Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 9
og skeggi þeirra, sem sátu. Ég setti frá mér töskuna og
pokann, gekk að stólnum sem næstur mér var og sagði
við hvítklæddan mann, sem þar var að starfi:
— Góðan daginn. Klippið þér menn?
Hann leit kankvíslega við mér og svaraði:
— Góðan daginn. Já, já. Gjörið þér svo vel.
Ég vissi ekki almennilega við hvað hann átti eða hvar
og hvernig ég ætti að gera svo vel. Sennilega meinti
hann að ég mætti setjast, en það var sýnd veiði en ekki
gefin, þar sem fyrir var maður í hverjum stól.
Ég gekk því um gólf að stóla baki og reyndi að
fylgjast sem bezt með því sem fram fór. Mest blöskr-
aði mér að sjá hve mennirnir bruðluðu með sápuna. Þar
virtist vera um mesta óhóf og meiningarleysi að ræða —
og þeir höfðu ekki svo mikið sem skeggbursta, heldur
sulluðust í öllu saman með berum höndunum. Ég furð-
aði mig á því að nokkur maður skyldi leggja fyrir sig
að raka menn og eiga ekki svo mikið sem skeggbursta
til þeirra hluta. Þá laust þeirri hugmynd niður í huga
minn, að sennilega ættu menn að leggja sér til burstana,
en þessir bara gleymt þeirri skvldu.
Loks stóð einn nýrakaður upp og ég settist umsvifa-
laust í sæti hans. I sömu mund sá ég í speglinum, að
stúlka kom aftan að mér og þreif af mér hattkúfinn,
sem ég var auðvitað enn þá með á höfðinu.
— Afsakið, sagði hún, fór síðan með hattinn minn
og hengdi hann á snaga fram við dyr.
— Takk fyrir, sagði ég við spegilinn.
Stúlkan kom aftur og hafði nú meðferðis hvítan
borðdúk, sem hún breiddi á brjóst mér og herðar.
— Var það rakstur? spurði hún, þegar ég var orðinn
nógu vel dúklagður að hemiar áliti.
— Ha — nei, nei, ekki svoleiðis. Ég ætlaði bara....
sko, hann ætlaði bara að klippa mig, stamaði ég.
— Já, klipping, takk, sagði stúlkan og var hin roggn-
asta. Hún brá nú greiðu í hár mitt og bar hendurnar
ótt. Þegar hún þóttist vera nokkurn veginn komin til
botns í flókanum, greip hún áhald á borðinu, setti það
í gang og gerði sig í alla staði líklega til að hleypa því
á hnakkann á mér.
Þetta gerðist allt svo fljótt, að ég átti erfitt með að
láta hugann fylgja rás viðburðanna. En þegar ég fann
þetta undratæki vaða hvissandi upp eftir hnakkagróf-
inni, og sá í speglinum að hárflyksurnar þeyttust í allar
áttir eins og gras af ljá, þá kipptist ég harkalega við í
sætinu og greip báðum höndum um höfuðið, ef ég
fengi nokkru bjargað með því móti. Stúlkunni varð
felmt við og stöðvaði garganið samstundis.
— Almáttugur. Afsakið. Slítur hún hárið?
— Nei, e-ekki alveg, svaraði ég. En ég held ég vilji
heldur að hann klippi mig, þarna sko, maðurinn. Eg var
búinn að minnast á það við hann. Um leið reyndi ég
að benda stúlkunni á þann, sem ég ávarpaði fyrstan
þarna inni, en áður en ég kom því við, byrjaði hún á
nýjan leik og virtist alveg vera búin að ná sér.
— Þetta er allt í lagi. Ég er alvön að klippa, sagði
hún hughreystandi og lét klippurnar hvæsa á ný.
— Jæja — er það, kannski, svaraði ég hálf skömmustu-
legur, en reyndi þó að sýnast kaldur og rólegur. Síðan
sagði ég eins og til að friðmælast við stúlkugreyið:
— Ég hef nefnilega aldrei látið klippa mig fyrr.
Við þessi fáu og meinleysislegu orð mín datt svo yfir
aumingja stúlkuna að minnstu munaði að henni félli
algerlega verk úr hendi.
— Hvað eruð þér að segja, maður? Hafið þér virki-
lega aldrei verið klipptur áður?
— Ja, jú, náttúrlega, ég meinti sko svoleiðis, ég hef
ekki verið kiipptur hjá rakara, svona. Það klipptu mig
bara menn heima.
Stúlkan í speglinum barðist auðsjáanlega vonlausri
baráttu við hláturinn.
— O, ég skil, sagði hún. Þér eruð sem sagt ekki bæj-
armaður.
— Ja, jú eiginlega. Ég á heima á bæ fyrir norðan,
svaraði ég og varð dálítið miður mín, þegar stúlkan
missti hláturinn. Ég heyrði að hún hló en ég sá það
ekki því ég lokaði augunum til þess að þurfa ekki að
horfast í augu við hana í speglinum. En sá munaður
var mér einnig of góður eins og á stóð. Hún tók strax
eftir því og spurði nærgætnislega:
— Fór hár í augun á yður? Afsakið. Um leið laut
hún alveg niður að mér, strauk fingrum um augnalok
mín og endurtók afsökun sína.
— Nei, nei, flýtti ég mér að segja um leið og ég
neyddist til að opna ásjónu mína á ný og mæta eftir-
væntingarfullu en dálítið sposku tilliti hennar. — Ég er
bara svolítið syfjaður, skrökvaði ég í skyndingu til að
útkljá málið.
Hún tók nú aftur til við verkið, og bæði þögðu — og
ég af öllum lífs og sálar kröftum, staðráðinn í að
taka á mig möglunarlaust það ok sem stúlkunni þókn-
aðist að leggja á mig. Mér fannst hún vera óratíma að
„snurfusa“ á mér kollinn, eftir að klippingunni var að
mestu lokið. Loks rauf hún þögnina og spurði:
— Hvernig greiðið þér hárið?
— Bara svona með venjulegri hárgreiðu, svaraði ég
skýrt og skorinort.
Hún missti sem snöggvast vald á sér og hló upphátt.
Ég kíttaðist neðar og neðar í stólinn og horfði í gaupn-
ir mér.
— Ég meinti nú eiginlega hvernig þér greidduð hár-
ið. Á ég að greiða aftur? sagði stúlkan og reyndi að
koma andliti sínu í samt lag eftir hláturinn.
— Nei, ég held að það sé nú alveg óþarfi, það er bú-
ið að greiða mér svo mikið núna. Takk fyrir, sagði ég.
— Jæja, ég greiði þá bara beint aftur, sagði hún og
ég sá að hún var farin að aflagast í framan á nýjan
leik. Þó hló hún ekki upphátt.
— Já, það er bezt, ef það tollir svoleiðis, samsinnti ég.
— Á að þvo hárið? spurði hún.
— Er það voða skítugt, spurði ég á móti, án þess að
líta upp.
— Ne-ei, ekki segi ég það, en það hefði gott af
þvotti.
Heima er bezt 297