Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 33
eins og í brúðkaupsveizlunum hér áður. Það var nú
gaman að vera boðinn í þær Leifi minn. En hvað var
Ásdís að þjóta burtu og fær svo ekkert af þessum
kræsingum hjá þér.“
„Vertu ekki að hafa áhyggjur af því. Ég geymi
henni af þessu,“ sagði Geirlaug.
„Hún skyldi nú taka upp á því að fara burtu núna
þegar verst stendur á. Honum brygði líklega við þó
ekki væri nema við lambféð. Hún er snillingur við það.“
„Það er víst engin hætta á að hún fari,“ sagði Leifi.
„En það var ákjósanlegt að hún lét ekki þann lögfróða
sjá hvað Kristján var hræðilega smekklaus í sínu
kvennafari.“
Uttektinni var ekld lokið fyrr en úr náttmálum.
Kristján bauð svila sínum gistingu, en hann vildi ekld
eiga við það, leiðin var löng svo ekki veitti af að halda
áfram. Svo sagði hann þegar þeir ætluðu að fara að
kveðjast: „Karen óskaði að ég segði þér að afhenda
kúgildin og allan lifandi pening, sem þær mæðgur fá
frá þér, Stefáni Þórðarsyni. Hann er víst hér einhvers
staðar í nágrenninu.“
„Ég hefði nú helzt viljað að þú tækir á móti þeim,“
sagði Kristján.
„Það er alveg ótækt að vera að breyta því, sem hún
vill vera láta. Enda hef ég ekkert vit á skepnum. Þekki
ekkert fjármark og get því ekki talizt forsvaranlegur.“
Svo skildust þeir með vináttu.
Kristján var með glaðlegasta mótí þegar hann gekk
heim túnið frá því að fylgja gesti sínum niður að hlið-
inu. Hann sá til ferða Ásdísar þar sem hún kom ofan
túnið með yfirsængina í fanginu. Honum hafði þótt
ákaflega vænt um að hún lét ekki gestinn sjá sig eða
strákinn. Því líklega þyrftu þær mæðgur að spyrja
margt, þegar þær fyndu hann, ef hann þekkti þær rétt.“
Ásdís kom svipmikil fram í maskínuhúsið og spurði
hvort það væri meiningin, að hún ætti engan mat að fá
á þessum degi.
„Þú hefðir sjálfsagt getað komið heim til að fá þér
mat,“ sagði Geirlaug stuttlega.
„Jæja, en hvar er hann þá sá matur. Eru þeir kannske
búnir að háma hann allan í sig þessir skarfar, sem hér
hafa hangt í allan dag,“ sagði Ásdís.
Arndís gamla náði í kjötbita upp úr potti sem stóð á
vélinni og fékk þessari umsvifamiklu manneskju. Hún
var langt frá því að vera ánægð með framkomu hennar,
„og svo er hér kartöflujafningur ef þú vilt“.
„Ég hef ekki vanizt því að hafa graut út á hangikjöt
og læt því ekki svoleiðis ómeti inn fyrir mínar varir,“
sagði hún.
Lauga var að þvo og þurrka fínu bollapörin, sem
alltaf voru óhreyfð í efstu hillunni í skápnum, en höfðu
nú verið tekin niður. Bogga hafði sagt henni að Rósa
ætti þessi pör. Henni hafði verið gefin þau í brúðar-
gjöf. Nú vissi Ásdís hvað mest myndi særa Geirlaugu
og sagði því með uppgerðar glaðværð, því skapið var
langt frá því að vera rólegt: „Ég hef nú bara aldrei seð
svona falleg bollapör. Það verður svei mér gaman að
fá þau í búið.“
Árndís sendi henni biðjandi augnaráð eins og óþekk-
um krakka, sem blaðrar eitthvað óviðfelldið. En Geir-
laug lét sem hún hefði ekki heyrt til hennar. Það færi
nú að styttast, sem hún þyrfti að þola illkvittni þessar-
ar ósvífnu stelpu.
Ásdís hélt áfram í sama tón: „Og svo söðulinn og
Bleik. Það verður ekki amalegt að þeysa á honum inn
að Grýtubakka.“
Þá ræskti Kristján sig í dyrunum að baki henni. Hún
roðnaði af skömm, þegar hún sá fyrirlitninguna í svip
hans.
„Þið látið svo pörin niður og vefjiö vel utan um
þau. Það eru víst kassar frammi í skála, sem hægt er
að taka,“ sagði hann.
„Ég læt þau ofan í kommóðuskúffuna þar sem hún
raðaði þeim sjálf í fyrra,“ sagði Geirlaug.
Ásdís fór inn og gaspraði ekki meira. Gamla konan
kom með sætsúpu í skál á eftir henni.
„Það hefur svo sem verið tekið upp það fínna handa
þeim,“ sagði Ásdís.
„Já, það var ekki ómyndin á því hjá þeim,“ sagði
Arndís.
Þá kom Kristján inn.
„Það hefur líklega verið litið heldur lítið eftir ánum,“
sagði Ásdís hálf hikandi.
„Að minnsta kosti hefur þú víst gert lítið að því,“
svaraði hann kuldalega.
„Hún þurfti nú að hugsa um barnið, góði minn,“
sagði móðir hans.
„Þú hefðir líklega gert það eins og vanalega, ef það
hefði verið heima,“ sagði Kristján. „Náttúrlega var það
gott af henni að láta ekki ókunnuga menn sjá sig og
hann.“ Svo skall hjónahúshurðin á hæla honum.
Þá fór Ásdís að kjökra.
„Ég held það sé sjálfsagt fyrir þig að fara með bless-
aðan drenginn heim til foreldra þinna. Þú getur ekki
búið við þetta,“ sagði Arndís.
„Þetta lagast þegar við erum farin héðan, þá verður
allt gott,“ kjökraði Ásdís. „Kerlingarskrattinn spillir
honum.“
„Það veit ég hún gerir ekki,“ sagði gamla konan.
Morguninn eftir fór Ásdís til lambánna. Hún sá
feðgana og Leifa vera að reka margar ær heim í stekk,
loka dyrunum og sækja meira.
Hún gat ekki stíllt sig um að spyrja Geirlaugu að
því, hvað væri um að vera fyrir húsbóndanum.
„Hvað skyldi ég vita það,“ svaraði Geirlaug, „nema
ef hann ætlar að fara að afhenda kvígildin. Ég heyrði
að hann gerði Stefáni í Þúfum boð í gærkvöld, að
hann ætti að taka á móti þeim.“
„Hvað er það nú eiginlega?“ spurði Ásdís.
„Þær tilheyra jörðinni,“ sagði Geirlaug.
Rétt á eftir komu þeir heim Hartmann og Leifi. Þeir
Heima er bezt 321