Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 24
þremur dögum. Fagnaðarlætin náðu hámarki. En stund- in var líka hátíðleg. Hér var að gerast stór-viðburður, sem athygh mundi vekja um heim gjörvallan. Sorglegt var, að ekki skyldu fleiri landsmenn fá að njóta sam- eiginlega þessarar hátíðlegu stundar. Stökkin öll fimm, voru ákaflega falleg, þótt hið síðasta bæri af. Maður naut þess á meðan stökkið stóð yfir, að finna hve kraftmikið það var og velheppnað. Stundin gleymist engum sem naut hennar. Það er fátítt á okkar fámenna landi, sem hggur svo fjarri þeim stöðum, þar sem stórviðburðir gerast, að vera sjónarvottur að slíkum íþróttaviðburði. En aldrei má það gleymast, að slík afrek vinur enginn ungur íþróttamaður, nema eftir þrotlausar æfingar um margra ára skeið og mikla sjálfsafneitun um margt, sem ung- lingar telja eftirsóknarvert. Ungir íþróttamenn og íþróttakonur! Fordæmi Vil- hjálms Einarssonar og annarra ágætra íþróttagarpa á að vera ykkur hvatning til þrotlausra æfinga í ykkar eftirlætisíþrótt. Enginn veit fyrirfram hver hæsta mark- inu nær. Heillaóskir allra ungmenna Islands fylgja Vilhjálmi Einarssyni í ferð hans til Rómar. Stefán ]ón$son. Einar H. Kvaran var talinn einn allra fremsti rithöf- undur þjóðarinnar á fyrstu áratugum tuttugustu aldar- innar. Hann var einn af hinum ágætu aldamótamönn- um, sem gerðu garðinn frægan í íslenzkum bókmennt- um. Þekktastur var hann sem skáldsagnahöfundur, en hann var líka Ijóðskáld og þekktur ritstjóri blaða og tímarita. Hann var fæddur 6. desember 1859, en dáinn 21. maí 1938. Nú hefur Björn Ragnarsson Gerðakoti beðið um ljóðið Systkinin eftir Einar H. Kvaran, sem stöku sinn- um hefur verið sungið í útvarp. Lagið er eftir Bjarna Þorsteinsson tónskáld. Ljóðið og lagið er heillandi og hugnæmt. — Þetta Ijóð ber vitanlega langt af öllum dægurljóðum, og á ef til vill ekki samstöðu með þeim, en þar sem ég veit að Ijóð Einars H. Kvaran eru ekki í hvers manns eigu, þá vil ég birta hér ljóðið, ef það gæti heillað hug og hjarta æskumanna. Eg veit um systkin svo sæl og góð, og syngja vil um þau lítinn óð, en ekkert þekkjast þau þó; um húsið hún leikur sér út og inn; hann einnig sér leikur — um himininn, drengurinn litli, sem dó. Hún veit hann var barn svo blessað og gott, hann bróðir hennar, sem hrifinn var brott; hún þráir hann ekkert þó. Sér barnung mær tekur missirinn létt, en mamma’ hennar hugsar jafnt og þétt um litla drenginn, sem dó. Hún þráir sinn litla, ljóshærða son, sitt Ijós og sitt gull og sinn engil og von; hún man hve hann hjúfraði og hló, hve blítt hann klappaði’ um brjóst henni og kinn, hve brosið var indælt og svipurinn á litla drengnum, sem dó. Er stúlkan flýgur í faðm hennar inn, þá felur hún líka þar drenginn sinn með sorgblíðri saknaðar ró. í harta’ hennar dafnar vel dóttirin, þó dafnar þar enn betur sonurinn, drengurinn hennar, sem dó. Fyrir rúmum áratug var leikrit sýnt í Reykjavík, sem nefnt var Tondeleyó. Leikritið vakti athygli, og þó sérstaklega fyrir ágæta sviðsetningu og jafnan og góðan leik leikenda. Höfundur Ijóðsins Tondeleyó er Tómas Guðmunds- son, skáld, en lagið er eftir Sigfús Halldórsson. Þetta Ijóð, og ekki síður lagið, varð mjög vinsælt og enn er það leikið og sungið í útvarp. Tondeleyó hét eina konan í þessu leikriti, en hún var dökk og þó fögur. A suðrænum sólskinsdegi ég sá þig, ó, ástin mín, fyrst. Þú settist hjá mér í sandinn, þá var sungið, faðmað og kysst. Þá var drukkið, dansað og kysst, Tondeleyó, Tondeleyó. Aldrei gleymast mér augun þín svörtu og aldrei slógu tvö glaðari hjörtu, Tondeleyó, Tondeleyó. Hve áhyggjulaus og alsæll í örmum þínum ég lá. Og oft hef ég elskað síðan, en aldrei jafn heitt eins og þá. Aldrei jafn heitt sem þá, Tondeleyó, Tondeleyó. Ævilangt hefði ég helzt viljað sofa við hlið þér í dálitlum svertingjakofa, Tondeleyó, Tondeleyó. Undanfamar vikur og mánuði hafa fá lög verið vTtar leikin í útvarp, en ljóðið — Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. — Höfundur ljóðsins er Jón Sig- urðsson, en Ragnar Bjarnason hefur sungið Ijóðið á hljómplötu. 312 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.