Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 23
ÓGLEYMANLEG STUND Á LAUGARDALSVELLI E^ftir hádegið sunnudaginn 7. ágúst síðastliðinn, var ég staddur heima hjá Vilhjálmi Einarssyni, íþróttakappa. Var ég að færa honum smá rit- ^laun frá Heima er bezt. Vilhjálmur var hinn ró- legasti að skoða myndir frá íþróttakeppni. Hann sagð- ist eiga að fara inn á Laugardalsvöll kl. 4 og keppa þar í þrístökki. Er þá allt í einu hringt í símann, Er þar kominn Gabor, hinn ungverski þjálfari K.R.-inganna. Sagðist hann hafa verið hissa á því, að sjá ekki Vil- hjálm inn á Laugardalsvellinum, og hefði því hringt heim til hans. Sagði hann að þrístökkskeppnin ætti að byrja eftir 15 mínútur. Heima hjá Vilhjálmi var líka Höskuldur Karlsson, íþróttakennari, en þeir Vilhjálm- ur og hann hafa í vor og sumar haft íþróttanámskeið fyrir unglinga í Hveragerði. Brá nú Vilhjálmur skjótt við og bjó sig til keppninnar. En hann hafði haldið að keppnin hæfist ekki fyrr en kl. 4 og var því hinn ró- legasti heima. Eg var í mínum gamla langferðajeppa og ók nú sem hraðast með þá Vilhjálm og Höskuld Karlsson inn að Laugardalsvelli og alveg að hliðinu. Voru þá 4—5 mín- útur þar til keppni átti að hefjast. Vilhjálmur vatt sér fimlega út úr jeppanum og gaf sig fram við stjórnend- ur keppninnar. Eitthvað var keppninni frestað um ör- fáar mínútur, en Vilhjálmur sleppti þó fyrstu umferð- inni, en notaði þessar mínútur til að liðka sig og undir- búa. En svo hófst önnur umferð. Vilhjálmur virtist ró- legur og gaf sér góðan tíma, eins og hann væri að safna kröftum undir stökkið. Aðhlaupið tókst ágætlega Fóturinn snerti miðjan plankann. Allir stóðu á öndinni. Það var eins og Vilhjálmur flygi í loftinu. Um leið og fætur hans snertu sandinn í stökkgryfjunni, fór fagn- aðaralda um áhorfendabekkina. Allir sáu að stökkið var frábært. Dómarinn tilkynnti 16.23 m og þá náðu fagn- aðarlætin hámarki. Eftir örlitla hvíld kom annað stökk- ið, 16.30 m og svo í röð 16.23 — 16.46 og að lokum 16.70 m. Aldrei mun ég gleyma þessari stund og hinni hjartanlegu hrifningu áhorfenda. Síðasta stökkið var sýnilega lengst. Lágt hvískur fór um áhorfendabekk- ina. 16.50, áreiðanlega 16.50. En svo kom dómurinn. 16.70 m. Heimsmetið jafnað! Aðeins einn maður í heiminum hafði stokkið 33 sm lengra fyrir tveimur — Að ofan: Vilhjálm- ur raðir við Gabor, ungverska pjálfar- ann. Að neðan: Vilhjálmur kemur niður úr metslökk- inu.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.