hnútum. Hana sveið sárt undan orðum hennar. Hún hugsaði sér að fara út í kaupstað og taka eitthvað utan á dreng- inn. Kannske að kaupa söðul ef hann væri til, svo ekki þyrfti að jagast um það. Hún settist undir háa vallar- garðinn og horfði suður að stekknum. Það rauk mik- ið úr pottinum, sem karlarnir höfðu farið með á milli sín. Henni fanst hún finna lykt af brenndum hornum. Karlmennirnir gengu innan um stekkinn, stundum seildist hönd að pottinum og greip rauðglóandi brenni- járnið. Svo var hleypt út úr stekknum. Blessuð litlu lömbin, sem hún hafði talið sína eign, voru flest blóð- mörkuð. Þeim féll það illa og hristu litlu kollana sína. Það gat þó ekki átt sér stað að Kristján þyrfti að láta allar þessar ær úr eigu sinni; heldur hafði margt farið inn sem ekki var brennimerkt. Þetta hlaut að vera þriðjungurinn af ánum hans eða meir. Hún þurrkaði tárvot augun og gekk heimleiðis. Gamla konan sat með drenginn og var að klæða hann. „Þessir kjólar fara að rifna utan af honum, anganum litla, enda margþvegnir og orðið stökkt í þeim,“ sagði hún þegar hún sá Ásdísi. „Ég ætla líka út í kaupstað í dag,“ svaraði Ásdís. „Ég vona að þú hugsir um hann fyrir mig eins og vanalega. Ég verð ekki lengi. Bara að þú hefðir getað komið líka. Ég er óvön því að talta út álnavöru.“ „Gerða ætlar út í kaupstað í dag. Þú getur orðið henni samferða. Hún kann sjálfsagt að velja með þér,“ sagði Arndís. „Mér þykir vænt um að þú hugsir ofur- lítið um það sem þarf að gera. Nú fer röðin að koma að þér með heimilishaldið, fyrst þú treystir þér til að lifa við svona kaldranaskap.“ „Það er ekki um annað að gera vegna drengsins,“ sagði Ásdís. Þá heyrðist málrómur húsbóndans framan úr mask- ínuhúsinu. Hann spurði Geirlaugu hvort hún áliti kvíg- una undan Rjúpu betri en þá sem hafði borið rétt fyrir sumarmálin. Geirlaug sagði að það væri ekki gott að segja um það. Hún væri í ágætri nyt sú síðarnefnda. Hin hafði haldið hálf illa í sér nytinni. Svo þagnaði samtalið. Geirlaug hafði vikið ofurlítið frá sannleikanum, sem þó var ekki vanalegt, en hún gat ekki hugsað sér að kvígan undan eftirlætiskúnni henn- ar Rósu færi í fjósið hennar Ásdísar. Ekkert sem henni hafði verið kært mátti komast í krumlurnar á þeirri kvensu. Ásdís var komin í peysufötin og var að næla á sig húfuna þegar Hartmann kom inn. Hann strauk yfir augun eins og til að þurrka burtu tár og andvarpaði um leið og hann settist á rúmið við hlið konu sinnar. „Þetta er nú meiri blóðtakan fyrir Kristján okkar, enda er honum þungt um,“ sagði hann. „Þarf hann virkilega að láta frá sér allar ærnar sem út úr stekknum komu?“ spurði Ásdís. „Nei, það þarf hann nú ekki, nóg er samt sem fækk- ar hjá honum. Hvað er svo sem um að vera fyrir þér, Ásdís. Þú ert að búa þig um?“ spurði hann. Framhald. 322 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.