Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 5
bókinni: „Frá yztu nesjum“, eftir Gils Guðmundsson
rithöfund, er sagt frá viðureign hans við Svíana á Sól-
bakka sumarið 1897. í annarri bók: „Þrek í þrautum",
eftir skáldið Guðmund G. Hagalín, er ýtarlega sagt frá
sumum veiðiferðum Guðmundar og ýmsu fleiru, því
Guðmundur G. Hagalín var honum nákunnugur.
Árið 1899 giftist Guðmundur Guðrúnu Magnúsdótt-
ur, ættaðri úr Borgarfirði. Þau hófu búskap árið 1900,
í Hjarðardal í Dýrafirði. Árið 1909 flytjast þau að
Brekku á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Þar bjuggu
þau meðan þróttur entist, og þar dvelja þau enn. Guð-
mundur 87 ára í dag en Guðrún rúmum fjórum árum
yngri, fædd 2. júlí. 1877.
Áður en Guðmundur giftist hafði hann átt fjögur
börn með stúlku, sem dvaldi í sjö ár á sama bæ og hann
í Borgarfirði. Með konu sinni átti hann sautján böm.
Þar af dóu fimm í bernsku. Öllum börnunum komu
þau upp af eigin rammleik og tóku jafnvel tvö fóstur-
börn. Má af þessu marka hvaða afburðamenn þau hafa
verið, hvort á sínu sviði.
Róðurinn þyngdist snemma fyrir báðum, en bæði
kunnu þau áralagið afbrigða vel. Það leynist engum,
sem les fyrmefnd ævibrot. Og allir, sem kynnzt hafa
þeim hjónum, börnum þeirra, barnabörnum og barna-
barnabörnum, sem voru orðin 185 á 85. aldursafmæli
Guðmundar, munu undrast þann glæsilega hóp og þann
góða liðsstyrk, sem bætzt hefur á þilfarið, til sóknar
á þjóðarskútunni.
Það má því með sanni segja að þau Guðmundur og
Guðrún eru í hópi þeirra Islendinga, sem með bros á
vör geta minnzt margra sigra, á langri ævi, þrátt fyrir
skugga sorgarinnar og sárra harma.
Um allt land mun Guðmundur Einarsson á Brekku
vera þekktur undir nafninu: Guðmundur refaskytta.
Af ásettu ráði minntist ég ekki fyrr á þann þáttinn í
starfi hans, sem þó varð svo happasæll, að af bar. Og
auðvitað munu Vestfirðingar kunna þar á bezt skil,
eins og öllum athöfnum hans og öðrum kynnum, eftir
Séð heim að Brekku á Ingjaldssandi.
Rebbi.
að hann fluttist þangað vestur, úr Borgarfirði. Sjálfur
held ég, að enginn maður á Islandi, á þessari öld, hafi
legið eins margar nætur úti, undir berum himni, og
Guðmundur. Eg efast líka um að nokkur, fyrr og síð-
ar, hafi kunnað þar betur við sig. Á refaveiðum lá
hann úti 2496 nætur. Og hann var ekki aðgerðalaus,
því hann banaði 2464 tófum.
Guðmundur Einarsson er sá merkilegasti maður, sem
ég hef kynnzt um dagana, og er þá mikið sagt. Bréfin
frá honum og það, sem þeim fylgdi, hefur oft minnt
mig á hinn forvitra Njál, og einnig á göfuglyndi Ingi-
mundar gamla. Og hæfni hans, áræði og skjótleiki
minnir þráfaldlega á ýmsar vinsælustu söguhetjur vor-
ar. Ætti þetta að vekja athygli á íslenzkum afburða-
manni....
Meðan þjóð vor elur slíka syni, er hún á réttri leið
og hefur réttan skilning á gildi sínu. En girnist hún um
of gullnar veigar og góða daga og sem hæst laun fyrir
helzt til lítil afrek, ber nauðsyn til að fletta spjöldum
fortíðarinnar. Þar er djúpum rúnum rist sú lífsreynsla
og athafnir, sem bezt hafa dugað okkur íslendingum á
berangursgöngu liðinna alda, þegar eldgos, drepsóttir
og ísavetur sóttu á aðra hlið, en á hina ófyrirleitnir
eiginhagsmunamenn, sem létu greipar sópa um gullið
allt, er til náðist....
í þessu fáorða yfirliti hef ég ekki lýst Guðmundi
sjálfum með einu orði, eins og hann leit út á sínum
baráttuárum. Samt mun engum dyljast að þar hefur sál
og líkami hlotið að vera óvenju vel samhæft og orkan
furðuleg. Ástæðan fyrir því að ég sleppi alveg hér að
lýsa Guðmundi er sú, að til þess skortir mig bæði orð
og hæfni, eins og ég helzt kysi og vert væri. Þeir, sem
vilja, geta kynnzt honum síðar, á öllum aldri, þar sem
hann kemur til dyranna, í áður nefndum ævibrotum,
eins og hann var klæddur, eðlilegur og ófeiminn við
hvem, sem að garði bar. Og ég held, að þeir verði
líka fáir, sem sjá eftir þeirri stund, sem í það fer að
hlusta á gamla manninn, því hann hefur frá mörgu
að segja. Ég hygg að sú saga verði flestum minnisstæð,
enda gerist hún aldrei aftur.
19. júní 1960.
Heima er bezt 293