Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 13
GUÐMUNDUR B. ARNASON:
TVÆR SJÓFERÐIR
Það vekur ekki mikla eftirtekt nú, þótt menn sjái
bát koma öslandi inn fjörðinn móti stormi og kviku
með góðum ganghraða. Slíkt hefði þó þótt mikilli
furðu sæta á þrjátíu fyrstu árum ævi minnar. Þá urðu
menn að nota handaflið, ef mótbyr gerði, knýja hlunn-
ana „harðspenntri greip“, spyrna við fótum sem fast-
ast og leggjast af alefli á árarnar við hvert áratog. Og
þótt allir neyttu orku sinnar til hins ýtrasta, hrökk hún
oft ekki til. Þeir voru margir, árabátarnir, sem aldrei
náðu landi í aflandsstormum fyrri tíma. Og menn oft
þjakaðir og illa farnir, þeir er landi náðu eftir harðan
barning.
Vegna þeirra, er ekki vita, hve lélegur útbúnaður
hinna litlu árabáta var víða hér á landi fyrir síðustu
aldamót og hve erfitt það var stundum að komast á
þeim örlítinn spöl að settu rnarki, vil ég bregða hér
upp tveimur skyndimyndum. Þær varpa nokkru ljósi
á hvort tveggja.
I.
Erfiður spölur.
þorra árið 1892 var kornmatur mjög til
þurrðar genginn að Lóni í Kelduhverfi. En
á Kópaskeri átti faðir minn, Arni Kristjáns-
son, kornvörur í pöntun. Hafði hann ætlað að
sækja þær á bát strax eftir áramótin. En vegna ótíðar —
hríða og umhleypinga — hafði ekki gefið til að ná
þeim. En loks kom þó sæmilega álitlegt veður, og þótti
þá rétt að freista þess að sækja vörurnar.
Lagt var af stað frá Lóni árdegis á sexrónum nóta-
bát, sem borið gat 14 tunnur. Faðir minn átti bátinn og
var formaður á honum. Hann var við fimmta mann, og
voru hásetarnir: Eggert Stefánsson, vinnumaður í Lóni,
Jón bóndi Jónsson á Fjöllum og við frændumir Björn
Guðmundsson, báðir innan við tvítugt.
Við fengum hagstætt veður til Kópaskers, sigldum
alla leið í sunnan golu, sem smám saman fór vaxandi.
Og eftir að við lentum á Kópaskeri, herti vindinn, svo
að ekkert viðlit var að „berja“ inn að Sandinum í
fjarðarbotninum. En kæmumst við þangað, var með
sömu vindstöðu hægt að sigla vestur með Sandinum,
sem hallar heldur til suðvesturs.
Af þessari ástæðu gátum við ekki lagt strax af stað
aftur heimleiðis, eins og faðir minn hafði ætlað að gera
í fyrstu. Eftir alllangan tíma tók vindinn þó að lægja,
svo að fært virtist um flóann. Tókum við þá vörumar
út í skyndi og bárum þær á bátinn. Varð hann rúm-
lega hálf-fermdur af þeim.
Komið var að ljósaskiptum, er við lögðum af stað.
Höfðum við nokkurn mótvind inn með Núpasveitinni
og var ganglítið hjá okkur, því að báturinn var breið-
ur og þungur í róðri. Vindurinn gekk smám saman
meira til vesturs, svo okkur varð ljóst, að ekki yrði
siglt vestur með Sandinum. En þegar við vorum komn-
ir inn undir tangann eða Hleinina, norðan við Buðl-
ungahöfnina, hvessti snögglega og gerði rok. Tók þá
þegar gang af bátnum hjá okkur. Þykkt var í lofti,
nýr máni og komið niðamyrkur. Talsverð undiralda
var af norð-vestri, svo að ekkert viðlit var að lenda í
Valþjófsstaðafjöru, því að þar era mikil útgrynnsli.
En þar mundum við hafa leitað Iendingar, þótt slæm
væri, ef kvikulaust hefði verið, því að við vorum þar
rétt fram undan. Voru nú aðeins tveir kostir fyrir
hendi: Annar var sá að hleypa til Kópaskers, sem þó
var ekki álitlegt í þreifandi náttmyrkri og roki, því að
skerjótt er við Kópasker, og ekkert til leiðbeiningar
við innsiglinguna þar, enda við ekki nægilega kunnug-
ir, því að Kópasker hafði þá fyrir skömmu verið löggilt
höfn. Hinn kosturinn var að freista þess að komast inn
á Buðlungahöfnina, sem ekki mun hafa verið nema
200 faðma vegalengd, en hún er í suðausturhorni Öxar-
fjarðarflóans, þar sem sandurinn fyrir botni fjarðarins
byrjar að austan.
Faðir minn tók þann kost að reyna að „berja“ þenn-
an stutta spöl. Rem nú allir eins og kraftar leyfðu. En
harla lítið þokaðist þó áfram, og stundum jafnvel hrakti
okkur. Eftir að hafa róið lífróður í tvær klukkustundir,
komumst við þó loks fyrir tangann og gátum við illan
leik lent í Buðlungahöfninni, en lítið afdrep er þar
fyrir norð-vestan öldu. Ekki var á okkur þurr þráður,
er í land kom. Og þótt við tækjum ekki eins langan
barning eins og Þorbjörn Kólka forðum, móti mann-
skæðum aflandsstormi, í hinum fræga Sporðagrunns-
róðri sínum og hefðum heldur ekki haft tvær fleytur
í eftirdragi, eins og hann, munu lófar okkar sennilega
ekki hafa verið öllu betur farnir en lófi Þorbjarnar,
sem Grímur kveður að verið hafi „heldur sár“ er hann
lenti. T. d. hafði öflugasti ræðarinn í bátnum — Jón á
Fjöllum — 14 blöðrur í lófum og á fingrum. En það
var líka met í það skipti.
Við fórum til gistingar að Daðastöðum. En þangað
er á að gizka 20 mínútna gangur. Hlutum við þar
Heima er bezt 301