Heima er bezt - 01.07.1966, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.07.1966, Qupperneq 2
Hrunaclans Eitt þeirra orða, sem vér nú heyrum hvað oftast, er verðbólga. Nærri iætur, að hún sé eins almennt umtals- efni og veðrið, og að þeir séu jafnfáir, sem aldrei lasta hana, upphátt að minnsta kosti. Dómarnir eru að vísu misjafnir, en allir hníga þeir þó í þá átt, að verðbólgan sé þjóðarböl, og hana verði að stöðva. En þótt allir virð- ist þar sammála, heldur hjól hennar samt áfram að snú- ast án afláts. Enginn vafi hvílir á því, að hér er við margþættan vanda að etja, og að fleiri eiga við hann að stríða en Is- lendingar. Svo má heita, að verðbólga magnist um öll lönd, misjafnlega hratt að vísu, en líklega eigum vér hraðametið í þeim efnum, svo að í einhverjum kappleik erurn vér þó fremstir. En ef allir eru sammála í þjóðfélaginu um, að verð- bólgan sé þjóðarmein, sem ráða verði bót á sem fyrst, ætti að vera kleift að ráða við hana og beizla hana að til- teknu marki. Einnig virðist samstaða um það, að kenna hana, eins og raunar allt sem miður fer í þjóðlífinu, andstæðum stjórnmálaflokki eða flokkum. Ríkisstjórnin kennir um skemmdarverkum stjórnarandstöðunnar, og stjórnarandstaðan ráðleysi og illvilja ríkisstjórnarinnar. Skiptir þar litlu máli, hvaða flokkur heldur um stjórn- völinn. Má það furðu heita um jafnvel menntaða þjóð og íslendinga, að þeir skuli ekki eftir meira en hálfrar aldar þingræðisstjórn hafa lært að vera í minni hluta flokki eða stjórnarandstöðu. Af þeim sökum verður enginn flokkur hreinsaður með öllu, þótt misjafnlega sé langt gengið. En ekki skal nánar út í þá sálma farið hér, en margt mundi koma í ljós, ef rannsökuð væri ummæli og viðhorf forystumanna íslenzkra stjórnmála á liðnurn tímum, eftir því hvort þeir studdu stjórnarstólana eða ekki. En hverfum aftur að verðbólgunni. Efnahagsmál hverrar þjóðar eru flókin og slungin úr mörgum þráð- um og torröktum, en þó eiga þau í rauninni sammerkt við efnahag einstaklingsins í undirstöðuatriðum. Þar þekkjum vér öll, og þurfum enga hagfræði til, þá grund- vallarreglu, að ef meira er eytt en aflað, skapast skuldir, og ef viðhalda á eyðslunni án skuldasöfnunar verður að afla meiri tekna. Þegar vér litumst um í þjóðfélagi voru blasir hvar- vetna við hófleysi í eyðslu og kapphlaup um hærri tekj- ur til þess að fullnægja þörfum eyðslunnar. En á hinn bóginn kveða við kvartanir úr öllum áttum frá formæl- endum stétta og stjórnmálaflokka, atvinnugreina og fé- lagssamtaka. Og þegar litið er á ummæli þessi, er alls staðar tap og erfiðleikar. Sjávarútvegurinn er rekinn með stórtöpum, landbún- aðurinn á heljarþröminni og þrautpíndur, iðnaðurinn berst í bökkum og er við það að leggja upp laupana, kaupmannastéttin lepur dauðann úr krákuskel vegna of lítillar verðálagningar. Ekki tekur betra við um launa- stéttirnar. Opinberir starfsmenn eru sveltir, svo að fjöldi sérmenntaðra manna hleypur úr landi, til að bjarga sér, vinnustéttirnar eru arðrændar sem mest má verða, að ég nú ekki tali um listamenn, sem þjóðin meðhöndlar eins og sveitarlimi fyrr á tímum. Þetta er myndin, sem vér fáum af ástandinu, ef vér fylgjumst með því, sem sagt er í ræðu og riti af formælendum stétta og starfs- greina. Sem betur fer verður myndin önnur, þegar vér litumst um í þjóðfélaginu sjálfu. Opinberar skýrslur al- þjóðastofnana segja oss, að íslendingar séu meðal tekju- hæstu þjóða á hvern einstakling. Og víðast hvar, þar sem vér lítum í kringum oss blasa við ýmis ytri tákn velmeg- unar. Það má vera oss fagnaðarefni, að þrátt fyrir allt munu kjör almennings í fáum löndum vera betri en hjá oss. Óvíða jafnlítil fátækt og óvíða jafn lítill munur milli stétta og hópa, enda þótt margt mætti betur fara hjá oss í þeim efnum en nú er. Eg nefndi áðan að mörg væru ytri tákn velmegunar í landi voru. Skal nú bent á nokkrar staðreyndir í því efni. Þjóðin býr yfirleitt við góð húsakynni, og þau bú- in hvers kyns þægindum, meira en tíðkast meðal ná- grannaþjóða vorra. Bílaeign þjóðarinnar er mikil og fer ört vaxandi, verður því þó ekki neitað, að þjóðfélagið leggur þyngri skatta á bílaeigendur en flesta aðra. Ut- varp er á hverju heimili, og sums staðar mörg. Sjónvarp er þegar á furðu mörgum heimilum umhverfis Faxa- flóa, þrátt fyrir andróður gegn því. Fólk ferðast mikið, bæði innanlands og utan, og ferðalög fara sífellt vax- andi. Mjög er og um það rætt, hversu miklu íslendingar eyði á ferðum sínum erlendis. Skemmtistaðir höfuð- borgarinnar og úti um land eru fullir dag eftir dag, þeim fjölgar í sífellu, og meira er borið í skemmtiatriði. Gilda- skálar og vínstúkur fyllast á hverju hveldi, og árlega er tóbaks og áfengis neytt fyrir hundruð milljóna króna. Og það er ekki nein sérstök yfirstétt, sem þessu eyðir, heldur allur almenningur. Þegar svona er í pottinn bú- ið, er erfitt að komast hjá verðbólgu í landinu. Allir keppast við að eyða, allir gera síauknar kröfur, og þær kröfur verður að uppfylla. 222 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.