Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 20
ÁRMANN KR. EINARSSON:
Fer&aþœttir frá Noregi
(Niðurlag).
Skipið, sem við tókum okkur far með, heitir „Sunn-
hordland“. Þetta er stórt, nýtízku strandferðaskip, all-
hraðskreitt. Ferðin með skipinu var mjög ánægjuleg.
Við snæddum góða máltíð í vistlegum matsal skipsins.
Annars héldum við okkur mest uppi á þilfari og nutum
hins dásamlega útsýnis.
Þessi leið, sem við sigldum, er ákaflega falleg, og
minnir mjög á innsiglinguna til Björgvin. Firðirnir eru
hyldjúpir, en sums staðar ekki ýkja breiðir, jafnvel mjó
sund. Það er beygt fyrir hólma og nes, og skyndilega
breytist útsýnið, og maður er kannski allt í einu kom-
inn út á breiðan flóa, næstum reginhaf. Eftir litla stund
er kannski siglt að nýju í gegnum mjótt sund og það er
eins og skipið sé lokað inni í stöðuvatni. Skipið dregur
ekkert úr hraðanum, og í fljótu bragði virðist það hljóta
að stranda. En á síðustu stundu opnast leið fyrir stafni.
Siglingarleiðin um norska skerjagarðinn er furðuheimur
út af fyrir sig.
Inn af víkum og vogum standa litlar húsaþyrpingar,
og víða meðfram ströndunum eru einstök hús og
bændabýli.
Við höfum hinn ágætasta leiðsögumann þar sem Ivar
Orgland er. Hann er óþreytandi að segja okkur staðar-
nöfn og útskýra ýmislegt, sem fyrir augu ber.
Áfangastaður okkar í Vikebygd er lítið þorp, sem
ber nafnið Innbjúga. Það hljómar svo skringilega í eyr-
um okkar, að við förum að skellihlægja. Og ekki spill-
ir það, að við erum nýbúln að fara fram hjá litlum bæ,
sem heitir Útbjúga. Hugsið ykkur bara! — innbjúga og
útbjúga! En heima höfum við ekki annað en kinda-
bjúgu. Þótt þessi nöfn séu borin þannig fram á norsku,
eru þau öðruvísi stafsett, og bjúgað (bjoa) mun eiga
eitthvað skylt við sögnina að bjóða.
Ekki stönzuðum við neitt í Innbjúga, en stigum strax
upp i bíl og ökum til Kvamstö, ættaróðals Ivars Org-
lands. Er það tæplega klukkutíma akstur.
Kvamstö er mjög fallegur og vinalegur staður. íbúð-
arhúsin, sem eru tvö, standa í stórum, blómskrýddum
hvammi við litla vík, er gengur inn úr aðalfirðinum.
Beggja vegna ganga klettahöfðar fram í sjóinn, og
sums staðar slúta furutré fram af snösunum. Hávaxinn
skógur skýlir hvamminum á þrjá vegu. Kvamstö er sem
lítil friðsæl paradís.
í stærra ibúðarhúsinu býr Ivar Orgland með fjöl-
skyldu sinni. Þó er það aðeins á sumrin. Eins og kunn-
ugt er hefur hann gegnt sendikennarastöðu við háskól-
ann hér heima um nær áratugs skeið. ísland og allt sem
íslenzkt er á sterk ítök í þeim hjónum, og bæði tala