Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 18
urlaug Jónsdóttir, systir Guðlaugar konu Jónasar Ei- ríkssonar, skólastjóra á Eiðum, orðlögð gestrisnis- og góðgerðakona). Eg fór með hestinn í hús og gaf hon- um og hafði mig svo inn í hlýjuna líka. Þegar læknir hafði aflokið erindum sínum á Eiðum og við höfðum drukkið nægju okkar af blessuðu kaff- inu hjá gömlu konunni, fórum við að tygja okkur til ferðar. Sótti ég nú hestinn út í kofa þar á túninu. Tók ég þá eftir að í norðvestri hafði dregið upp ákomu- mikinn, ljótan bakka. Leizt mér illa á hann, en hafði þó ekki orð á. Hélt ég að læknir mundi taka eftir þessu líka, en svo mun ekki hafa verið. Lögðum við af stað frá Eiðum kl. 12.30 um nóttina og fórum veginn út Eiða-axlir. Þegar við vorum næstum að sleppa út af öxlunum, skall á þreifandi bylur með hvassviðri og snjókomu. Var veðrið svo mikið, að læknir hélzt ekki við á hestinum, en fór af baki. Stóð veðrið svona ská- hallt á vinstri hlið okkar, eða mikið til á eftir okkur. Elöfðum við nú hestinn á milli okkar og héldum í taumana, sinn hvoru megin. Ekkert viðlit hefði verið að snúa aftur inn í Eiða, þó við værum ekki komnir langt frá bænum, vegna veðurofsans. Hefðu mér líka fundizt það harðir kostir, að geta ekki þokast þó held- ur í áttina heim. Var þá ekki um annað að ræða en reyna að paufast heldur eitthvað áleiðis út eftir Hér- aðinu. Lítið sem ekkert gátum við talað saman, en svo komum við að kletti, við hann var dálítið hlé. Námum við þar staðar. Spyr þá læknir mig, hvort ég sé kunn- ugur leiðinni hér út eftir. Sagðist ég einu sinni áður hafa farið hér um þegar ég var á fermingaraldri, lítið mundi ég hafa tekið eftir landslagi, en ég myndi þó að Selfljótið væri hér skammt frá, til hægri handar, og taldi ég öruggt, að ég yrði var við, ef við færum yfir það, en það ætlaði ég að reyna að forðast. Þokuð- um við okkur nú af stað aftur og eftir alllanga göngu komum við á grasbakka, sem lágu að fljótinu. Komst ég síðar að því, að það mundi hafa verið niður frá Hleiðargarði. Þá segir Ólafur læknir, „við erurn orðnir villtir.“ Ég svara og segi: „Það getur þú ekkert um sagt, þar eð þú segist vera hér ókunnugur, en vel get ég fallist á að svo sé.“ Fannst mér eins og honum yrði hálf bilt við svar mitt og bætti því þá við, að ég væri staðráðinn í að halda undan veðrinu út að sjó, en þegar þangað kæmi, mundi ég hafa mig til bæja. Ekkert sagði læknir við þessu. Hefur líldegast fundizt löng leið fyrir höndurn út á Héraðssanda. Héldum við nú áfram svona í óvissu um, hvort við mundum nokk- urs staðar rekast á bæ. Og loksins, eftir að við höfðum staulast lengi, lengi, að okkur fannst, því allt var blind- að og við sjálfir blindaðir, bæði af veðrinu og villu, rákum við okkur á kofa, sem okkur fannst að mundi vera hesthús. Rofaði þá svolítið til svo glórði í ein- hverja þúst þar skammt frá. Reyndist það vera bærinn á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Var þá klukkan 5 að morgni. Vöktum við nú upp á Ketilsstöðum. Fyrst og fremst til að fá húsaskjól og bíða þar einhverja stund, ef veðr- inu skyldi heldur slota þegar kæmi fram á morguninn. Svo vorum við orðnir illa til reika eftir veðrið off u þurftugir fyrir að fá hressingu. Von bráðar var lokið upp bænum og Guttormur Pálsson bóndi stóð sjálfur í dyrunum. Heilsuðum við honum og sagði hann að við skyldum hafa okkur sem fljótast í bæinn. Hafði hann orð um, að við værum ekki neinir aular að rata, að við skyldum ekki hafa villzt af leið í öðru eins veðri og verið hefði í nótt. Flýtti nú læknir sér í bæinn og fylgdi kófstrokan honum inn, það sem ég sá. Ég fór með hestinn og lét hann inn í kofann, sem við rákumst á og gaf honum heytuggu. Hafði ég mig svo í bæinn líka og varð feginn húsaskjólinu í bili. Sögðum við sem var, að okkur væri ekki til setunnar boðið, ef eitthvað sljákkaði veðurofsinn, þar sem læknir væri á leiðinni ofan í Borgarfjörð og gæti munað mannslífi að hann kæmist það sem tafa minnst. Sátum við nú inni æðistund og þáðum vel útilátna hressingu. En er við vorum rétt búnir að súpa kaffið, fór svolítið að rofa til, og á skammri stund slotaði veðrinu alveg. Var nú ekki beðið boðanna lengur. Við lögðum af 306 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.